Skírnir - 01.09.1989, Síða 167
SKÍRNIR
HÁSKÓLI: SAMFÉLAG . . .
417
tæki háskólasamfélagsins. Hinir armar valdsins, dómar og fram-
kvæmd, skipta miklu minna máli og eru jafnvel til óþurftar ef of
mikið fer fyrir þeim. Til þess að þegnarnir geti horft til laganna og
miðað breytni sína við þau er nauðsynlegt að lögin séu stöðug, ein-
föld og opinber. Þetta mælir gegn því að mjög mikið sé gert úr
stjórnsýslu háskólanna og hún falin í hendur aðila sem hafa sér-
staka og sértekna stöðu innan háskólasamfélagsins. Þar sem ein-
hver sérhæfing eftir verkum er þó nauðsynleg verður hún í sam-
ræmi við eðli réttarsamfélagsins að felast í því að framfylgja þeim
reglum sem samfélagið hefur sett sér og framkvæma ákvarðanir
sem samfélagið hefur tekið. Umboð valdsmanna slíks samfélags,
hvernig svo sem þeir eru valdir eða skipaðir, verður því að vera
undir lögunum og undir eftirliti samfélagsins í heild.
Þar sem lög og reglur í slíku samfélagi eru fremur til eftirbreytni
en til að tryggja leiðréttingar á misgjörðum eða misferli er ljóst
að öll meginskipan þeirra og stjórnsýslutækin sem af reglunum
spretta verða einkum að taka mið af hlutverki eða markmiði sam-
félagsins; af hinni ytri helgun þess, þekkingarstarfinu. Stjórnsýsla
í nafni samfélagsins, sem vafalaust er réttara að kalla sameiginlega
stjórnsýslu en yfirstjórn, verður því að mótast af þekkingaröflun,
þekkingarmiðlun og þjónustu fyrir þekkinguna og í krafti hennar,
og í fjórða lagi af hagkvæmri nýtingu þeirra gagna og gæða sem
samfélaginu eru sameiginleg.
Þessi skipting er eðlileg og augljós og einmitt af þeim sökum
hagkvæmur grunnur undir stjórnsýslu í samfélagi þar sem þegn-
arnir eru að mestu frjálsir gerða sinna og sjálfstæðir en verða að
treysta á stöðugar, einfaldar og skýrar reglur samfélagsins í breytni
sinni. Vafalaust er eðlilegt að í stjórnsýslunni sjálfri spretti upp
ýmis konar skipting verka sem fer eftir hentugu skipulagi þeirra,
tækni sem við verkin er beitt, aðilum sem að verkþáttunum standa,
eða öðru því sem kann að ráða því hvernig verk að lokum eru
unnin. En slík nánari skipting raskar ekki meginmarkmiðum sam-
félagslífsins og má ekki verða til þess að þegnunum dyljist þessi
meginmarkmið né heldur að reglur samfélagsins verði svo
óstöðugar, flóknar og óskýrar að þegnarnir geti ekki farið eftir
þeim án sérstakrar handleiðslu annarra. I slíku samfélagi á þannig
illa við að taka upp fylkjaskipun í stjórnsýslu, sem nú tíðkast nokk-