Skírnir - 01.09.1989, Page 168
418
HALLDÓR GUÐJÓNSSON
SKÍRNIR
uð í fyrirtækjum þar sem saman er skipað tæknilega svipuðum
störfum þvert á sundurgreind markmið. Slík skipting kemur auð-
vitað ágætlega til greina í skiptingu verka á skrifstofu stjórnsýslu
slíks samfélags, en gengur ekki í stjórnarfari þess eða í þeirri ábyrgð
sem umboðsmenn samfélagsins bera gagnvart samfélaginu sjálfu.
Ef horft er til eðlisskiptingar hlutverka eða tilgangs háskóla-
starfsins í kennslu, rannsóknir og þjónustu verður að hafa í huga að
þessir þættir eru misvel fallnir til sameiginlegrar stjórnsýslu og
þurfa í mismunandi mæli á sameiginlegri umsýslu að halda. Greini-
legust er þörfin líklega í þjónustu sem samfélagið kemur sér upp til
eigin nota, en getur síðan miðlað öðrum af, eins og í uppbyggingu
bókasafna. Sömu nauðsyn má nú á tímum sjá í öðrum miðlum eða
formum þekkingar og upplýsinga svo sem tölvu- og fjarskiptanet-
um. Háskólaþjónusta af þessu tagi er einkum sprottin af hag-
kvæmni í innra starfi háskólanna að þekkingaröflun og þekking-
armiðlun og er tilefni til sameiginlegrar hagnýtingar gagna og til
sameiginlegrar umsýslu. Aðrir þættir háskólaþjónustu verða síður
raktir til sameiginlegra innri nauðsynja háskólastarfsins, heldur
spretta þeir af tækifærum eða ef til vill skyldum sem mótast hjá ein-
stökum þegnum eða aðilum háskólasamfélagsins í margvíslegu og
sundurgreindu þekkingarstarfi þeirra. Þessir þættir þjónustu falla
því í greiningu undir frumþætti þekkingarstarfsins sjálfs, þekk-
ingaröflun og þekkingarmiðlun, rannsóknir og kennslu.
Reyndar er augljóst að kennsla gefur meiri tækifæri og tilefni til
sameiginlegra ráða og samnýtingar en rannsóknir. Kennslan eða
miðlunin fer frá einum eða fáum til margra og frá einum stað eða
fáum stöðum í margar áttir. Miðlunin er þeim mun betri sem hún
nær víðar og til fleiri. A sviði hennar er því að vænta umtalsverðrar
aukningar á hagkvæmni með sameiginlegu skipulagi og þá einnig
von sparnaðar á gögnum og gæðum sem nota má til annarra starfs-
þátta. Það sem ræður þessum möguleikum í aukinni hagkvæmni er
það að þekkingarmiðlunin horfir ekki einvörðungu til þekkingar-
efnisins sem fram er borið, heldur einnig til viðtakenda þess.
I þekkingarleitinni er þessu öðruvísi farið. Leitin ræðst í öllu af
því sem leitað er að, einstökum þekkingaratriðum, afmörkuðum
kenningum, samþjöppun frekar en útbreiðslu. Eðlilegur hagur