Skírnir - 01.09.1989, Síða 170
420 HALLDÓR GUÐJÓNSSON SKÍRNIR
stjórnsýslu á sviði rannsókna annars vegar og kennslu hins vegar og
þá einnig að mikill munur verður að vera á þeim ráðum sem beita
mætti á þessum sviðum tveim.
Þegar kennsla og rannsóknir eru skoðaðar í nánustu atriðum, í
daglegu starfi háskólaþegnsins, í kennslustofu eða rannsóknar-
stofu, eru störfin þar líkari en virðist á yfirborðinu. Starf kennarans
við að bera fram námsefnið og nemandans við að tileinka sér það
eru í því svipuð rannsóknarstörfum að hver og einn verður endan-
lega að vinna þau störf einn, og reyndar ræðst allur árangur af
háskólahaldinu fyrst og fremst af því hversu vel mönnum tekst til
í þessu einmana starfi. Um slík störf verða ekki settar reglur, né
heldur gefnar fyrirskipanir sem neitt duga. Tilraunir til náinna af-
skipta af þessu starfi trufla það og eru líklegri til að spilla því en efla
það. Það er meginhlutverk háskólasamfélagsins, ef það er skoðað
innan frá, og þeirrar stjórnsýslu sem það kann að koma upp hjá sér,
að greiða fyrir þessu einmana starfi. Innan frá skoðað er þetta
grundvallarréttlæting fyrir akademísku frelsi og þeim takmörkun-
um sem háskólasamfélagið verður að setja í stjórnsýslu, andspænis
þeim hagkvæmnisrökum sem færa má fyrir auknu skipulagi og
samhæfingu.
Þótt kennsla, rannsóknir og þjónusta séu meginþættir háskóla-
starfsins og nægi til að skipta því starfi eftir tilgangi og markmiðum
háskólasamfélagsins, er ljóst að nauðsyn er að bæta við í stjórn-
sýslu samfélagsins einum þætti enn, sem er fjársýsla. Nauðsyn á
fjársýslu, eins augljós og hún er, ræðst ekki af markmiðum eða
helgun háskólasamfélagsins. Það er reyndar andstætt hugmynd-
inni um samfélag almennt, og þá um háskólasamfélag sérstaklega,
að einn fastur mælikvarði sé lagður á samlífi þegnanna og samfélag-
ið allt. Því getur einkvæmur mælikvarði fjármálanna ekki verið
hluti af helgun samfélagsins. Engu að síður verður að setja fjársýslu
í fremstu röð meðal stjórnunarsviða samfélags, vegna þess að í
henni felst samantekt á þeim ytri aðstæðum sem samfélagið býr við
og í einhverjum mæli tæki til að nálgast markmið þess. Reyndar er
fé varla tæki til annars en að skapa grundvöll til að ná markmiðum
samfélagsins, það dugir ekki til að tryggja að markmiðunum verði
náð. Þannig er greinilegt að visst fé þarf til að unnt sé að halda uppi
kennslu eða rannsóknum og að ríflegt fé auðveldar rannsóknir og