Skírnir - 01.09.1989, Page 173
SKÍRNISMÁL
Nýir tímar
Allir TÍMAR hafa haft sín sérkenni - verið frábrugðnir öðrum
tímum að einhverju leyti. Okkur er jafnvel tamt að hluta söguna
niður eftir einhverjum slíkum sérkennum. Með því móti verða til
ísaldir, steinöld, landnámsöld, bítlatímabil, framsóknaráratugur
eða hvað annað sem vera skal. Þá sjáum við gjarnan samstíga þróun
frá einum tíma til annars, þannig að á endanum fellur sagan saman
í tiltölulega vitlega heild.
Nú eru sagðir vera nýir tímar. Fyrir um fjögurhundruð árum
voru tímar sem gjarnan eru kenndir við svartnætti fáfræði og doða.
Síðan þá hefur mannkynið farið í heljarstökkum í gegnum söguna,
hver byltingin hefur rekið aðra, og nú er svo komið að nær öllum
sviðum mannlífsins hefur verið umbylt að meira eða minna leyti.
En hvað hefur valdið? Ekki er að efa að margvísleg svör eru til við
þeirri spurningu, en hvert sem við lítum í leit að slíku svari, rek-
umst við fljótt á afl sem virðist viðriðið flest þau stökk sem þróunin
hefur tekið. Þetta afl er að finna í vísindum og tækni ýmiskonar.
Tæknin hefur tekið manninn upp á arma sína og gert honum kleift
að nýta til fullnustu sköpunarverkið sem Drottinn allsherjar eftir-
lét honum í árdaga. Maðurinn hefur öðlast aukið vald yfir aðstæð-
um sínum í heiminum, og máttur hans til að umbylta umhverfi sínu
hefur margfaldast.
En það er fleira sem hefur breyst en aðgangur manna að sköp-
unarverkinu. Nýir atvinnuhættir hafa komið til með nýjum að-
ferðum, samfélagsskipan og stjórnarhættir hafa tekið stakkaskipt-
um, og jafnvel gamlar og rótgrónar stofnanir eins og fjölskyldan
hafa skipt um hlutverk. Þannig hafa öll samskipti manna, hvort
heldur er við náttúru eða aðra menn, tekið miklum breytingum.
Jafnvel hugsun manna og horf þeirra á heiminn eru önnur en áður.
Heimurinn okkar hefur vaxið frá því að vera dalurinn og huldu-
landið hinum megin við fjallið, til þess að hýsa milljónaþjóðir sem