Skírnir - 01.09.1989, Page 175
SKIRNIR
NÝIR TÍMAR
425
Sé tæknin skoðuð í þessu ljósi virðist hún vera að eigna sér al-
gjöra sérstöðu í veruleikanum. Hún er þá að komast á stall þar sem
hún stendur utan seilingar manna. Hinn vandrataði meðalvegur,
stendur manninum þá ekki opinn. Tæknin leggur sína eigin leið, og
fer fyrir hjörðinni að sínum eigin markmiðum. Hún öðlast sjálf-
virkni, vex af sjálfri sér. Það nálgast það að verða marklaust að tala
um að okkur standi til boða val á milli ólíkra tæknilegra úrlausna
eða aðferða. Tæknin skapar sín eigin gildi, sem falla vel að sam-
hengi tækninnar, eru útreiknanleg og meðfærileg. Það eru þessi
gildi sem litið er til þegar mat er lagt á tæknilegar úrlausnir og að-
ferðir. Aðferðirnar eru hver annarri betri eða verri á svipaðan hátt
og 3 eru minni en 4 en stærri en 2. Ágæti þeirra eru einfaldlega
mæld og reiknuð, og á endanum sitjum við uppi með niðurstöðu
sem við hlítum, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Nýjar
tæknilegar lausnir skapa ný tæknileg vandamál. Vandamálin krefj-
ast úrlausna, og þá er aftur tekið til við að athuga, mæla og reikna.
Tæknilegar uppgötvanir, hverjar sem þær kunna að vera, sitja síðan
ekki hljóðar hjá og bíða þess að verða notaðar heldur krefjast þess
að verða notaðar. Sé þetta svo má segja að tæknin velti áfram án
þess að við fáum þar nokkru um ráðið.
Þetta kann þó að vera fullmikil bölsýni. Það eitt að manninum
opnist nýir möguleikar með tilkomu einhverra þeirra tóla sem
tæknin getur af sér, virðist ekki endilega þurfa að þýða að hinir
nýju möguleikar verði nýttir. Vissulega fylgja nýjum möguleikum
alltaf freistingar. Við viljum gjarnan ljúka upp luktum dyrum til að
sjá hvað leynist að baki þeim. Freistingarnar eru jafnvel slíkar að
líklegt geti talist að hinum nýju möguleikum verði hrundið fram í
veruleikann, en þrátt fyrir það verður ekki séð að þar séu nein
nauðsynjatengsl á milli. Því er freistandi að ætla að á endanum liggi
frumkvæðið að baki nýrri tækni alltaf hjá manninum, en ekki í
tækninni sjálfri. Svo virðist sem maðurinn verði fyrst að láta
blekkjast af loddarabrögðum tækninnar, áður en hún nái að teyma
hann í ógöngur. En eru hinir nýju tímar sem við lifum slíkir að
þörf sé fyrir varnaðarorð til mannkyns á villigötum, mannkyns
sem þó á sér enn von? Þurfum við að ljúka upp augum okkar fyrir
köldum veruleika, og hugum okkar fyrir nýjum sannleika, til að