Skírnir - 01.09.1989, Page 176
426
ÁRNI FINNSSON
SKÍRNIR
koma höndum yfir tæknina á nýjan leik? Getum við eftir alltsaman
lært að lifa með tækninni, án þess að það leiði ófyrirséðar hörm-
ungar yfir mannkyn?
Það sem við þurfum einkum að varast, er að láta tæknina heltaka
hugsunarhátt okkar. Geri hún það, verðum við ófær um að sjá í
gegnum blekkingarvef hennar og kveða upp yfir henni dóm þegar
hún er á villigötum. En hefur tæknin ekki þegar sett mark sitt á
hugsunarhátt okkar? Það virðist fjölmargt vera að finna í hugsun-
arhætti samtímans sem hefur á sér yfirbragð tækninnar, og sem
sprottið hefur samhliða framgangi hennar. Hugsunarhátt þennan
má kalla tæknihyggju, sem þá er einskonar háttur á að skoða heim-
inn og takast á við hann. Heimurinn undir sjónarhorni tækni-
hyggjunnar verður órofa heild tækja, afurða og hráefna, þekkingar
og mannafla, þar sem allt stendur í ákveðnum tengslum hvað við
annað. Jafnvel við skipum okkar sess í þessari skipan, sem gerendur
eða þolendur.
Náttúran verður í þessu samhengi uppspretta og forðabúr auð-
linda, orku, matvæla og annars slíks. Stórfljótin verða vettvangur
raforkuframleiðslu. Og jafnvel náungi okkar verður í þessari mynd
að vænlegri uppsprettu einhvers sem hann getur af sér í samhengi
tækninnar. Þannig verður horf okkar á heiminn ef við sjáum ekki
betur en að tæknin sé einungis hlutlaust tól, sem gerir okkur lífið
bærilegra. Það verður ekki nema þegar yfir dynja stóráföll, sem við
sjáum heiminn í öðru ljósi. Okkur verður fyrst ljóst óendanlegt
mikilvægi mannsins, þegar yfir dynja hörmungar eða harmleikir,
og náttúran rís einnig sjaldnast undan hulu tækninnar nema þegar
eitthvað bregst. Þannig þarf til að mynda stórkostlega mengun í
Rínarfljóti, til að menn átti sig á að það er fleira merkilegt við fljótið
en þau not sem af því má hafa, og stundum þurfum við jafnvel að
sjá á bak félögum okkar til að okkur verði ljóst að þeir voru okkur
og öðrum mikilsverðir án nokkurs þess sem þeir gátu af sér. Og
með örum vexti tæknihyggjunnar verða jafnvel stóráföll og slys
tekin inn í þetta samhengi, vegin, metin og mæld.
Tæknihyggjan er því annað og meira en tæknin sjálf, og birtist á
endanum í því að öll úrlausnarefni manna eru tekin ákveðnum
tökum, og af þeim sprettur bara ein tegund úrlausna. Aðrar lausnir
eru léttvægar fundnar, og fjöldi vandamála ekki þess verður að tak-