Skírnir - 01.09.1989, Page 181
GREINAR UM BÆKUR
SKÚLI SIGURÐSSON
Þar sem heimspeki, menningarsaga
og vísindi mætast
Þorsteinn Vilhjálmsson
Heimsmynd á hverfanda hveli.
Sagtfrá heimssýn vísindanna
frá öndverðuframyfir daga Newtons /-//
Mál og menning, 1986-87.
I
Islendingar hafa ekki farið varhluta af vísinda- og tæknihyggju Vestur-
landa. Á tyllidögum telja þeir jafnan, að vísindin efli alla dáð. Þegar þeir
skyggnast inn í framtíðina, halda þeir raunvísindum gjarnan á lofti og von-
ast til þess, að þau beri þá til ónuminna gnægtarlanda. Á slíkum bjartsýnis-
stundum, þegar framfarahyggja innblásin af vísindunum gagntekur hugi
þeirra og hjörtu, virðist vera lítil ástæða til að staldra við, líta um öxl og
horfa yfir farinn veg. Þess konar hik gæti sem sé valdið því, að torvelt
reyndist að endurheimta meðbyrinn, sem fleyta skal íbúum norðurhjarans
til framtíðarstranda.1
Vísindahyggja Vesturlanda lýsir sér meðal annars í þeirri skoðun, að fátt
sé árangursríkara til skilnings á veröldinni en nútímavísindi. I innviðum
þessarar heimssýnar (Weltanschauung) leynist djúp þversögn því staða vís-
indanna gagnvart fortíðinni er mótsagnakennd. Vísindin eru sögulega
ákvörðuð, en samt sem áður er hugmyndafræði þeirra í eðli sínu fjandsam-
leg fortíðinni. Markmið vísindanna er að auka við og bæta skilning okkar
á umheiminum. I því felst yfirlýst viðleitni til að gera fyrri heimsskilning
úreltan og þar með nánast óþarfan frekari framvindu sögunnar.
Annars vegar kristallast þessi viðleitni í því, að ný vitneskja leysir eldri
þekkingu af hólmi. Eftir það vekur sannleikur og vitneskja gærdagsins ein-
ungis athygli sagnfræðinga og annarra, sem hafa unun af því að hugleiða at-
burði liðinna tíma. Einnig geta firrur fortíðarinnar gegnt tilteknu uppeldis-
hlutverki, þ. e. verið víti til varnaðar upprennandi vísindamönnum. En þó