Skírnir - 01.09.1989, Blaðsíða 183
SKÍRNIR
ÞAR SEM HEIMSPEKI . . .
433
Þar með er ljóst að skýrt aðgreind þrískipting í kenningu, samsvörun og
raunveruleika stenst ekki ætíð í reynd heldur getur frumspekilegt álit vís-
indamanna fortíðarinnar á raunveruleikanum haft mikil áhrif á samsvör-
unarmatið. Ekki er fullvíst að einhugur ríki á meðal þeirra um það hvernig
framkvæma eigi matið. Skiptar skoðanir þar að lútandi veita oft ómælda
innsýn í vísindaheim þessara tíma. Þetta innsæi glatast ef einungis er athug-
að hversu mikið vísindamönnunum hafi skjátlast í kenningasmíðinni í ljósi
aukinnar þekkingar síðari tíma sem var þeim forboðinn ávöxtur. Forsvars-
menn Edinborgarskólans í vísindalegri félagsfræði hafa gagnrýnt það að
einblína á mistök fortíðarinnar og telja að útskýra þurfi jöfnum höndum
hvernig vísindamenn áður fyrr gátu haft á réttu og röngu að standa.4
Onnur afneitun skipar öndvegi í heimi vísindanna og er tengd hinni
fyrri. Það er sú skoðun, að vísindin séu hafin yfir alla hugmyndafræði og
þjóðfélagslegt gildismat, þar sem vísindamenn sækist einungis eftir aukinni
þekkingu sem sé góð í sjálfri sér og þarfnist því ekki frekari réttlætingar.
Ef vísindamenn komast sífellt nær sönnum og réttum kjarna veraldarinnar
í rannsóknum sínum, ber þá að setja nokkrar skorður við starfi þeirra? Því
hver getur verið á móti því sem virðist vera rétt og satt á hverjum tíma?
Þessi aðskilnaðarskoðun vísinda og þjóðfélags er svo sterkur þáttur í ríkj-
andi hugmyndafræði Vesturlanda að meira að segja framsæknir vísinda-
sagnfræðingar hafa löngum talið það vera helsta verkefni sitt að sýna fram
á samband vísinda og þjóðfélags. Hefðu þeir hins vegar miðað við hið
gagnstæða, þ. e. sögulega stöðu vísindanna sem órjúfanlegs þáttar í sér-
hverri þjóðfélagsheild, væri afrakstur vísindasagnfræðinnar annar. Þá
hefðu menn séð að það er röng söguskoðun að vísindi þrífist einungis í
frjálsum þjóðfélögum, eða að vísindi og trúarleg hugsun séu ósamrýmanleg
fyrirbæri. Þá hefði athygli þeirra frá byrjun getað beinst að því, að upphaf
nútímavísinda og vestrænnar auðbyggju ber upp á sama tíma, að nútíma-
vísindi komast á skrið í kjölfar siðaskiptanna á tímum langærra styrjalda,
og loks því, að iðnvæðing og tæknikunnátta leiða af sér gerbreyttan skiln-
ing á náttúrunni.
II
Þær víðtæku breytingar, sem urðu á heimsmynd (,,cosmology“) og heims-
sýn Vesturlandabúa á dögum vísindabyltingarinnar á sextándu og sautj-
ándu öld, hafa löngum legið í þagnargildi á Islandi. Það er fagnaðarefni að
sú þögn hefur verið rofin. Þorsteinn Vilhjálmsson hefur nú birt mikið og
glæsilegt verk í tveimur bindum sem fjallar um þann þátt byltingarinnar og
forsögu hennar sem lýtur að sögu stjarnvísinda og heimsmyndar. Þá vakir
ekki síður fyrir höfundi að vekja lesandann til umhugsunar um eðli og sögu
vísindanna og stöðu þeirra í samfélaginu (1,11). Einnig verður höfundi tíð-
rætt um eðli vísindalegrar hugsunar (t. d. 1,136). Höfundur setur sér það
markmið að verkið sé aðgengilegt upplýstum almenningi (1,7 og 11-12).