Skírnir - 01.09.1989, Page 184
434
SKÚLI SIGURÐSSON
SKÍRNIR
Mikill fengur er að ýmsum tæknilegum viðaukum. Hreyfingu himintungl-
anna í kerfi Ptólemaíosar er t. d. lýst rækilega, fjallað er um keilusnið og afl-
fræði Newtons er sett fram í nútímabúningi. Allur ytri frágangur ritsins er
lýtalaus, málfar gott, og bókin er ríkulega myndskreytt. Þar fyrir utan er
bókin mjög skipulega úr garði gerð og ætti því að reynast notadrjúg við
kennslu. Aftast í báðum bindum eru nafna- og atriðisorðaskrár, sem eru
hreint afbragð. Asamt spássíufyrirsögnum auðvelda þær notkun bókar-
innar mjög og valda því að hægðarleikur er síðar meir að nota verkið sem
uppflettirit og heimildabók.
I byrjun fyrra bindis ræðir höfundur um upphaf stjörnufræðinnar með
Egyptum og Babýlóníumönnum. Þá víkur sögunni að stjörnufræði í
menningarheimi Grikkja og Hellena. Stuttur kafli um stjörnufræði mið-
alda kemur þar næst. Fyrra bindi lýkur svo á ítarlegum kafla um framlag
Nikulásar Kóperníkusar til stjörnufræðinnar (sólmiðjukenningin). Höf-
undi verður tíðrætt um tengsl stjörnufræði við eðlis- og stærðfræði og gef-
ur það verkinu aukna dýpt. I upphafi síðara bindis er stuttlega fjallað um
Gíordanó Brúnó og Týchó Brahe. Þá kemur kafli um Jóhannes Kepler.
Burðarás síðara bindisins er langur og ítarlegur kafli um Galíleó Galílei. Því
næst er fjallað um Isak Newton. Síðara bindi lýkur á umræðu um aflfræði
Newtons og byltingu Kóperníkusar, aflfræði Newtons í ljósi eðlisfræði
tuttugustu aldarinnar og vísindaheimspeki.
Það er ætlunin að ræða hér um efnistök Þorsteins almennt frá sjónarhóli
vísindasagnfræðinnar, og því verður ekki farið ofan í saumana á einstökum
atriðum. Greinin mun því fremur sverja sig í ætt við hugleiðingar um vís-
indasögu en ritdóm í orðsins fyllstu merkingu. Enda hafa aðrir rækt þá
skyldu.5
Verk Þorsteins sýnir glöggt þær gífurlegu breytingar, sem orðið hafa á
skilningi manna á náttúrunni og göngu himintungla síðustu árþúsundir.
Það er styrkur verksins í heild, að höfundur lætur aldrei staðar numið of
lengi við athugun einstakra atriða á vegferð sinni um sögu stjörnufræðinn-
ar. Hann hefur ekki kosið að staðnæmast við mælingu sögulegra þversniða
en hefur þess í stað mælt langsnið sögunnar. Það er margt sem styður at-
hugun langsniða í sagnfræði, því að sumar breytingar gerast svo hægt að
þær verða eigi sýnilegar fyrr en eftir langan tíma. Heimsmyndin er einnig
fyrsta verk sinnar tegundar hérlendis og því er það ómetanlegt að sagan sé
sögð í stórum dráttum. Síðar getur ætíð gefist tóm til nákvæmari og smá-
særri sagnritunar.
En úr því að höfundur kaus að rita sögu árþúsunda, hefur honum verið
nokkur vandi á höndum um öflun heimilda. Vísindasaga er ekki ný af nál-
inni; sérstaklega mikil gróska hefur verið í henni síðustu fjóra áratugi. Vís-
indasagnfræðingar áranna eftir stríð hafa flestir einbeitt sér að sérhæfðum
athugunum og hafa með því flestir gengið þvert á stefnu og hugsjónir frum-
herja á borð við George Sarton. Það var von og draumur Sartons að unnt
væri að skrifa sögu vísindanna í heild sinni. Innblásinn af framfarahyggju