Skírnir - 01.09.1989, Page 188
438
SKÚLI SIGURÐSSON
SKÍRNIR
sé talið að þær vísindakenningar séu betri, sem hafa forsagnargildi og eru
auðveldlega prófanlegar, þarf þá svo að hafa verið í fyrndinni (1,42)? Þegar
líður á fyrsta bindi, virðist höfundur telja eðlisfræðilegar kenningar í
stjörnufræði fremri hinum stærðfræðilegu án þess að setja ákvörðunina í
skýrt vísindaheimspekilegt samhengi.8 Það hefði verið einkar fróðlegt, því
þar með hefðu skoðanir höfundar á vísindaheimspeki komið greinilega
fram í stað þess að krauma undir yfirborði verksins þangað til í lok síðara
bindis (II, 312-318). Hins vegar tekst höfundi mjög vel að sýna fram á
margbreytileika heimsins og hvernig það er langt frá því að vera sjálfsagður
hlutur, að einhver árangur náðist í stjörnufræði á öldum áður, sérstaklega
í ljósi hinnar óreglulegu stjörnubreiðu, sem blasir við okkur á himinhvolf-
inu (1,25).
IV
Hvernig safnast vísindalegur fróðleikur upp á löngum tímabilum, og hve-
nær hafa orðið merkjanlegar breytingar á vísindalegum kenningum? Verða
breytingar á sviði vísinda smátt og smátt á samfelldan hátt, eða gerast þær
í byltingarkenndum stökkum? I dreifðu frumsamfélagi vísindamanna
mörgum öldum fyrir Krists burð getur samfella útskýrt tilveru margra
hugmynda og því virst sennilegri, sbr. það hvernig hugmyndir bárust frá
Babýlóníumönnum til Forn-Grikkja (1,24). Þegar nær dregur vísindabylt-
ingu sextándu og sautjándu aldar, verður annað uppi á teningnum, því að
þá fyrst fer samfélag vísindamanna að sjá dagsins ljós. Samtímis verða
ósamfelldar (byltingarkenndar) útskýringar á vísindalegri þróun alveg eins
sennilegar og hinar samfelldu. Enda hafa þær átt nokkru fylgi að fagna
meðal vísindasagnfræðinga og vísindaheimspekinga á síðari árum eftir að
bók Thomas S. Kuhn um Gerð vísindalegra byltinga sá dagsins ljós 1962.8
Það er ekki fyrr en undir lok fyrsta bindisins að afstaða Þorsteins Vil-
hjálmssonar til þessa vísindaheimspekilega atriðis verður ljós, og virðist
hann helst hallast að samfelluskýringum á þróun og vexti vísinda. (1,216-
217 og 225-226).
Nokkuð vantar á að ljóst verði af lestri verksins hvílík grundvallarbreyt-
ing verður þegar samfélög vísindamanna taka að myndast sem og það hvort
sama útskýring á vísindalegum breytingum dugi fyrir svona langt tímabil.
Kenning Kuhns um vísindabyltingar lýsir best breytingum hjá fámennum
og skýrt afmörkuðum hópi vísindamanna. Hann hefur beint sjónum sínum
að vísindabyltingum frá lokum miðalda, t. d. byltingu Kóperníkusar sem
fullkomnaðist í aflfræði Newtons. Það er ekkert því til fyrirstöðu að marg-
ar byltingar í skilningi Kuhns eigi sér stað. Vísindabylting sextándu og
sautjándu aldar var hins vegar ekki einskorðuð við eina fræðigrein, heldur
áttu sér stað miklar hræringar vítt og breitt í eðlisfræði, efnafræði, læknis-
fræði, stjörnufræði, stærðfræði og í öðrum vísindagreinum. Vísindafélög
með nútímasniði komust t. d. fyrst á laggirnar undir lok sautjándu aldar.9