Skírnir - 01.09.1989, Page 190
440
SKÚLI SIGURÐSSON
SKIRNIR
alda sýnt það greinilega, að andlegt líf þessara tíma var svo gagnsýrt af trú-
arlegri hugsun, að nánast er ógerningur að skilja baksvið vísindabyltingar
sextándu og sautjándu aldar án þess. I stuttu máli má segja, að menn hafi
haft trúarlega afstöðu til heimsins og veraldarinnar á þessum öldum.
Endurómur þessarar sagnfræðivakningar hefði mátt berast til lesanda.
Loks boðar vísindaleg hugsun nýaldar gjörbreytta afstöðu til heimsins.
Ef vel er að gáð eimir samt sem áður eftir af margvíslegri hugsun miðalda í
vísindakenningum við dögun nýaldar, og auk þess voru vísindamenn þess-
ara ára strangtrúaðir menn. Því er harla ólíklegt, að trúarleg hugsun hafi
torveldað vísindamönnum starf sitt. Jafnvel má vera að hin trúarlega af-
staða til veraldarinnar hafi gert þeim kleift og hvatt þá til að leita skýringa
á gangverki heimsins. Er skynsamlegt að leita þvílíkra útskýringa nema
nokkur vissa sé fyrir því að svara sé að vænta? Hefst ekki leitin á trúarlegri
fullvissu þess að gangverkið hafi verið búið til á skynsamlegan hátt og því
séu til skynsamleg svör um byggingu þess og lögmálsagann sem það lýtur?
VI
Umræða Þorsteins um rakhníf Ockhams og það sem Eyjólfur Kjalar
Emilsson hefur nefnt „regluna um verufræðilegan munað“ Islendinga á
sviði andatrúar er sérstaklega athyglisverð (1,210-11). Miðaldaheimspek-
ingurinn Vilhjálmur frá Ockham hélt fram þeirri skoðun að ástunda bæri
hagkvæmni í útskýringum, þ. e. það væri fánýtt að beita mörgum út-
skýringum ef færri dygðu.11 Utskýringar skyldu vera einfaldar oglangsótta
þætti þeirra og óþarfa aðskotahluti bæri að skera í burtu líkt og þegar úfið
hár og skegg manna er snyrt. Rakhnífurinn hefur reynst gagnlegt hjálpar-
tæki þegar ráða hefur þurft niðurlögum flókinna kenninga á sviði eðlis-
fræði og stjörnufræði og ryðja einfaldari kenningum braut. Skýrar hefði
mátt koma fram, að rakhnífurinn nýtist best í eðlisvísindum, þar sem ein-
faldleikinn hefur löngum verið hafður að leiðarljósi í kenningasmíði. Hann
á síður við í greinum eins og náttúrufræði, þar sem erfitt er að beita einföld-
um kenningum að hætti eðlisvísinda. Fjölbreytileiki lífríkisins er svo mikill
að það er nánast ógerlegt að lýsa breytileika hans á einfaldan hátt nema
e. t. v. í sameindalíffræði.
I síðara bindi verksins kemur berlega í ljós að þótt eyða megi villu-
kenningum og snyrta aðrar kenningar með einfaldleikann að vopni, verður
hann oft tvíeggja þegar ný fyrirbæri eru uppgötvuð. Tilgreind eru tvö dæmi
af þeim toga undir lok sextándu aldar. Annars vegar vakti ný sprengistjarna
mikla athygli þegar hún sást í fyrsta sinn árið 1572. Uppgötvun hennar
sannfærði Týchó um það að himinfestingin var ekki stöðug og eilíf. Hlutir
gátu myndast þar handan tungls í þeim hluta veraldarinnar sem tvískipt
heimsmynd Aristótelesar gerði ráð fyrir að væri óbreytanlegur. I
jarðneskum hluta veraldarinnar neðan tungls voru hlutir hins vegar for-
gengilegir og breytanlegir (11,35-36). Halastjarna sem Týchó hóf að athuga