Skírnir - 01.09.1989, Page 192
442
SKÚLI SIGURÐSSON
SKÍRNIR
lega fyrir Týchó og stjörnuathugunum hans á eyjunni Hven í Eyrarsundi
lauk (II,33).14
VII
Höfundur ræðir oft um samband stærðfræði og eðlisfræði eins og áður hef-
ur verið vikið að. Skiptir það máli að nú á dögum finnst mörgum að stærð-
fræðin teljist vart til raunvísinda (11,273 og 314)? Væri ekki vænlegra til
árangurs að gaumgæfa hvað vísindamenn fram til loka 17. aldar sögðu
sjálfir? Skörp skil á milli stærðfræði og eðlisfræði koma ekki til sögunnar
fyrr en á síðustu öld og tengjast uppgangi háskóla og vísindastofnana. Sú
breyting gerðist ekki jafnt í öllum þjóðlöndum, t. d. fyrr í Þýskalandi en á
Bretlandi.15 Ymsir stærðfræðingar sjá sér hag í því að aðgreina stærðfræð-
ina frá öðrum vísindagreinum með því að halda fram hreinleika hennar og
því að stærðfræðin sé frábrugðin öðrum raunvísindum. Það er án efa rétt að
stærðfræðin er öðruvísi en aðrar vísindagreinar og hefur gegnt mikilvægu
hlutverki í sögu stjörnufræðinnar eins og vel kemur fram við lestur bók-
arinnar. En eru ekki allar vísindagreinar á einhvern hátt frábrugðnar inn-
byrðis? Af hverju ætti að taka stærðfræðina sérstaklega út úr? Hvernig
stendur á því, ef stærðfræðin telst ekki til raunvísinda, að forvígismenn
margra fræðigreina hafa kappkostað að tileinka sér stærðfræðilegar aðferð-
ir og framsetningarmáta til að sveipa greinarnar raunvísindalegum hjúp?
VIII
Heimsmynd Þorsteins Vilhjálmssonar er mikilvæg bók þar sem hún er
fyrsta verk á sviði vísindasagnfræði, sem skrifað hefur verið á Islandi.
Helsta gagnrýni mín, eins og að framan greinir, er sú að æskilegt hefði verið
að leggja meiri rækt við aðferðafræðileg og heimspekileg vandamál á sviði
vísindasagnfræði til þess að vekja betur sagnfræðilega vitund lesandans. Þó
að söguskekkjan sé góðra gjalda verð þá er hún ofnotuð á kostnað blæ-
brigðaríkari skýringa og fjölbreyttari aðferðafræði. Þetta stafar hins vegar
að hluta til af því hvað fjallað er um langt tímabil í verkinu. Áður hefur ver-
ið nefnt að það er ótvíræður styrkur að segja vísindasöguna í stórum
dráttum. Af því leiðir hins vegar, að minna tækifæri gefst til að nýta sér
margt úr starfi vísindasagnfræðinga seinustu áratuga sem lýtur að af-
markaðri vandamálum og staðbundnum athugunum þar sem óþarfi er að
beita söguskekkjunni líkt og rætt hefur verið um fyrr.
Sem dæmi mætti nefna athuganir á hlutverki vísindafélaga í vísindabylt-
ingu sextándu og sautjándu aldar; tengsl athugana, tilrauna og kenninga;
mikilvægi Francis Bacon fyrir hugmyndafræði vísindanna við upphaf
sautjándu aldar; áhrif púrítanisma á vísindastarf Newtons og samtíma-
manna hans; áhuga aðalsmanna og konunga eftir siðaskipti á því að styrkja
stjörnufræðiathuganir; stöðu stjörnufræði og annarrar vísindastarfsemi í
heimi Araba, ekki síst í ljósi þess að frá þeim hafði borist mikið af þekkingu