Skírnir - 01.09.1989, Page 193
SKÍRNIR
ÞAR SEM HEIMSPEKI . . .
443
fornaldar til Vesturlanda við upphaf nýaldar; af hverju þungamiðja vís-
indastarfsemi flutti sig um set milli þjóðlanda frá sextándu til sautjándu ald-
ar (frá Italíu til Englands); nátengt því síðasta er spurningin um það hvort
gerð vísindakenninga mótist af því úr jarðvegi hvaða þjóða þær spretta;
mikilvægi stjörnuspeki í sögu stjörnufræðinnar; og hlutverk gullgerðarlist-
ar, nýplatónisma og ímyndar Fásts í þeim hræringum sem lauk með
vísindabyltingu sextándu og sautjándu aldar.
Svona væri lengi hægt að telja en það er einungis sökum þrotlausrar
vinnu Þorsteins Vilhjálmssonar á undanförnum árum að íslenskir lesendur
geta nú kynnt sér sögu stjörnufræði og heimsmyndar fram yfir daga New-
tons á aðgengilegan hátt. Auk þess hafa þeir nú forsendur til að halda
lestrinum áfram og velta ofangreindum spurningum fyrir sér.
Aftanmálsgreinar
Greinarhöfundur þakkar Jóni S. Guðmundssyni fyrir margvíslegar leið-
réttingar á handriti.
1. Páll Skúlason bendir á sömu atriði í bréfi sínu „Hvers er heimspekin
megnug?“ til Brynjólfs Bjarnasonar níræðs í Þjódviljanum 26. maí
1988, bls. 8-9.
2. Heimspekingurinn William James andæfði þessari skilgreiningu í
grein sinni „ Pragmatism’s Conception of Truth“ sem er sjötti fyrir-
lesturinn í bók hans: Pragmatism: A New Name for Some Old Ways
ofThinking (New York: 1907). Aukþess að vera aðgengilegur í seinni
útgáfum Pragmatism þá er fyrirlesturinn endurprentaður í greinasafni
hans: Essays in Pragmatism (New York: Hafner Press, 1948) sem var
ritstýrt af Alburey Castell og er fáanlegt í ritröðinni „The Hafner Li-
brary of Classics".
3. Varðandi þetta atriði sjá sígilda grein Thomas S. Kuhn „The Function
of Measurement in Modern Physical Science“ frá 1961. Hún hefur ver-
ið endurprentuð í greinasafni hans: The Essential Tension: Selected
Studies in Scientific Tradition and Change (Chicago/London: The
University of Chicago Press, 1977).
4. David Bloor ræðir um þetta samhverfuskilyrði í upphafi greinar
sinnar: „Wittgenstein and Mannheim on the Sociology of Mathema-
tics“, Studies in the History and Philosophy of Science 4 (1973), bls.
173-191.
5. Sjá m. a. eftirfarandi ritdóma: Atli Harðarson í Tímariti Máls og
menningar 49 (1988), bls. 512-518; Egill Egilsson í Skírni 162 (1988),
bls. 424-428; Guðmundur Heiðar Frímannsson í Morgunblaðinu 7.
október og 22. nóvember 1988; Helgi Skúli Kjartansson í Skírni 161
(1987), bls. 381-386; Loftur Guttormsson í Þjóðviljanum 20. desemb-
er 1986 og í Sögu 26 (1988), bls. 210-216; og Reynir Axelsson í DV 7.
júlí 1987.