Skírnir - 01.09.1989, Page 196
HJÖRLEIFUR RAFN JÓNSSON
Haltu hátíð
Árni Björnsson
Jól á íslandi
ísafold 1963.
Saga daganna
Hátíðir og merkisdagar
á íslandi og uppruni þeirra
Bókaforlagið Saga 1977.
Merkisdagar á mannsævinni
Gamlar venjur, siðareglur og sagnir
Bókaforlagið Saga 1981.
í jólaskapi
Bjallan 1985.
Þorrablót á íslandi
Örn og Örlygur 1986.
Hræranlegar bátíðir
Gleðskapur og guðsótti kringum páska
Örn og Örlygur 1987.1
I
I verki SÍNU um vísindabyltingar sýnir Thomas Kuhn fram á með fjölda
dæma að breytingar í iðkun hinna ýmsu raunvísinda voru ekki afleiðing af
„framrás skynseminnar" heldur breyttum viðmiðum. Með viðmiði vísar
hann til hugmynda manna um eðli veruleikans eða ákveðins hluta hans.
Viðmiðið felur í sér þær forsendur sem menn gefa sér og vinna útfrá, það
skilgreinir veruleikann og um leið hvað ber að gera innan hans, og felur í sér
ákveðna söguskoðun sem gerir viðtekna mynd veruleikans óumdeilan-
lega.2 Innan hvers viðmiðs er erfitt að sjá hvernig fólk getur skilið veruleik-
ann á annan hátt, hvernig önnur viðmið geta gengið upp, og eru þau yfir-
leitt skilgreind sem mistök, hugsanavillur, eða einhverskonar hjátrú.
Ymsir mannfræðingar hafa rætt um menningu á svipaðan hátt, sem kerfi
þeirra forsendna sem búa að baki orðum og gerðum fólks. I athugunum
sínum gera mannfræðingar ráð fyrir því að það sem fólk gerir sé röklegt,
hversu annarlegt sem það virðist við fyrstu sýn, og þeir grafast fyrir um
forsendurnar fyrir orðum og gerðum fólks.3 Spyrji maður af hverju fólk
gerir eitthvað er svarið yfirleitt á þá leið að svona hafi þetta alltaf verið, eða
fólk yppir öxlum og segir „afþvíbara". Helsta ástæða þess að fólk segir
hlutina alltaf hafa verið gerða á þann hátt sem það sjálft gerir er að
menningin skilgreinir veruleikann fyrir fullt og allt. Þegar fólk tileinkar sér
menningu fær það ekki í hendurnar handbók með þeim forsendum sem
liggja henni til grundvallar, heldur, einsog með viðmið í vísindum, lærir
það fyrst og fremst með því að gera hlutina, vera leiðrétt og reyna aftur
þangað til það gerir hlutina „á réttan hátt“ án þess að þurfa að velta þeim