Skírnir - 01.09.1989, Side 200
450
HJÖRLEIFUR RAFN JÓNSSON
SKÍRNIR
Sá var siður til forna að fagna miðjum vetri og hækkandi sól með
blótveizlu mikilli. Þar voru guðunum færðar fórnir og dýrum
slátrað, en þar sem guðirnir voru ekki matfrekir, munu þeir, sem
blótin sóttu, sjálfir hafa lagt sér kjötið til munns og mikill fagnaður
hafa af orðið. [...] Nú á síðasta aldarfjórðungi hafa ýmis átthagafé-
lög tekið upp þann sið að hafa þorrablót og láta bera þar á borð ís-
lenzkan mat, verkaðan að fornum hætti: reyktan, súrsaðan og
morkinn. Matur sá, sem þarna hefur verið á borðum, hefur verið
torfenginn ella, og hefur það verið sælkerum bæjarins nokkurt
áhyggjuefni.
[. . .] Hinn hugkvæmi veitingamaður í Nausti við Vesturgötu, Hall-
dór Gröndal, hefur nú gert ráðstafanir til að hér verði bót á ráðin.
Frá og með deginum í dag geta menn fengið þar í veitingahúsinu sér-
staklega tilreidda íslenska máltíð [.. .]. Maturinn verður reiddur fram
í trogum. Hafa þau verið smíðuð sérstaklegafyrir veitingahúsið eftir
trogi í Þjóðminjasafninu. (ÞBL: 116)
Vísun til fortíðarinnar er að mörgu leyti lykillinn að því að vera góður
Islendingur, og tekur á sig ýmsar myndir. Fyrstu auglýsingar blómasala á
bónda(dags)blómum á fyrsta degi þorra voru árið 1980, og skyldu þær ná
eyrum og aurum íslenskra kvenna.
Fáum árum síðar mátti heyra unga konu svara því til í útvarpsviðtali
að hún gæfi manni sínum blóm á bóndadaginn til að „viðhalda þess-
um gamla sið“. (ÞBL: 94)
IV
Islendingar líta ekki á tungumálið sem eitthvað lifandi, eitthvað sem fólk
vinnur úr og leikur sér með í daglegu lífi sínu.12 Eins er það með menning-
una. Ekki er litið á íslenska menningu sem eitthvað sprottið úr hversdags-
veruleika fólks heldur fyrst og fremst sem bókfesta hefð, og þjóðin hefur
sérfræðinga í því að skilgreina hvað er rétt og hvað rangt. Sum menning er
góð og önnur ekki, sbr. þær deilur sem urðu um textagerð Bubba Morthens
haustið 1980.
Fjölmiðlar og allur almenningur líta á Arna Björnsson sem siðameistara
þjóðarinnar. Hvenær sem „þjóðlegir" dagar eru í nánd er haft samband við
hann og hann beðinn að skýra frá sögu viðkomandi siðvenju. Með því að
rekja sögu hinna ýmsu siða löggildir hann þá, gerir siðina „íslenska“. Þar
sem Árni grefst fyrir um fortíð ýmissa siða og sagna er hann gerður að yfir-
valdi í þessum efnum. Þjóðernisviðmiðið, sem gat af sér hin mörgu þjóð-
sagnasöfn og ýmislegt annað, þarf yfirvald sem sker úr um hvað jólasveinar
eru margir, hvernig þorrablótum skuli háttað, og þar frameftir götunum.