Skírnir - 01.09.1989, Side 201
SKÍRNIR
HALTU HÁTÍÐ
451
Það er þörf fyrir yfirvald til að skilgreina hefðina, það sem gerir okkur öll
að Islendingum.13
Þörfin fyrir siði í neytendapakkningum, þ. e. staðlaða og svipta öllu sam-
hengi, er hluti af borgaralegri þjóðernishyggju 20. aldar. Utvarpserindi
Jóns Eyþórssonar frá 20. mars 1939 er ein birtingarmynd hennar:
Þjóðlíf okkar er yfirleitt fátækt af erfðavenjum, mun fáskrúðugra
heldur en hjá frændþjóðum okkar. Við höfum verið fljótir að kasta
fyrir borð og gleyma þeim erfðavenjum sem við áttum og stundum
reynt að taka upp útlendar erfðavenjur í staðinn, en þær lognast
ýmist út af vegna okkar staðhátta eða hafa ekki ennþá runnið okkur
svo í merg og bein, að þær hafi fengið þjóðlegan blæ eða framkalli
ósjálfrátt þjóðlegt bergmál í hugum okkar. (ÞBL: 89)
Að nokkru leyti sinnir Arni þörf landsmanna fyrir staðlaða forna siði.
Bæði Saga daganna og Merkisdagar á mannsævinni eru meira og minna án
vísana í þær heimildir sem byggt er á, og í því formi býður efnið glannaleg-
um alhæfingum heim, burtséð frá varnaðarorðum Arna þar að lútandi í for-
mála hvorrar bókar. Viðleitnin til að sinna hefðaþörf landsmanna kemur
einnig fram í formála bókarinnar um þorrablót:
Forstöðumenn eða veislustjórar hafa ósjaldan þóst harla fákunnandi
um sögu þessarar venju eða þorrahald yfirleitt. Þeir hafa því átt í
brösum við að leita sér heimilda, enda fyrirvari einatt skammur.
Vonandi hafa menn úr einhverju að moða í því efni, sem hér fer á eft-
ir og notast mætti við í slíkum mannfagnaði. (ÞBL: 7)
/ fyrstu bók sinni, Jól á íslandi, ræðir Árni
... um það hversu Islendingar hafa hagað jólahaldi sínu allt frá upp-
hafi Islandsbyggðar og fram á 20. öld. Er þar bæði um að ræða heið-
in jól og kristin, jól frá trúarlegu sjónarmiði, almennar athafnir
manna á jólum, sem að einhverju leyti eru frábrugðnar hinu venju-
bundna, daglega lífi, sérstök félagsleg tiltæki í sambandi við jólin, og
loks hugarfóstur og hjátrú, sem ímyndunarafl manna hefur getið af
sér. (//••/)
Bókin / jólaskapi er byggð á efni Jóla á íslandi, en bætt er við efni um
ýmislegt sem nýlega tilheyrir jólahaldi hérlendis, gerð er stuttlega grein
fyrir jólahaldi í 23 öðrum löndum, og efnið er blandað skáldskap, þjóðsög-
um og brotum úr Islendingasögum sem tengjast á einhvern hátt jólunum.
/ Þorrablótum á íslandi ræðir Árni um þorrablót í heiðni, á síðari öldum,
og endurvakningu þorrablóta, sem þegar hefur verið minnst á. Auk þess
eru birtar 26 þorrahlótsvísur frá 1863 til 1910, 7 þorrabragir frá 17. öld og