Skírnir - 01.09.1989, Page 203
SKÍRNIR
HALTU HÁTÍÐ
453
fólks um veruleikann, og ber að skoða í samhengi við aðrar slíkar hug-
myndir og í ljósi þess veruleika sem fók býr við.
Eg tel til dæmis ekki til neins að velta vöngum yfir því hvort fólk segist
trúa á yfirnáttúrulegar verur, og þá hvað mörg prósent landsmanna játa því.
Það getur hinsvegar leitt ýmislegt í ljós hvað fólk segir varðandi slíkar
verur, og hvernig það lætur í ljósi þess að tilvist slíkra vera sé rökleg. Grýla
hefur lengi verið talin til þjóðtrúar, og fólk veltir vöngum yfir réttum fjölda
jólasveina. Þetta er saga sem fullorðnir sögðu börnum lengi vel, og það er
engin rétt útgáfa af sögunni heldur verður að skoða allar útgáfur hennar17
og láta reyna á hvort efni sögunnar í heild sinni hefur eitthvað að gera með
raunveruleika þess fólks sem segir hana.
I þeim fjölmörgu útgáfum sem til eru af 16. til 19. aldar Grýlukvæðum18
er því lýst að Grýla kemur í ákveðna sveit um jólaleytið og ferðast á milli
bæja í leit að óþægum börnum, sem hún þá étur (ein eða með fjölskyldu
sinni). Hún spyr húsráðendur um hátterni barnanna, og í flestum tilvikum
svara þeir því til að þau hagi sér vel og fari reglulega með bænir. Hún er því
send á aðra bæi, stundum eftir að hafa fengið einhvern annan mat frá hús-
ráðendum. I öllum útgáfum sögunnar er teflt saman andstæðunum Fjöll:
Láglendi :: Tröll: Kristni :: Börn: Fullorðnir :: Dauði : Líf. Börn geta ekki
varist þessari ógnun á eigin spýtur, þau eru háð þeirri vernd sem fullorðnir
geta veitt, og þau draga úr þeirri hættu sem steðjar að lífi þeirra með því að
hlýða fullorðnum og fara með bænir. Vernd gegn þessum óvætti kemur frá
kristnum öndum og því að tilheyra samfélagi kristinna. Eftir fermingu
steðjar fólki ekki lengur hætta af tröllum þessum, fólk er kristið. Börn eru
ekki kristin og geta ekki lifað sjálfstæðu lífi, þau eru háð vernd fullorð-
' 19
ínna.
Þá er að spyrja hvort þessi túlkun hafi eitthvað að gera með veruleika
þess fólks sem sagði söguna. Hún er sprottin úr samfélagi smábænda á 16.
til 19. öld. Um miðja 16. öld voru siðaskiptin, og voru eignirkirkna gerðar
að konungseign. Siðaskiptin réttlættu ýmsar hagrænar breytingar, og sam-
þjöppun auðs jókst til muna á sautjándu öld. A þessum tíma voru hús-
ráðendur í 95% tilvika leiguliðar.20 Aðgangur að jörðum var ógreiður, og
stór hluti fólks var vinnufólk fram að 35 ára aldri, sumir alla ævi. Burtséð
frá raunverulegum aldri þessa fólks var það kallað ungdómur. Börn til-
heyrðu þessum hópi fólks frá um 15 ára aldri.21 Nokkuð var um að börn
væru send til vinnumennsku á aðra bæi, og um 20% ungmenna voru send
í vinnumennsku af yfirvöldum.22 Þótt börn hafi verið sett til vinnu á unga
aldri sinntu þau öðrum störfum en fullorðnir, og voru ekki látin vinna eins
mikið. Við fermingu urðu svo börn fullorðin, þau voru látin vinna sömu
störf og af sama kappi og fullorðnir.23 Því eru bæði hugræn og hagræn skil
á börnum og fullorðnum. Sú vernd sem fullorðnir veita börnum í goðsög-
unni um Grýlu er ekki bara eitthvað í hausnum á fólki, börn geta ekki unn-
ið fyrir sér og eru heimilismenn upp á náð og miskunn fullorðinna húsráð-
enda.