Skírnir - 01.09.1989, Qupperneq 204
454
HJÖRLEIFUR RAFN JÓNSSON
SKÍRNIR
Jólakötturinn er sprottinn úr sama veruleika. Álag á vinnufólk var mikið
síðustu vikurnar fyrir jól og jókst eftir því sem nær dró hátíðinni. Yfir sjálf
jólin voru ekki nema nauðsynlegustu störf unnin. Sem laun fyrir afköst sín
fékk vinnufólk einhvern nýjan fatnað frá húsráðendum, en þeir sem ekkert
fengu voru sagðir fara í jólaköttinn.24 Þeir sem ekki hafa unnið til velþókn-
unar húsráðenda fá enga nýja flík um jólin og vistarráðning þeirra verður
að öllum líkindum ekki endurnýjuð. Rétt einsog með börn gagnvart Grýlu
er vinnufólk varnarlítið gagnvart jólakettinum, það er háð þeirri vernd sem
húsráðendur veita þeim. Vald og vernd eru tvær hliðar sama penings í þess-
um sögum af Grýlu og jólakettinum, vald og um leið vernd fólks eykst eftir
því sem það eldist og hefur meira efnahagslegt sjálfstæði.
Dæmi um vel unna samþættingu hugrænna og hagrænna atriða í sögu-
legri greiningu á íslensku mannlífi er hvernig Gísli Pálsson tekur ýmsar
þjóðsögur og vinnur úr þeim skilning á hugmyndum Islendinga fyrri tíma
um eðli samskipta manns og náttúru, um fiskni o. s. frv., og tengir það hag-
rænum og félagslegum þáttum tengdum fiskveiðum. Hugmyndir íslend-
inga um fiskni og annað i samskiptum manna við umhverfið hafa breyst
mjög á þessari öld frá því sem áður var, og Gísli sýnir með sterkum rökum
að hugmyndaheimur fólks er ekki skynvilla eða trúaratriði í lausu lofti
ímyndunaraflsins, heldur er hann sprottinn úr daglegu lífi fólks og gefur
ýmsar upplýsingar um þann veruleika sem það býr við og hvernig það
vinnur úr honum.25
Það er kannski vegna óánægju yfir þeim úreltu túlkunaraðferðum sem ég
hef gagnrýnt hér að Árni hefur upp á síðkastið reynt að skýra ýmis atriði
mannlífsins „jarðlegum skilningi“.26 Hann reynir þar að finna hagrænar
rætur siða einsog t. d. föstu. Er vel þess virði að láta reyna á slíkar skýringar.
Rétt einsog þjóðsögur ýmis konar þarf að skoða í sínu rétta samhengi og
sem kerfi hugmynda en ekki einstakar sögur, þarf að taka hátíðir fyrir sem
heild og gaumgæfa hvaða upplýsingar þær geta veitt um þjóðfélag og
menningu hér á landi. Það er til dæmis langt í frá að þær hátíðir sem Árni
rekur í bókinni Þorrablót á íslandi, frá upphafi íslandsbyggðar til nútím-
ans, eigi mikið sameiginlegt. Hátíðir á þjóðveldisöld, þær sem minnst er á
í íslendingasögum og viðlíka ritum, voru hátíðir höfðingja. Á þeim tíma,
áður en hér var komið á ríkisvaldi sem tryggði stöðu valdamanna, var mikil
samkeppni um vald, og þeir sem hugðust ná völdum þurftu fylgjendur.
Höfðingjar tryggðu sér fylgjendur að miklu leyti með því að sýna fram á að
þeir væru verðir stuðnings og gætu styrkt bandamenn sína. Til að sýna
fram á að þeir væru höfðingjaefni þurftu menn að berast á, meðal annars að
halda stórar hátíðir. Eftir þennan tíma er nokkuð um að valdamiklir menn
haldi hátíðir, en meira er um hátíðir smábænda á hverjum bæ fyrir sig. Þar
er um allt annað hagrænt samhengi að ræða, og vitanlega verður það að
fylgja í umfjöllun um sögu og eðli hátíða. Hvað þorrablótum viðvíkur þá
er ég reyndar á því að óumdeilanleiki þeirra núorðið villi Árna sýn, að hann
geri að þorrablótum það sem var eitthvað annað eða óljósara. Fram að 19.