Skírnir - 01.09.1989, Síða 206
456
HJÖRLEIFUR RAFN JÓNSSON
SKÍRNIR
Vald og vernd eru þær forsendur sem fólk vinnur útfrá, jafnt í hversdags-
lífi sínu, í samskiptum við yfirboðara, og í því sem er flokkað til trúar,
þjóðtrúar eða kristni.281 þessu ljósi hættir það að skipta máli hvaða útgáfa
af þjóðsögu eða sið er elst, upprunalegust eða réttust. Það er engin ein rétt
útgáfa heldur vinnur fólk útfrá ákveðnum forsendum og við ákveðin fé-
lagsleg skilyrði, og til að skilja viðkomandi fólk og menningu þess þarf
maður að vita útfrá hverju það gengur og að kunna skil á því þjóðfélagi sem
það býr við. Fólk getur unnið á margvíslegan hátt úr sömu forsendunum,
og einskorðist greining á menningu við yfirborðsgerðir menningarinnar
þarf sérstaka greiningu fyrir hvert tilbrigði sama stefsins, og greiningunni
er aldrei lokið því alltaf má eiga von á nýrri birtingarmynd ákveðins fyrir-
bæris.
Samhengi „endurreistra“ þorrablóta undir lok síðustu aldar er fyrst og
fremst sú fornaldarrómantík sem var hluti af sjálfstæðisbaráttunni, og
veislumenning nútímans að viðbættri siðaþörf er vænlegra sem skýring á
þorrablótum nútímans en að um sé að ræða þá órofnu sögu þorrablóta frá
upphafi Islandsbyggðar sem Arni gefur í skyn (ÞBL: 95-6).
Hátíðir eru ekki óháðari þjóðfélagslegu samhengi en hugmyndir um
veruleikann, og er úr miklu efni að moða. Er vonandi að með því viðamikla
heildarverki um hátíðisdaga Islendinga sem Árni vinnur nú að fáist betri
mynd en áður af hlutverki hátíða í þjóðlífinu, og því hvernig hátíðir hafa
breytt um svip með breyttu þjóðfélagi. Miklu varðar að varpa ljósi á það
hvernig fólk skapar sér menningu úr daglegu lífi og í daglegu umhverfi
sínu, innan ramma þeirrar samfélagsgerðar sem það býr við.
Athugasemdir og tilvísanir
1. Ég vísa til verka Árna á eftirfarandi hátt:
HH: Hrœranlegar hátíðir.
JÍ: Jól á íslandi.
JSK: í jólaskapi.
MM: Merkisdagar á mannsœvinni.
SD: Saga daganna.
ÞBL: Þorrablót á íslandi.
2. Thomas Kuhn (1970), The Structure of Scientific Revolutions. 2. útg.
Chicago: University of Chicago Press.
3. Sjá t.d. A. F. C. Wallace (1970), Culture and Personality 2. útg., eink-
um 3. kafla. New York: Random House; W. Goodenough (1956),
„Residence Rules.“ Southwestern Journal of Anthropology 12: 22-37;
R. M. Keesing (1967), „Statistical Models and Decision Models of
Social Structure: A Kwaio Case.“ Ethnology 6: 1-16; E. P. Durren-
berger (1980), „Belief and the Logic of Lisu Spirits." Bijdragen tot de
Taal-, Land-, en Volkenkunde 136:21-40;ogN.Tannenbaum(1987),