Skírnir - 01.09.1989, Page 213
SKÍRNIR
WOLFGANG EDELSTEIN . . .
463
argerð og uppeldisreglur ráðist að verulegu leyti af samfélagsgerð-
inni, atvinnuháttum og fjölskylduskipan. Breytingar á samfélags-
gerðinni samfara þéttbýlismynduninni hafi verið hraðari og dýpri
en svo að meðvitað nám og uppeldi hafi getað brugðist við þeim á líf-
rænan máta. Þetta misgengi og tiltölulega fálmkennd viðbrögð við
því liggi til grundvallar ýmsum vandamálum sem skólarnir eiga í
höggi við (bls. 10—11, úr samantekt Wolfgangs í inngangsorðum).
Flestar greinanna sem Wolfgang skrifaði um þetta efni skrifaði hann á ár-
unum í kringum 1970 og fyrr þegar framfarahyggja var alls ráðandi í heimi
vísinda og tækni og hinn vestræni heimur hafði búið við nær stöðugan hag-
vöxt frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Vísindatrú Wolfgangs er að sjálf-
sögðu ekki orðin til í tómarúmi. Efnahagssamvinnu- og -þróunarstofnunin
(OECD) bjó til fjölmargar skýrslur um nútímavæðingu („moderniza-
tion“) Islands í ráðherratíð Gylfa P. Gíslasonar á sjöunda áratugnum. Iðn-
væðing var áætluð, virkjanir skipulagðar, vísindastefna mótuð og sérstöku
Rannsóknaráði komið á laggir. Ætlunin var að styrkja hagkerfi landsins
með iðnvæðingu. Menntun var ætlaður stór hlutur í þessari uppbyggingu
enda stuðst við kenningar um mannauð („human capital theory“). Slíkar
kenningar gera ráð fyrir að menntun stuðli að hagvexti. Framtíðin þótti
björt - ef við aðeins hefðum gæfu til að taka skynsamlegar ákvarðanir um
þessi efni. I þessu andrúmslofti var ekki spurt spurninga um pólitískar eða
þekkingarfræðilegar undirstöður vísindahyggju eða menntastefnu, heldur
magn og gæði þekkingar og fræða. Til slíkrar ráðgjafar var Wolfgang
fenginn.
Kenning Wolfgangs Edelsteins er í fullu samræmi við samfélagskenn-
ingu þá sem kennd hefur verið sem inngangsfélagsfræði í flestum íslenskum
framhaldsskólum sl. tíu til fimmtán ár. Wolfgang ber oft saman bernsku
samtíðar og fortíðar en honum er fullljóst að hann alhæfir. Þessi greining-
araðferð „yddaðra lýsinga (ideal types)“, eins og Wolfgang orðar það, er
enda í fullu samræmi við þær félagsfræðihefðir sem Wolfgang nýtir sér,
ekki síst kenningar Max Webers, Emiles Durkheims og Basils Bernsteins
ásamt ýmsum tegundum formgerðarstefnu (strúktúralisma) og fyrirbæra-
fræði (,,phenomenology“).
Wolfgang verður vart sakaður um margháttaðar takmarkanir þessara að-
ferða til sjá hlutina í pólitísku og sögulegu samhengi. Þrátt fyrir þessar tak-
markanir eru sumar lýsingar Wolfgangs með því skýrasta sem ég hefi séð
ritað um íslenskt þjóðfélag. A hinn bóginn tel ég að lausn hans á slæmu
ástandi menntunar, að herða sókn til eflingar „upplýstrar og fagmannlegrar
kennslufræði" og „virks náms“ (bls. 13), breyti litlu um pólitísk markmið
menntunar eða mátt vísindalegra raka til að breyta skipan mála sem byggð
er á pólitísku valdi. Lykilorð á borð við framfarir og vísindi breiða hulu
yfir pólítískt inntak menntunar.