Skírnir - 01.09.1989, Page 214
464
INGÓLFUR Á. JÓHANNESSON
SKIRNIR
Að fara úr fötum sérfræðings
Kannanir Þórólfs Þórlindssonar og Ingvars Sigurgeirssonar [sjá
heimildaskrá] hafa sýnt svo ekki verður um villst [svo!] að viðhorf
kennara eru afar íhaldssöm eftir sem áður og kennslufræði þeirra
miðar mest að minnisnámi á grundvallaratriðum án þess að skóla-
stefna undanfarinna áratuga hafi breytt þar miklu um (bls. 13, skrif-
að 1988).
I þessum orðum er þjappað saman í hnotskurn sameiginlegri skoðun
þeirra sem stóðu að menntaumbótum Skólarannsóknadeildar og margra
annarra, þeirri skoðun að lítið hafi breyst í íslenskum skólastofum á sl.
aldarfjórðungi. Wolfgang gefur í skrifum sínum tvær meginskýringar á því
að umbætur þær sem hrint var í framkvæmd á vegum Skólarannsókna-
deildar hafa ekki orðið jafnáhrifamiklar og hann vildi. Sú fyrri kemur fram
í tilvitnuninni hér að ofan (íhaldssamir, fastheldnir kennarar); sú síðari er
að vísindaleg rök hafi ekki hrokkið til að hrófla við fastheldni kennara og
yfirvalda (bls. 272, 274). Hvort tveggja kann að vera hárrétt en þessu
tvennu má þó engan veginn rugla saman. Það er eitt að vera ósammála fólki
um grundvallarmarkmið kennslu og annað að álíta að leti eða fastheldni við
gamlar eða úreltar kennsluaðferðir ráði úrslitum. Ef vígorð Wolfgangs,
„íhaldssöm viðhorf“, merkir í raun og veru að meginmarkmið menntunar
hér á landi séu ekki þau réttu, verður að segja það í orðum sem verða alls
ekki skilin þannig að kennarar séu latar manneskjur sem nenni ekki að
vinna fyrir kaupinu sínu. Eins og Wolfgang orðar það á einum stað: „lítil-
virk og óstyrk starfshefð og fagvitund íslensku kennarastéttarinnar“
(bls. 8). Þetta er hægt að (mis)skilja á ýmsan máta.
Sem ráðgjafi Menntamálaráðuneytis hafði Wolfgang opinberu hlutverki
að gegna, hlutverki sérfræðings sem ekki var ætlað að þjóna flokkspólitísk-
um sjónarmiðum. Þegar Wolfgang var „leystur frá störfum" hjá ráðuneyt-
inu skipti hann um gír og tók að gagnrýna opinbera skólastefnu á opinská-
an hátt. Erindi Wolfgangs á árinu 1985 í Chicago og Reykjavík bera þess
glögg merki. A hinn bóginn urðu fataskiptin ekki eins afdráttarlaus og
æskilegt hefði verið: sérfræðingurinn var nú orðinn að véfrétt. I stað þess
að heyra í einstaklingi með skynsamleg rök ein að vopni, þá heyrðum við
strangar og valdsmannslegar kröfur til kennara um að vinna meira. Þegar
Wolfgang Edelstein, fyrrum einkaráðgjafi íslenskra stjórnvalda, segir að
viðhorf kennara séu „íhaldssöm" hefur það allt annað og meira vægi heldur
en ef ég fullyrði að kennarar séu manneskjur fullar af manngöfgi og ástríki
í garð barna og unni sér engrar hvíldar við að uppfræða þau á sem bestan
hátt.
Tal Wolfgangs um kennara og fagvitund þeirra í stað vinnu að þróun
námsefnis og námsskipunar er ekki eingöngu til komið vegna hins ótíma-
bæra brotthvarfs hans frá ráðuneytinu. A alþjóðlegum vettvangi er nú æ
meira talað um mikilvægi kennara, andstætt því sem var fyrir 20 árum er ís-