Skírnir - 01.09.1989, Síða 215
SKÍRNIR
WOLFGANG EDELSTEIN . . .
465
lensku menntaumbótunum var hrundið af stað. ítarlegar skýrslur hafa ver-
ið gefnar út í Bandaríkjunum um ástand kennaramenntunar og rannsóknir
á hugsun kennara er stór þáttur í starfi kennaramenntunarstofnana. Þannig
er staðhæfing Wolfgangs, „Það er líklegt að nú séu tímamót í hlutverka-
greiningu kennara, gamalt starfsform að hníga til viðar en ný hlutverka-
greining að renna upp“, ekki náttúrulögmál (bls. 63, fyrst birt 1987). Sú
staðreynd að Wolfgang Edelstein er sjálfur að gera „fagmennskukröfur“ til
kennara, kröfur um að leggja harðar að sér og leggja meiri áherslu á nám I
uppeldisvísindum, er líkleg til að flýta fyrir hinum meintu tímamótum.
Á hálli braut faghyggju
I þessu sambandi geta kennarar tekið læknastéttina sér til fyrir-
myndar. Líkt og breyttar námsforsendur verða heilsufarsbreytingar
raktar til breytinga á samfélagsgerðinni, til nýrra vinnuhátta, lífs-
máta og næringarvenja. En heilbrigðisstéttirnar hafa brugðist við og
tekið ábyrgð á þeim aðgerðum sem þær töldu þörf á. Nám læknanna
og starfsendurnýjun, viðbótarmenntun og endurmenntun, gerð
heilbrigðisstofnana og skipulag starfsins er í þeirra höndum. Það má
gagnrýna læknastéttina fyrir margt - meðferð hennar á valdi sínu
og ónæmi fyrir læknatengdum kvillum félagskerfisins. En það má
sannarlega læra fagvitund og faglega ábyrgð af læknunum (bls. 161-2,
ræða haustið 1985, endurskoðuð fyrir þessa útgáfu).
I beinu framhaldi feitletrar Wolfgang orðin fagvitund, starfsþekking og
fagmennska. (I frumbirtingu greinarinnar í Nýjum menntamálum (1985,
bls. 8) notaði hann orðið „prófessionalismi“ í stað orðsins fagmennska.)
Einnig spyr Wolfgang: „Höfum við ekki gert róttækar umbætur á starfs-
undirbúningi kennara og menntun, lögfest nám þeirra á háskólastigi,
m. ö. o. skilgreint þá sem háskólamenntaða fagmenn, og þar með kennsl-
una sem „profession“ en ekki „job“?“
Mig langar að skyggnast örlítið á bak við tjöld „prófessionalismans" og
útskýra hvers vegna það hugtak, þrátt fyrir íslenskun þess (og þar með að
nokkru leyti nýmerkingu hugtaksins) með orðinu fagvitund og fleiri
orðum, er varhugavert. Umfjöllun mín tekur einkum mið af bandarísku
samhengi enda byggð á bandarískum heimildum að mestu (Bledstein 1976,
Collins 1979, Larson 1977 o. fl.).
„Prófessionalismi“ á sér, eins og Wolfgang nefnir, sögu sem tengist
læknastéttinni og ýmsum fleiri starfsstéttum, svo sem lögfræðingum og
verkfræðingum - í stuttu máli hópum sem hafa haft pólitískt afl til að
treysta stöðu sína og virðingu. Slíkum stéttum má líkja við töframenn forð-
um sem bjuggu yfir þekkingu sem almenningur hafði ekki aðgang að. Nú
á dögum er það gjarna hluti af fagmennsku að skapa sérstakt tungumál sem