Skírnir - 01.09.1989, Blaðsíða 217
SKÍRNIR
WOLFGANG EDELSTEIN . . .
467
fræðilegra lausna á, sbr. umfjöllun fyrr í greininni um þátt Efnahagssam-
vinnu- og -þróunarstofnunarinnar. Einn helsti gallinn í menntaumbótum
Skólarannsóknadeildar er sá að þær byggðust á vísindahyggju sem sér-
fræðingar telja sig ekki þurfa að rökstyðja. Pess í stað álít ég að það þurfi
að athuga gerð og undirstöður þjóðfélagsins. Spyrja þarf pólitískra spurn-
inga um eðli menntunar, þ. m. t. eðli hugmynda Piagets, Kohlbergs og ann-
arra hugmynda er voru og eru leiðarljós í íslenskri kennaramenntun, t. d.
spurninga um hæfni þessara kenninga til að jafna stöðu karla og kvenna,
dreifbýlis og þéttbýlis, o. s. frv. Getur verið að kennarar, fórnarlömb
feðraveldis, hafi áttað sig á því að menntaumbæturnar færðu hvorki þeim
né börnunum bættan heim; hafi einfaldlega haft aðra skoðun en umbóta-
sinnar? Að kennararnir hafi þegar allt kemur til alls verið harðduglegir og
framsýnir en hafi annað lífsmat en Wolfgang og aðrir sérfræðingar Skóla-
rannsóknadeildar? Framfarir og umbætur eru pólitísk og siðferðileg hug-
tök sem aldrei verða metin með algildum mælikvörðum sérfræði og vís-
inda.
Hugmyndafræði fagmennsku getur einnig skerpt andstæður meðal
kennara, t. d. á milli leiðtoga kennara og annarra kennara, á milli kennara
með „gamla“ kennaraskólaprófið ogkennarameð yfirgripsmeiri þekkingu
á afmörkuðum sviðum þroskasálfræði, á milli karla og kvenna, á milli
grunnskóla- og framhaldsskólakennara. Svona mætti lengi telja. Hvaða
ástæða er fyrir eðlisfræðidoktorinn sem kennir í 4. bekk menntaskóla til að
líta á sig í sömu „stétt“ og sex ára bekkjar kennarinn (t. d. kona sem kennir
í hálfri stöðu)? Mann sem álítur börn og unglinga vera verur sem hann á
bjarga frá glötun vanþekkingar. Mann sem álítur að barnakennarar séu
álíka þekkingarsnauðar verur og börnin. Hann vill sem minnst hafa saman
við barnakennara að sælda, kannski einmitt vegna þess að þeir eru sér-
fræðingar í „fúski og ieikjum“ eins og Guðmundur Magnússon sagði (sjá
Morgunblaðið 18. febrúar 1984) og frægt hefur orðið, líklega einkum að
tilstuðlan Jónasar Kristjánssonar sem ritaði sérstakan leiðara í DV undir
heitinu „Fúsk og leikir“ (23. febrúar 1984). Fagvitundarherferð Wolfgangs
gerir vissulega ekki sérstaklega mikið úr eðlisfræðidoktornum og rauninni
minna úr honum heldur en barnakennurum sem hafa misvíðtækan bak-
grunn í sálfræði. Afleiðingin er sú að í stað þess að sameina kennara fram-
haldsskóla með langa sérfræðimenntun á afmörkuðum sviðum og barna-
kennara með langa reynslu og þekkingu á börnum, þá sundrar fagvitundar-
herferðin báðum þessum hópum frá þeim sem telja sig þekkja kenningar
Piagets og Kohlbergs betur.
Það verður að þakka skarpskyggni Wolfgangs að hann viðurkennir tak-
mörkun þroskasálfræði Piagets til að fást við pólitísk viðfangsefni:
„Takmörkun Piagets felst hins vegar í því, að hann [. .. ] kannar ekki hinn
félagslega vettvang þroskaskilyrðanna“ (bls. 167, úr fagvitundarræðunni
haustið 1985). Wolfgang fjallar á hinn bóginn um lausnina sem „tæknilegt"
vandamál: