Skírnir - 01.09.1989, Page 219
SKÍRNIR
WOLFGANG EDELSTEIN . . .
469
Hér er ekki fast að orði kveðið enda heldur Ólafur áfram: „Skýringar eru
torfundnar“. Skyldi vegur Margrétar Thatchers og nýíhaldsstefnu ekki
ráða einhverju þar um? Það væri sannarlega gleðilegt ef kennarastéttin gæti
tekið sér vald til að skipuleggja skóla með nýjum hætti. En er skynsamlegt
að búast við því að kennarastéttin gangi sameinuð til leiks gegn skrifstofu-
veldinu? Hvað með baráttu gegn auðvaldsskipulagi eða feðraveldi?
Hverjir eru leiðtogar íslensku kennarastéttarinnar? Eru það „kennslu-
fræðingar", svo ég noti uppáhaldsskammaryrði nýíhaldsstefnumanna úr
sögukennsluskammdeginu, eða eru það starfandi bekkjarkennarar? Geta
ekki núverandi forystumenn og -konur kennara orðið skrifstofuveldi að
bráð? Gætu þau ekki orðið nýrri fastheldni að bráð, t.d. fastheldni á afbök-
uð sjónarmið Piagets og Kohlbergs? Fastheldni á vísindahyggju og sál-
fræðilegar og tæknilegar lausnir á pólitískum vandamálum íslenska auð-
valdsskipulagsins, íslenska feðraveldisins og íslenska skólakerfisins gæti í
náinni framtíð orðið hærri þröskuldur en fastheldni á minnisnám (sbr.
bls. 13 hjá Wolfgang). Þá væri sannarlega að mínu mati verr af stað farið en
heima setið. „Prófessionalismi“ gæti jafnvel orðið til að þess að ljá einhverj-
um kennurum tungumál til að verja gildi sem eru íhaldssöm að mati
Wolfgangs!
Að lokum
Það er sannarlega ekki ætlunin með þessum aðvörunum að draga úr áhuga
og ákafa forystu kennarasamtakanna til að bæta skólastarf. Raunar eru
þessi orð einnig sjálfsgagnrýni því að ræður Wolfgangs haustið 1985 urðu
til þess að ég skrifaði nokkrar greinar í D V um nauðsyn þess að efla fagvit-
und og virðingu fyrir starfi kennara. Þessum orðum er þó ætlað að vera til
varnaðar því að ganga of langt. Ef t. d. kennarasamtökin búa til siðareglur,
eins og tíðkast meðal starfsstétta á borð við lækna og lögfræðinga, gæti það
þá undir einhverjum kringumstæðum talist „gott starf“ sem bryti í bága við
eina þeirra? Er ekki hægt að svindla á slíkum siðareglum og vinna börnum
tjón án þess að brjóta þær? Ef einstaklingur hefur ekki sjálfstætt siðamat í
sinni innri manneskju breyta reglur litlu um. Siðareglur er ekki hægt að búa
til á skrifstofu, bara breyta eftir þeim.
Þessi grein er einnig skrifuð til að undirstrika virðingu mína fyrir fram-
lagi Wolfgangs Edelsteins til íslenskra menntamála og skólamálaumræðu.
Framlag hans er til þess fallið að stuðla að vandaðri umræðu en tíðkast hef-
ur og við þurfum vandaða umræðu um menningarmál í víðtæku samhengi
í mörgum bókum og mörgum tímaritum á íslensku. Fagvitundarumræðan,
þrátt fyrir efasemdir mínar um forsendur prófessionalismahugtaksins sem
hún hefur rætur í, hefur að ýmsu leyti orðið til góðs. Eg býð ekki fram
„betri lausnir“ en Wolfgang og forystumenn kennara hafa rætt. Þvert á
móti þá vara ég við því að líta á pólitísk vandamál stéttaþjóðfélags sem
tæknileg vandamál er góð ráð og meiri tími fá leyst. Tæknihyggja af þeim