Skírnir - 01.09.1989, Page 231
SKIRNIR
FORNAR BIBLÍUÞÝÐINGAR
481
Sennilega var þessi þýðing eða önnur til á fyrri hluta 12. aldar eða jafnvel
fyrr.
4) Það er líklegt að a.m.k. ein guðspjallaharmónía hafi verið til á norrænu
fyrir árið 1200. Það getur verið að Diatessaron eftir Tatian hafi verið
þýdd á þessum tíma.
5) Það er líklegt að norræn þýðing á Postulasögunni hafi verið til á 12. öld
og ef til vill fyrr.
6) Það er mögulegt, þó að ekki sé hægt að sýna fram á það, að nokkrar aðr-
ar bækur Biblíunnar hafi verið þýddar á norrænu, t.d. Jobsbók og
Orðskviðirnir.
7) Það er líklegt að norræn þýðing á söguefninu í Historia Scholastica eftir
Pétur Comestor, en án skýringanna, hafi verið til um miðja 13. öld. Það
er óvíst hvort sú þýðing byggði á Historia Scholastica eða á þeirri heim-
ild sem Comestor vann úr.
8) Ekkert hefur það komið fram í rannsókninni sem bent gæti til þess að
öll Biblían hafi verið til á fornnorrænu.
VI
Eg hef hér reynt að lýsa nokkuð efni bókar Ians J. Kirby um fornar
norrænar biblíuþýðingar en hef ekki svo mjög farið út í einstök atriði rann-
sókna hans. I stuttu máli finnst mér bókin afar forvitnileg. Hún veitir les-
anda góða leiðsögn inn í flóknar textarannsóknir og kveikir jafnframt með
honum spurningar og nýjar hugmyndir en það er aðalsmerki sannrar
fræðimennsku. Þótt höfundi takist ekki að sýna fram á að til hafi verið
Biblía á norrænu og rök hans fyrir aldri einstakra þýðinga biblíurita séu ef
til vill ekki alls staðar knýjandi, þá varpar þessi rannsókn engu síður ljósi á
það, bæði beint og óbeint, hvernig unnið var með biblíutexta á þessum tím-
um og ætti að hvetja menn, ekki síst guðfræðinga og bókmenntafræðinga,
til frekari rannsókna á þessu sviði.
Island og Noregur standa í nánum tengslum við bókmenntaiðjuna í
Vestur-Evrópu á miðöldum en hún átti rætur að rekja til fornaldar. Hand-
ritafræðin og heimildarýnin sem bindur sig fyrst og fremst við textann og
form hans og leitast við að finna þætti úr heimildum sem notaðir hafa verið
við samningu annarra texta er að sjálfsögðu nauðsynleg við slíkar rann-
sóknir. Rannsóknir sem beinast að höfundinum, þeim sem vinnur með
textann og viðtakendum textans og menningarlegum og félagslegum að-
stæðum þeirra, eru ekki síður brýnar. Rit eins og Historia Scholastica og
Speculum Historiale hafa verið til og notuð á Islandi og kaflar hafa sýnilega
verið þýddir upp úr þeim eins og Kirby og aðrir hafa fært rök fyrir en jafn-
framt hafa þessi rit verið eins konar fyrirmyndir að úrvinnslu á biblíu-
textum og höfundar þeirra sjálfir byggt á þeim aðferðum sem kenndar voru
í skólum.