Skírnir - 01.09.1989, Page 232
482
JÓN SVEINBJÖRNSSON
SKÍRNIR
Ég tel að rannsaka þurfi nánar hvernig biblíutextinn var notaður til þess
að hafa áhrif á lesendur og til þess að skapa nýjar bókmenntir, guðspjalla-
harmoníur, postulasögur og heilagra manna sögur. Slík rannsókn þyrfti að
taka mið af annarri bókmenntaiðju frá þessu tímabili en athyglisverðar
rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum klassískrar mælskulistar á norrænar
bókmenntir.15
VII
Ef við snúum okkur að upphaflegu spurningunni: Hvert var afrek Odds
Gottskálkssonar? Varpa rannsóknir Ians J. Kirby ljósi á það?
Við siðbreytingu verður eðlisbreyting á þýðingu bibh'urita. Það er sá
eðlismunur á guðspjallaþýðingu Odds og eldri þýðingum, að fram að sið-
breytingu er Vulgata texti kirkjunnar en þýðingar á einstökum bókum
Biblíunnar, einkum söguritunum eru notaðar á svipaðan hátt og annað
söguefni „til skemmtunar“ eins og stendur í formálanum fyrir Stjórn, til
þess að fræða áheyrendur og móta sjálfsmynd þeirra og heimsmynd með
efni sem náði til þeirra á annan hátt en kennisetningar og siðaboð.
Bókmenntaiðjan á Islandi virðist hafa verið I nokkurri lægð frá því um
1400 eftir að svartidauði hafði herjað á landið. Með siðbreytingu rennur
upp nýtt gróskutímabil í menningarsögu landsins. Ahrif endurreisnarinnar
og siðbótar Lúthers komu ekki síst fram í íslenskri málrækt. Hafist var
handa um að koma Biblíunni á það mál sem allir skildu og leitað til hins
besta í fornri hefð. Það er ekki að ástæðulausu að orðabók sú yfir íslenskt
mál sem unnið er að við Orðabók Háskólans miðast við ártalið 1540, þegar
þýðing Odds Gottskálkssonar á Nýja testamentinu kom út.
Ekki er taiið ólíklegt að höfundar sumra rita Nýja testamentisins, t.d.
guðspjallanna og Postulasögunnar hafi sjálfir mótast í mælskulistarskólum
þar sem menn voru æfðir í að beita frásögnum til þess að ná til áheyranda
og lesanda. Ymislegt í frásagnarmáta þeirra bendir til þess.16 Þeir sem unnu
með biblíutextann og þýddu hann yfir á þjóðtungur voru þannig að halda
áfram því verki sem höfundar ritanna höfðu hafið. Það er afar áhugavert að
sjá hvernig menn á Vesturlöndum taka að þýða sum rit Biblíunnar á þjóð-
tungur snemma á öldum jafnframt því sem latínan er mál lærðra manna og
Vulgata er texti kirkjunnar. Sama þróun verður á Islandi sem og í Noregi.
Meðan Vulgata er texti kirkjunnar vinna menn með biblíutextann, þýða
hann, endursegja, auka hann og stytta, semja úr honum nýjan texta til þess
að ná til lesandans og móta hann.
Það er afrek Odds og Guðbrands að þeim tekst að halda áhrifamætti ís-
lenskrar sagnagerðar þegar þeir þýða nýja íslenska kirkjubiblíu. Testa-
menti Odds og Guðbrandsbiblía koma ekki aðeins í stað Vulgata sem opin-
ber texti kirkjunnar heldur verða þýðingar þeirra jafnframt arftakar fornra
íslenskra biblíubókmennta og uppspretta nýrra bókmennta. Hinn opin-
beri texti kirkjunnar á latínu náði aðeins eyrum fárra lærðra manna en ekki
eyrum almennings. Hann gat ekki orðið annað en formúlur á vörum