Skírnir - 01.09.1989, Side 233
SKÍRNIR
FORNAR BIBLÍUÞÝÐINGAR
483
manna. Helgihald kirkjunnar hlaut að mótast af þessu og einangrast frá
hinu daglega lífi. Biblíuþýðing Lúthers markar hér skil ásamt prenttækn-
inni og möguleikanum að biblíutextinn næði til margfalt fleiri lesenda en
áður. Siðbótarfrömuðirnir á Islandi hrifust af þessum nýju áherslum og
þeim bar gæfa til að hugsa þessar kenningar upp á íslensku og tengja þær við
forna íslenska bókmenntaiðju. A þann veg hélst samfellan í íslensku trúar-
lífi sem byggði á sagnamennt.
Á síðari árum hefur orðið vart aukinnar áherslu meðal biblíufræðinga á
að kanna þennan frásagnarþátt textans.17 Mér er nær að halda að rannsókn-
ir á þessum fornu bókmenntaaðferðum eigi eftir að blómstra á næstu árum
og varpa nýju ljósi á þýðingaraðferðir forfeðra okkar.
Mér finnst við hæfi að ljúka þessum línum með þýðingu Odds á upphafi
2. kapítula Postulasögunnar enda snertir sá kafli á sinn hátt efni þessarar
greinar.
Og þá er fullkomnuðust hvítasunnudagar, voru þeir allir með ein-
um huga í þeim sama stað. Og þar varð skyndilega þytur af himni,
líka sem mikils tilkomandi vindar, og fyllti upp allt húsið þar þeir
sátu í. Og á þeim sáust sundurgreinilegar tungur svo sem að væri þær
glóandi. Hann setti sig og yfir sérhvern þeirra. Og þeir urðu allir
fullir af heilögum anda og tóku að mæla ýmislegar tungur eftir því
sem heilagur andi gaf þeim til út að tala.
En þar voru Gyðingar byggjandi til Jerúsalem, guðlegir menn út
af allra handa þjóð þeirri sem undir himninum er. Og er þessi rödd
skeði, kom mannfjöldinn til samans og varð óttasleginn því að hver
einn heyrði þá tala síns tungu svo það að allir tóku að óttast og undr-
ast og sögðu: Sjá, eru þessir eigi allir, sem þar tala, út af Galílea?
Hverninn heyrum vér þá hver einn sitt tungumál þar eð vér erum
inni fæddir, Parti og Medi og Elamíti og þeir sem byggja Mesó-
pótanía, Júdea, Kapadokia, Ponto og Asía, Frýgia og Pamfýlia á
Egyptalandi og í álfum Líbýe, hverjar að eru nærri Kýrenia, og út-
lenskir af Róma, Gyðingar og þeir sem Júðar höfðu gjörst, Kretar og
Arabíar, og vér heyrum þá tala vorum tungum Guðs stórmerki. En
allir urðu óttaslegnir og undruðust það, segjandi sín ámillum: Hvað
man þetta vilja verða? En aðrir dáruðu þá og sögðu að þeir væri fullir
af nýju víni. (P 2.1-13)
Tilvitnanir
1. Monumenta Typographica Islandica, Vol. I, Hið Nya Testament 1540,
Copenhagen 1933.
2. Tryggvi Þórhallsson, Gissur biskup Einarsson og Siðaskiptin, Reykja-
vík 1989, bls. 100.