Skírnir - 01.04.1998, Side 263
SKÍRNIR
SJÁLFSMYNDIR AF MANNESKJUNNI
257
það. Fær maður í listinni benti mér þá að mála „eigin“ hugmyndir með
íkonatækninni, sem var auðvitað frábær ábending. Þessi gamla miðalda-
tækni hentar frábærlega litlum myndum og þær verða einhvern veginn
svo stórar í sér. I beinu framhaldi af þessu kynntist ég tveim ungum
ítölskum myndlistarmönnum sem unnu með þessari tækni og voru í
sömu pælingum og ég. Þeir höfðu gífurleg áhrif á mig, sérstaklega annar
þeirra, Lorenzo Bonechi, sem þurfti náttúrulega að deyja á þröskuldi
frægðarinnar 1995, aðeins fertugur. Þarna upplifði ég líka ákveðinn létti
að finna spennandi samtímalistamenn sem mér fannst ég skyld og höfðu
eitthvað að segja við nútímann, voru ekki bara að upplifa einhverja
ítalska nostalgíu ...“
Þessi verk eru sem sagt unnin á tré. Notarðuþá kanínulím og ... f
„... já, kanínulím, gifs, gull og eggtemperu, það er að segja eggja-
rauðu, vatn og litaduft. Eftir 1993 fer ég eingöngu að mála á tré; sótti
verkstæði handverksmanna í Flórens og lærði gulltæknina í þrjú ár.
Fyrst gekk allt á afturfótunum en svo fór maður að venjast hugmyndinni
um hið stóra í hinu smáa. En ég vil bæta því við varðandi tæknina að sú
leið sem ég hef valið er bara ein af mörgum. Mér finnst sjálfri nauðsyn-
legt og oft tilfinningalega hressandi að sjá góð listaverk sem er „klastrað“
saman. Tæknin á bara að vera í beinum tengslum við það sem þú ert að
koma á framfæri, styðja hugmyndina en ekki vera hún. Ég hef oft orðið
fyrir því að fólk sér ekkert annað en hvað þetta sé nú vel gert, sér ekki
skóginn fyrir trjánum. Auðvitað verður maður svekktur því þetta er svo
auðveld gildra, og líka auðveld leið til að selja myndir, þá er fólk einung-
is að fá sér skraut inn í stofuna sína. En ég verð að horfast í augu við að
svona er þetta stundum, en maður lifir í voninni að einn góðan veðurdag
upplifi viðkomandi augnablik þar sem hann sér eitthvað meira í verkinu
en það sem höfðaði til hans fyrst. Sem betur fer gerist það oftar að fólk
fær hjá mér verk af því verkið höfðar til þess í heild sinni.“
Þú sýndir mér miðaldaverk par sem Beatrix sýnir Dante heimana og
sagðir að það minnti á það sem þú værir sjálf að gera. Segðu mér aðeins
frá þessu verki.
„Þetta verk byggir á kviðunum um Paradís, Helvíti og hreinsunar-
eldinn í Gleðileiknum guðdómlega. Beatrix er látin, Dante hittir hana í
draumi eða innra með sér og hún tekur í hönd hans og leiðir hann um
heimana. Þetta höfðar til mín vegna þess að Beatrix sýnir Dante það sem
annars væri honum hulið, þ.e. hún sýnir honum heimana, eðli hlutanna,
hvað býr á bak við formin. Dante verður ljóst að það eina sem hann veit
er að hann veit ekki neitt, eða harla lítið.“
Líturðu þannig á að þú sért að leiða áhorfandann inn í heimaf
„Það er tvennt, tvenns konar. Annars vegar er ég að sýna tilfinningar
mínar og set þctta samasemmerki milli minnar persónu og þín, eða allra
annarra manna. Flins vegar reyni ég að sýna það sem býr að baki allrar
reynslu. Reyni að sjá, þó ekki sé nema í gegnum mitt persónulega skráar-