Skírnir - 01.09.1999, Page 257
SKÍRNIR
SKERFUR TIL MENNINGARSÖGU
503
huga feril Páls, uppeldi hans í Odda, dvöl í Orkneyjum, nám á Englandi,
för um Norðurlönd, svo að hið helsta sé nefnt [...], getum vér raunar
með talsverðum líkum eignað honum Orkneyinga sögu.“19 Finnbogi
valdi sér þó annan mann til rannsóknar þegar hann fór að grafast fyrir
um höfund Orkneyinga sögu.
Helgi gengur nokkrum skrefum framar en forverar hans í djörfum
tilgátum um sköpun sögunnar og kemst að þeirri niðurstöðu að hún sé
verk tveggja höfunda; styður hann þá kenningu á ýmsar lundir, sem
þyrfti þó að brjóta til mergjar rækilegar en honum hefur auðnast í bili.
Upphaflegri gerð sögunnar lauk árið 1171, og telur Helgi sennilegt að
þeir Páll Jónsson og Bjarni Kolbeinsson, sem var biskup í Orkneyjum
frá 1188 til 1222, „hafi unnið saman að ritun Orkneyinga sögu um 1180-
1185“ (bls. 268) en Páll hafi síðan lokið henni eftir að heim kom. Helgi
bendir á að Páll hafi farið til vistar í Odda um 1185 og gert litlu síðar bú í
Skarði á Landi. „Páll hefur síðan verið í Skarði, þar til hann var kosinn
biskup, 1194. Skarð er um 30 km frá Odda. I Odda og Skarði hafa verið
aðstæður til að ljúka sögunni" (bls. 271).
Ymis rök Helga fyrir því að Páll Jónsson sé höfundur Orkneyinga
sögu virðast vera næsta sennileg, en þó gengur hann helsti langt í hreinum
tilgátum. Hann gerir mikið úr samkennum Noregs konungatals og vísu
Odda hins litla í Orkneyinga sögu, en örðugt er að henda reiður á öllum
hugdettum hans í þessu sambandi: (1) Helgi telur að Páll Jónsson, höf-
undur Orkneyinga sögu, hafi einnig getað verið höfundur Noregs kon-
ungatals. (2) Síðan bendir hann á að Orkneyinga saga telji vísu Odda
hins litla vera orta árið 1152, og því líkleg fyrirmynd að kvæðinu. (3) En
á skammri stundu skipast veður í lofti: „Ekki er þó fullvíst, að vísan sé
eftir Odda hinn litla. Kannske var hún ort um leið og sagan var skrifuð.
Þá getur verið, að vísan og Noregskonungatal séu eftir sama höfund"
(bls. 243). Hér virðist Helgi vera að gefa í skyn að Páll hafi ort þá vísu
sem höfundur sögunnar (þ.e. Páll sjálfur) eignar Odda hinum litla, en
þetta vísutetur á þó að hafa orkað á Pál, þegar hann kvað Noregs kon-
ungatal. Síðar fjallar Helgi um Bjarna Kolbeinsson skáld og bendir þá á
að í Orkneyinga sögu séu margar vísur, og í *Sigurðar sögu hafi e.t.v. ver-
ið Darraðarljóð og vísa Gilla jarls sem er varðveitt í Njálu. „Eitthvað af
því getur verið verk Bjarna“ (bls. 250). Hér, eins og víðar í þessum köfl-
um, er málflutningur helsti laus í reipum, en gaman er að fræðahjali hans.
Irskar rœtur Laxdælu
í níunda kafla víkur Helgi að ‘keltnesku’ efni í nokkrum fornritum. Það
sem lýtur að Landnámu varðar einkum mannanöfn og einstaka nafn-
19 Finnbogi Guðmundsson (útg.), Islenzk fornrit XXXIV (Reykjavík 1965), bls.
xcii.