Skírnir - 01.09.1999, Side 262
508
HERMANN PÁLSSON
SKÍRNIR
öld, féll árið 1164 við góðan orðstír og hlaut þau eftirmæli að um hann
var ortur dánaróður á latínu, rétt eins og fyrr var getið.
Tungutak
Með því að hér er á ferðinni mikilvæg fræðibók, þá getur lesandi ætlast
til þess að hún sé á þokkalegu máli. Yfirleitt er stíll hennar léttur og lip-
ur, enda er hún einkar læsileg, eins og ég hef þegar getið. En þó eru ýms-
ir hnökrar á stílnum sem valda lesendum ama. Slettum úr talmáli bregður
fyrir: „kannske“ má teljast eitt af eftirlætisorðum Helga, og einnig hef ég
rekist á orðið „bara“. En höfuðgallinn á málfari hans er ofnotkun enskra
orða. Yfirleitt snarar hann írskum orðum á ensku, rétt eins og móður-
málið sé ekki nógu gott í slíku skyni. Svo langt gengur dálæti hans á
enskri tungu að orðaval hans ber skýr merki um áhrif þaðan í þau fáu
skipti sem hann þýðir írskt orð á móðurmálið. I frásögn af þeirri fúl-
mennsku víkinga að henda börn á spjótsoddum nefnir hann írska orðið
gallcherd með svofelldri skýringu: „list útlendinga, eða norrænna
manna" (bls. 303). Listahátíðir víkinga hljóta að hafa verið kynlegar sam-
kundur eftir slíku að dæma. Irska orðið hér geíur þó ekki list í skyn; cerd
hefur sundurleitar merkingar, og hér er það notað um „bragð, vél, til-
tæki“. Ég þýddi gallcherd á sínum tíma með orðunum „Norðmanna
bragð". Eina skýringin á „list útlendinga“ í riti Helga, sem mér hefur
komið til hugar, er sú að hann taki mið af ensku þýðingunni „foreign
art“, en vitaskuld hefur enska orðið art víðara merkingasvið en list á ís-
lensku. Svo ákafur er Helgi að troða fram enskri tungu í tíma og ótíma
að hann birtir ellefu línur úr írskum annál, og bætir síðan við frá sjálfum
sér: „Með írska textanum fylgir þýðing" (bls. 223). Ófróður lesandi, sem
er illa læs á írska tungu, fagnar slíkum tíðindum en verður þó fyrir von-
brigðum. Þýðingin reynist vera á ensku, og er næsta örðugt að átta sig á
ástæðunni til að birta slíkar glefsur á tveim annarlegum tungum. Betra
hefði verið að skýra á íslensku þau atriði í annálnum sem skipta máli.
Orðalag er stundum helsti klaufalegt. Um ríki Orkneyjajarla segir
svo: „Kjarni þess voru Orkneyjar og Hjaltland, einnig Katanes, og
kannske stundum ítök í Suðurlandi" (bls. 31). Ég kannast ekki við þá
merkingu orðsins kjarna, sem virðist vaka fyrir höfundi. Kynlegri orða-
röð bregður fyrir: „Ein heild voru, hvað varðar ríki, Noregur og sum
landanna fyrir vestan haf, og hvað varðar kirkju einnig Færeyjar og
Island í langan tíma“ (bls. 35). Slíkir agnúar valda vonbrigðum og jafnvel
gremju, enda draga þeir úr ánægjunni að kynnast slíku fróðleiksriti. Við-
fangsefnið, lesendur og höfundur sjálfur eiga betra skilið.