Vestfirska fréttablaðið - 14.12.1981, Qupperneq 3
I vestíirska
mETTABLAM
Útg. og ábm.:
Árni Sigurösson
Fagraholti 12
ísafirði.
Blm.: Finnbogi
Hermannsson
Áskriftar- og
auglýsingasímar:
3100 og 3223.
42. tölublað
7. árgangur
14. desember 1981
EFNISYFIRLIT:
Agnes Sigurðardóttir:
Jólahugvekja ..............................................
Finnbogi Hermannsson:
Dagbók jólanna ............................................
Heimir Már:
Þrjú Ijóð og smásaga ......................................
Eðvarð T. Jónsson:
Lokastig vaxtarins í þessu lífi............................
Húsmóðir:
Uppgjörið .................................................
Finnbogi Hermannsson:
40 ára afmæli Hraðfrystihússins hf. í Hnífsdal.............
Finnbogi Hermannsson:
Mér líður vel í þessum stól ...............................
Eðvarð T. Jónsson:
Tveir heilir árgangar fullorðinna Vestfirðinga á skólabekk.
Drjúgt komið af jólabókum..................................
Skjaldbökubækurnar ........................................
Guðmundur Gíslason Hagalín:
Snillingur skrifar um snilling ............................
Finnbogi Hermannsson:
Skip hans hátignar, Baldur ................................
28 Vestfjarðamet í sundi sett um síðustu helgi ............
Finnbogi Hermannsson:
Það er aginn og að tendra þann vilja og þá ást
á tónlistinni, sem nauðsynlegt er..........................
Haustþing S.K.Í............................................
Togaraöldin ...............................................
Björn Helgason, Tryggvi Guðmundsson og Þröstur Jóhannesson:
Annáll ísfirskra íþróttamanna 1981 ........................
Eðvarð T. Jónsson:
Það var alltaf hörkustemmning á sveitaböllunum.............
Finnbogi Hermannsson:
Mikið atriði að sem flestir kunni skil á þessu ............
Bls.
. 5
. 7
. 9
. 11
. 15
. 16
. 21
. 23
. 24
. 24
. 26
. 27
. 31
. 33
. 40
. 41
. 43
. 47
. 50
Ritstjórnarspjall
Jólablað Vestfirska fréttablaðsins er 52
síður að þessu sinni. Blaðið er aðallega
skrifað af tveimur blaðamönnum, þeim Eð-
varð T. Jónssyni, sem þar til í október var
fastráðinn við blaðið, en vann með okkur að
jólablaðinu og Finnboga Hermannssyni,
sem réðist að blaðinu 1. október s.l. Þegar
þetta 42. tölublað er komið út, er 7. árgang-
ur blaðsins orðinn 372 blaðsíður og hefur
það komið út vikulega allt þetta ár, að
undanskildu hléi, sem varð vegna sumar-
leyfa og smáhléi um páskana.
Vestfirska fréttablaðið er nú elsta óflokks-
bundna héraðsfréttablaðið. Frá byrjun höf-
um við leitast við að halda uppi heiðarlegri
baráttu fyrir hagsmunum fjórðungsins og
framfaramálum. Við höfum lagt áherslu á
umfjöllun um atvinnulífið á breiðum
grundvelli og það að skoðanir sem flestra fái
komið fram. Mannlegir þættir aðrir, svo
sem listir, íþróttir og menningarstarfsemi
hafa ætíð skipað drjúgan sess í blaðinu.
Forystugreinum blaðsins er ætlað það hlut-
verk að leggja hönd á plóginn með kjörnum
fulltrúum heima og heiman, með hófiegri
gagnrýni, kynningu góðra mála og rök-
stuðningi með þeim. Hversu vel þetta hafur
tekist er annarra að meta. Okkur þykir
gaman að geta þess, að á fimm ára afmæli
blaðsins luku Alþingismenn Vestfirðinga
upp einum munni um það, að þessi útgáfa
væri til gagns og menningarauka fyrir kjör-
dæmið.
Það hefur verið nefnt við okkur af
fjölmiðlamönnum, að eiginlega séum við að
vinna verk, sem ætti að vera óframkvæman-
Iegt, það er að halda úti þó þetta stóru
vikublaði, á svo þröngum markaði, sem hér
er.
Skýringin á því að þetta gengur er þó
ekki langt undan. Hana er að finna hjá
kaupendum blaðsins, sem nú eru 1800 að
tölu. Hjá velunnurum þess, sem senda okk-
ur greinar, eða gefa okkur góð ráð. Hjá
þeim aðilum í viðskiptalífinu og í opinberri
þjónustu, sem beinlínis sjá sér hag í því að
auglýsa myndarlega í blaðinu og einnig
velvilja stofnana og fyrirtækja, sem sýna
hug sinn í verki, með því að birta kveðjur og
auglýsingar í hinum stærri og fjölbreyttari
tölublöðum Vestfirska fréttablaðsins, þ. e.
sjómannadagsblaði, sem kom út í fyrsta sinn
í sumar og jólablaði, sem hefur verið árlega
á dagskrá hjá okkur.
Hinar ágætu viðtökur, sem við höfum
hvarvetna fengið, hafa styrkt okkur í þeirri
trú, að við séum að vinna Vestfirðingum til
heilla, með tilstyrk þeirra.
Með bestu óskum um gleðileg jól og
farsæld á komandi árum.
Vestfirska fréttablaðið