Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 17.12.1985, Blaðsíða 3

Vestfirska fréttablaðið - 17.12.1985, Blaðsíða 3
I vestfirska rRETTABLADID Útgefandi og ábyrgöar- maður: Árni Sigurðsson Fagraholti 12 ísafirði Blaðamenn: Páll Ás- geir Ásgeirsson og Arnar Þ. Árnason Áskriftar- og auglýsingasímar 4011,3100 og 3223 11. árgangur 17. desember 1985 50. tölublað Efnisyfirlit: Sr. Kristján Valur Ingólfsson: Og Ijósið kemur......................................... Vestfirðingur í París: Leikhús sólarinnar ..................................... Páll Ásgeirsson: Söfnuðinum kemur ekki við hvað presturinn kýs Páll Ásgeirsson: Fjölskyldurnar ættu skilið að fá medalíu Hildur Jónsdóttir, 10 ára: Smásaga og viðtöl við krakka Jólakveðja, ferming, og Ijóð efitr Guðmund Ó. Guðmundsson Góða veislu gjöra skal.................................. Pétur Bjarnason: Ein ferð af mörgum á stríðsárunum....................... Æskulýðssamband vestfirskra safnaða: Jólasíða yngstu lesendanna Rúnar Helgi Vignisson og Guðrún Guðmundsdóttir: Hróarskelda............................................. Rúnar Helgi Vignisson og Guðrún Guðmundsdóttir: Minnst samskipti við ísafjörð........................... Rúnar Helgi Vignisson og Guðrún Guðmundsdóttir: Víkingasafnið í Hróarskeldu ísfirðingar í útlöndum.................................. Gísli Halldór Halldórsson: Atómstyrjaldarkvæði Páll Ásgeirsson: Langbrók í Slunkaríki................................... Einar K. Guðfinnsson — Páll Ásgeirsson: Kvótakerfið hefur mun fleiri galla en kosti............. Einar K. Guðfinnsson — Páll Ásgeirsson: Óhætt að veiða mun meira af þorski Áslaug Jensdóttir: Gamli Björn á Skák...................................... Páll Ásgeirsson: Vináttuheimsókn hjá vörðum laganna Nokkrir Vestfirðingar: Hugleiðingar um árið sem er að líða Björgvin Bjarnason: Annáll íþrótta í Bolungarvík 1985 Auk þess: Bókafréttir, hljómplötur og margt fleira Bls. 5 ...7 9 .15 .19 21 23 24 27 29 31 33 34 37 37 38 .41 .43 .44 45 .49 GLEÐILEG JÓL FARSÆLT NÝTT ÁR Árið 1985 hefur á margan hátt verið ár sviptinga í atvinnu- og efnahagslífi okkar. Kvótakerfið, sem illu heilli var þröngvað upp á okkur í fyrra og aftur í ár virðist eiga meirihlutafylgi hjá L.f.Ú. og Fiskiþingi, en sjómenn í Farmanna- og fiskimannasambandinu mót- mæltu harðlega hinum þröngu stjómunarákvæðum í frumvarpi sjávarútvegsráðherra um fiskveiðistefnuna. Veiðimannseðli sínu samkvæmir og í ljósi þekkingar sinnar á hegðum „þess gula“ vilja þeir miklu fremur stjómun, sem felst í sóknarmarki og tegundarmarki, heldur en aflamarki. Allir Alþingismenn Vestfirðinga eru sama sinnis og fiskimennimir og fleiri af hinum víðsýnni þingmönn- um eru það líka. En því miður virðist Halldóri sjávar- útvegsráðherra ætla að takast að berja frumvarpið í gegn, þrátt fyrir þetta. Vissulega gengur það þvert á hagsmuni Vestfirðinga, sem árum saman hafa aflað betur en aðrir og hafa notið þar nálægðar við gjöful fiskimið og eigin dugnaðar og útsjónarsemi. Grundvallarvillan í efnahagskerfinu, hin meingall- aða gengisskráning, hefur árum saman haldið fram- leiðslubyggðarlögunum niðri, en þó sennilega aldrei eins og nú hin síðari misseri og þrátt fyrir yfirlýstan góðan vilja mætra manna til þess að þoka þessu í frjálsræðisátt, þá miðar lítið. Þama þarf að blása til harðrar baráttu fyrir þjóðarhag, en láta flokkshags- muni víkja fyrir breiðri samfylkingu þeirra sem setja ráðdeild ofar óhófseyðslu. Sá vísir að viðskiptafrelsi við umheiminn, sem komið hefur verið á, veitir því miður aðeins innflytjendum frelsi til þess að eyða, en hendur framleiðenda og útflytjenda eru álíka bundnar og fyrr, þegar að ráðstöfun aflafjárins kemur, og þó verr, þar sem erlendar skuldir halda áfram að aukast. Af ýmsu fleira er að taka, en það verður ekki gert hér og nú. Vestfirska fréttablaðið hóf í nóvember s.l. gönguna inn á sinn annan áratug. Það er ekki langur aldur í sögu fréttablaðs, en þó er blaðið elsta óháða fréttablaðið, sem gefið er út utan Reykjavíkur. Við fögnum því að útgáfan hefur aldrei verið öflugri og verður árgangur- inn 510 blaðsíður í fimmtíu og einu tölublaði. Á árinu hafa óvenju margir starfað við blaðið að fréttaöflun og var í fyrsta sinn ráðinn ritstjóri, annar en undirritaður. Því miður stóð það stutt, og við söknum vinar í stað, þar sem Ólafur Guðmundsson þurfti að hverfa úr starfi vegna veikinda. Honum og fjölskyldu hans sendum við innilegar jóla- og nýárs kveðjur og óskum þeim sigurs í baráttunni við erfiðan sjúkdóm. Aðrir sem starfað hafa við Vestfirska fréttablaðið eru: Yngvi Kjartansson, sem er nú blaðamaður hjá Degi á Akureyri, Jón Birgir Pétursson, fréttahaukur úr Reykjavík, sem hefur áður hjálpað okkur i millibilsá- standi, Rúnar Helgi Vignisson, sem sinnir ritstörfum og fleiru í Kóngsins Kaupmannahöfn og þeir Páll Ás- geirsson og Arnar Þ. Ámason, sem nú halda uppi merki fréttamennskunnar. Öllum þessum ágætu mönnum þökkum við vel unnin störf. Gleðileg jól, farsælt nýtt ár. Ámi Sigurðsson, ritstjóri.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.