Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 17.12.1985, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 17.12.1985, Blaðsíða 5
vestíirska FRETTAEIADID ljósið $ 3 ! kemur & & & & & & & ffl)\ „Fæddi hún þá son sinn frum- getinn, vafði hann reifum og lagði hann i jötu, af því að eigi var rúm handa þeim í gistihúsi.“ Lúk. 2.7. Jafnvel óbiblíufróðir menn þekkja þennan texta og þykir vænt um hann. Óvíða í heiminum skipa jólin jafn háan sess og sérstæðan í vitund alls almennings en á íslandi. Víðast hvar meðal kristinna manna er mesta hátíð kristninnar og kirkjuársins ekki jólin, heldur páskamir. Ekki fæðing Jesú Krists heldur upprisa hans, sigur hans yfir dauðanum. Kannski horfir málið öðruvísi við á íslandi. Kannski fá orð jólaguðspjallsins: „Ljósið skín í myrkrinu“ (Jóh. 1.5.) aðra og dýpri merkingu á íslandi en annarsstaðar. Fáir finna meir fyrir myrkrinu en við, fáir þrá ljósið meira en við og heitar. Og ljósið kemur. Þegar skemmstur dagur ársins er liðinn tekur dag að len- gja. Jafnvel þótt breytingin sé í raun aðeins fyrirheit um það sem kemur, og ytri merki um lengri dag sjáist vart eða ekki, er vonin vöknuð, vonin sem ber okkur fram í átt til vors og ljóss. Kannski er það líka einmitt vegna ljóssins, sem við eigum fleiri venjur bundnar jólum en öðrum dögum — venjur sem með einhverjum hætti snerta sérhvem mann. Hinn ytri undirbúningur jólahátíðarinnar: jólahreingerning, jólabakstur, jólapakkar, tilheyrir því aldrei einungis hinu ytra, heldur lifir á innri rót, snertingunni við hug og hjarta hvers og eins. Þannig hefur á aðventu einnig sú hversdags- lega athöfn að gera hreint, einnig djúpa innri merkingu. Ljósið sem kemur á ekki að koma upp um skúm og skam, heldur speglast í hreinum gólfum og veggjum og loftum og gluggum, já innst bak við leyndardóma lokaðra skáphurða. „Fæddi hún þá son sinn frumgetinn... og lagði hann í jötu.“ Hvað kemur það málinu við? Að baki hinu náttúrulega ljósi, sem kveikir að nýju hið náttúrulega líf sem bíður vors og yls í skauti jarðar, þar er faðir ljóssins. Honum hlýða ekki einungis dagar og árs'tíðir og hin ytri birtan, heldur er hann einnig faðir þess ljóss sem kom í heiminn til að upplýsa sérhvem mann, hins sanna jólaljóss, sem í líki lítils bams er fætt á jólum til að leiða hvem einn mann út úr myrkrinu til hins eilífa ljóss. Hið sanna jólaljós lýsir ekki aðeins í hvem krók og kima hússins sem þú býrð í, heldur einnig innst í hjarta þitt og hugskot. Þessvegna er aðventan, undirbúningurinn fyrir jólin ekki einungis tími hreingeminga hið ytra, heldur einnig hið innra. Og hin ytri hreingemingin auðveldar þér hina innri. Meðvitað eða ómeðvitað tekur þú einnig til í hjarta þínu fyrir jólin. Nöfn vina og vandamanna koma upp í hugann, það þarf að velja gjafir handa þeim nánustu, skrifa kort til fjarstaddra, jafnvel einhverra sem ekki hafa heyrt frá þér síðan á síðustu jólum, og það þarf að undirbúa heimsóknir til sumra og bjóða öðrum heim. Allt miðar þetta að því að gleðja aðra. En þegar gleðja á aðra er opnað fyrir djúpum tilfinningum hjartans og þeim hleypt út. Á leiðinni út hreinsa þær það sem fyrir er, það sem oft hindraði okkur í því alla hina dagana að vera eins og við erum í rauninni, nefnilega ekki íströll hins daglega brauðstrits, heldur böm okkar eigin bemskujóla. Því að klakabrynjan sem jólaljósið bræðir af okkur tilheyrir myrkrinu. Og þegar hún er farin erum við ekki aðeins betri við aðra, heldur einnig opin sjálf fyrir birtu og gleði ljóssins, og ljóssins faðir getur lagt þetta litla bam jólanna, sem forð- um var lagt í jötu í faðm þinn. Því að húsið þitt, fágað og fínt á ekki að vera honum heldur lokað gistihús. Og fáir þú tekið bamið í faðm þinn, og á máli líkinganna búið því beð í hjarta þínu, þá veistu: Þetta litla jólabam heitir Jesús Kristur, hann er sjálfur ljós af ljósi Guðs, sendur til að vísa þér veginn út úr myrkrinu, lýsa þér og leiðbeina í lífi þínu og starfi frá þessum jólum til þeirra næstu og sérhverja stund þar í milli, allt inn í Guðs eilífa ljós. Guð gefi þér gleðilega jólahátíð. Kristján Valur

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.