Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 17.12.1985, Blaðsíða 47

Vestfirska fréttablaðið - 17.12.1985, Blaðsíða 47
vestlirska vestfirska I “RETTABLAÐID Litið um öxl á aðventu 1985 Hjörtur Hjálmarsson Flateyri: Þegar veðurstofan spáir norðvestanátt, læðist jafnan nokkur uggur að Flateyringum, einkum ef stórstreymt er, þá gengur úthafsaldan óbrotin inn fjörðinn, þar til hún skellur á kambinum á vestanverðri eyr- inni. Áður var það algengt að sjórinn gekk þá yfir kambinn, og fyrir um aldarfjórðungi flæddi svo yfir miðhluta eyrar- innar að tæplega var vætt á klofstígvélum á götunni sem þar lá um eyrina. Þá var sett grjótvöm úr stórgrýti utan á kambinn, og hefur dugað svo að ekki hefur slíkt stórflóð komið síðan. í haust var þessi grjót- vöm, sem allmikið var farin að láta á sjá, endumýjuð mjög verulega og er mönnum þá rórra. Af sunnan og suðvestan áttinni hafa menn minni á- hyggjur, þar er aðeins um vind- bám af firðinum að ræða. Að vísu koma skörpustu veðrin af þeirri átt og kallast þau Grund- arendaveður. Þó voru sagnir um flóð af þeirri átt, svo farið hefði verið á bátum þvert yfir oddann, en svo langt var síðan að „elstu menn” mundu varla. En í mars, sl. vetur, minnti náttúran enn á sig. Þá gerði sunnan stórviðri með stór- straums flæði, flæddi yfir odd- ann og inn í vinnslusal Kaupfé- lags Önfirðinga, svo fólk varð að yfirgefa salinn, og náði flóð- ið langt upp á Hafnarstræti, og nú 15. nóv. gerði enn svipað flóð við sömu aðstæður, þó var þetta ekki Grundarendaveður, en það kom tveim dögum seinna og reif þá járn af þökum, m.a. rúma 100 fm. af vinnslu- stöð Hjálms h.f., voru það aðal skemmdimar af veðrinu. En látum þetta nægja um viðskipti Flateyringa við mátt- arvöldin. Ekki veit ég hvað öðrum finnst um mannlíf á Flateyri, mér finnst það bara nokkuð gott. Atvinna hefur verið góð og stöðug á undan- fömum ámm og þá fyrst og fremst á vegum Hjálms h.f., sem Litið um öxl á aðventu 1985 Gestur Kristinsson Suðureyri: Það líður að jólum og kristnir menn hvarvetna hefja undir- búning hátíðarinnar. Þessarar ljóss og friðar hátíðar sem á norðurslóðum lýsir upp skammdegið og bregður birtu og yl í hjörtu mannanna. Er það ekki umhugsunarvert, að þrátt fyrir friðarboðskap kristinnar trúar er slík gnægð drápstóla tO í veröldinni, að þeir sem þeim ráða geta eytt öllu lífi á jörðinni, ekki aðeins einu sinni heldur allt að tíu sinnum. Samt eru til þjóðir, kristinnar trúar, sem ekki finnst nóg kom- ið heldur stefna markvisst að aukinni framleiðni við dráps- Bækur ÞURRBLÓMASKREYTINGAR eftir Uffe Balslev blómaskreyting- armeistara. Út er komin hjá Emi og örlygi nýstárleg bók um Þurrblóma- skreytingar eftir Uffe BalsWe blómaskreytingarmeistaraa. Bókin er öll prýdd hinum fegurstu lit- myndum af viðkomandi skreyting- um. Ragnar Th. Sigurðsson tók myndimar. Bókin er mjög nýtísku- lega hönnuð en það verk annaðist Páll Guðmundsson. I formálsorðum bókarinnar segir Uffe Balslev: Ég vona að ykkur iðjuna. Nágranna okkar við Djúp skortir sjálfsagt ekki trú á Guð né kristilegt bróðurþel, en jafn- vel þeir hafa lagt sitt lóð á vog- arskálar aukins vígbúnaðar. Stríðshreiður skal byggt við bæjardyr Súgfirðinga. Aldrei datt mér í hug að slíkt yrði hlutskipti okkar Vestfirðinga á árinu 1986, sem Sameinuðu þjóðirnar hafa tilnefnt sem sér- stakt friðarár. Árið, sem brátt kveður, hefur reynst íslenskri þjóð gjöfult og gott. Óvenju mikil veðursæld, fast að ef ekki metafli til sjávar- ins, ofgnótt landbúnaðaraf- falli þessi bók vel í geð. Henni er ætlað að koma fólki af stað við að gera eigin blómaskreytingar. Þetta er kannski ekki beint kennslubók. Hún er frekar leiðbeinandi. Síðan getur fólk gert skreytingar, sjálfu sér til ánægju, til skrauts eða jafn- vel til gjafa. I bókinni er útskýrt hvemig hinar ýmsu skreytingar eru settar saman. Auk þess eru leið- beiningar um efnisval og litasam- setningar. í bókinni eru eingöngu notuð þurrkuð blóm og efni sem fáanleg eru hér á landi. Sérstakur kafli er um skreytingar gerðar úr íslenskum jurtum sem fólk getur hæglega tínt sjálft og þurrkað. Þá er aftast kafli um jóla- og kerta- urða, iðnaður sækir fram og ekki hefur heyrst að verslun og þjónusta harmi sinn hlut. Þrátt fyrir þetta er óáran hjá fólkinu sem í landinu býr, fólkinu sem skapar verðmætin, Útgerð og fiskvinnsla berjast í bökkum að ekki sé meira sagt, bændur heyja harða baráttu fyrir tilveru sinni, fjöldi fólks er við eða undir fátæktarmörkum, ýmiss konar fyrirtæki smá og stór horfa fram á gjaldþrot og er- lendar skuldir ógna sjálfstæði þjóðarinnar. Einhver kann að spyrja, hvemig getur þetta ver- ið? Það verður ekki greitt um svör. Leiða má líkur að því að skreytingar. Höfundurinn, Uffe Balslev, er danskur blómaskreytingarmaður sem unnið hefur hér á landi í fimm ár. Hann hefur tekið þátt í mörgum alþjóðlegum keppnum víða um heim. Hann vinnur hjá Blómavali þar sem hann veitir ráðgjöf auk þess sem hann heldur námskeið. Bókin er að öllu leyti unnin hjá Prentsmiðjunni Odda hf. rekur fiskverkun, og dótturfyr- irtækis þess, Útgerðarfélags Flateyrar, sem gerir út skuttog- arann Gylli. Þessi fyrirtæki voru orðin mjög traust og hafa því enn sem komið er getað staðið af sér misvindi síðustu ára. At- vinnuleysi má teljast undan- tekning, en skortur á verkafólki almennur. Þó fjölgar fólki sára lítið. Þó er það ekki svo með Flateyringa, að þeir hafi „yfir- leitt ekkert með tímann að gera, annað en bara að vinna”. Hér starfar leikfélag, sem ekki aðeins hefur staðið að uppfærslu leikrits árlega, held- ur einnig fengið hingað úrvals tónlistarfólk, staðið fyrir mál- verkasýningum og bókmennta- kynningum. Á aðalfundi fé- lagsins i vetur, var á þess vegum stofnaður minningarsjóður um Kristján Guðmundsson bakara, sem um fjölda ára var driffjöð- ur, ekki aðeins í starfi leikfé- lagsins heldur einnig í slysa- vamamálum og fleiri félögum, en lést, langt um aldur fram. Nú er í fyrsta sinn, síðan grunnskólalögin voru sett, starfræktur hér 9. bekkur grunnskóla, og er starfslið skól- ans fullskipað réttindafólki. Að vísu má segja að þetta sé eigin- lega fjölþjóðastofnun. Sund og leikfimi kennir frönsk stúlka, stjórnvöldum sé um að kenna, en það er ekki einhlítt svar. Gömlu stjórnmálaflokkarnir hafa á þeim tíma sem ég man, allir farið með völd einhver árabil og ætíð verið að kljást við sömu vandamál og enn eru efst á baugi. Nærtækast er því að álykta, að þrátt fyrir góðan vilja, séu þeir ekki vandanum vaxnir. Stoltið í þjóðareðlinu skapar vissa erfiðleika við stjómunina, en öllum mætti vera ljóst að taka verður upp nýjar stjórnun- araðferðir jafnt í efnahags sem öðrum málum. Ég er ekki í nokkrum vafa um að víða í veröldinni er samfé- lögum á stærð við okkar, stjórnað farsællega. Þar mætti leita fyrirmynda, skorti menn hugkvæmni og geti þeir brotið odd af oflæti sínu. Einnig má benda á að það verður enginn minni maður af því að líta á hagsmuni heildarinnar, í stað þess að ota í sífellu eigin tota. Vestfirðingar hafa ekki farið varhluta af góðæri né óáran sem í landinu ríkir. Þess sjást þó engin teikn, þrátt fyrir erfið- leikana, að matvælaframleiðsla þeirra verði, í næstu framtíð, þýðingarminni fyrir þjóðarbúið Út er komið hjá Emi og örlygi annað bindi hins mikla ritverks ís- lenskir Sögustaðir eftir Kristian Kilund f þýðingu dr. Haralds Matthiassonar á Laugarvatni. Fjallar bindið um sögustaði í Vestfirðingafjórðungi. Hér er á ferðinni eitt hundrað ára höfuð- heimild um íslenska sögustaði sem enn er í fullu gildi og sífellt er leitað til. Fyrsta bindið sem kom út í fyrra hlaut hinar bestu viðtökur ritdóm- ara og fræðimanna. Luku þeir miklu lofsorði á bókina sjálfa, svo og þýðingu hennar. 47 tónmennt kennir englendingur, en tónmenntaskóli er hér starf- ræktur, að verulegu leiti þó á vegum grunnskólans, og svo kennir við skólann nýsjálensk kona sem að vísu hefur verið búsett hér i nokkur ár, en ekki enn með íslenskt ríkisfang. Allir eru útlendingamir með há- skólapróf, hver í sínu fagi. Allt íslenska starfsliðið hefur starfað hér á fjórða ár skemmst, og finnst mér þetta benda til þess að Flateyri sé ekki svo afleitur staður, því víða virðast kennara skipti alltíð. Áf almennum framkvæmd- um má helst telja það að Orku- bú Vestfjarða hefur í sumar verið að undirbúa samveitu í eldri hluta þorpsins. Var lengd lagna alls um 2,6 km. allar tvö- faldar, svo þama fóru í jörð rúmir 5 km. af pípum. Ekki er enn vitað til fulls, hvenær þess- ari framkvæmd verður að fullu lokið, svo hægt verði að fara að tengja hús, en jarðvinnsla er öll frágengin. Ný sundlaug var tekin hér í notkun rétt fyrir síðustu áramót, og í sumar var hafin bygging á leikfimihúsi, þar sem einnig verður félagsheimili, er svo hagað til, svo rekstur geti orðið viðráðanlegur í svona litlu þorpi. en verið hefur. Því er sárt til þess að vita að flótti er brostinn í liðið. Gull og grænir skógar Reykjavíkursvæðisins, i formi, þjónustu, þæginda, menntunar og mikils launaskriðs, lokka ó- aflátanlega. Hvað skal til varnar verða? Svarið hlýtur að vera að við verðum að snúa vöm í sókn, en hvernig má það ske? Fortíðin er til á tölvum, aðgengileg til að draga lærdóm af. Isamræmi við það hafa verið settar fram raunhæfar tillögur um sókn til eflingar Vestfirsku-byggðun- um. Fullvinnsla og framkvæmd þessara tillagna kostar peninga og þar stendur hnífurinn í kúnni. „Það er ekki laust sem skrattinn heldur,” var ein- hvemtíma sagt. Nýverið kom í ljós, að innan seilingar frá Al- þingi, Hæstarétti og öllu því æðsta valdi er þjóðin viður- kennir, hafa e.t.v. milljarðar króna verið í veltu hjá okurlán- urum. Það eru til fjármunir í þjóð- félaginu. Vestfirðinga vantar fé til uppbyggingar, við verðum að sækja það þangað sem það er, þetta verður ekki auðvelt, en margar hendur vinna létt verk. Gleðileg jól, farsælt nýtt ár. Gestur Kristinsson. ELKristianRalund IslenzkiR SögustaðiR VESTTIRÐiriGA FJÓRDUNGUR

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.