Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 17.12.1985, Blaðsíða 18

Vestfirska fréttablaðið - 17.12.1985, Blaðsíða 18
18 vestfirska FRETTn BLADID PLUGELDABAZAR Flugeldabasar Hjálparsveitar skáta verður í Skátaheimilinu dagana: 28. desember kl. 14.00 — 22.00 29. desember kl. 14.00 — 22.00 30. desember kl. 14.00 — 22.00 31. desember kl. 10.00 — 14.00 Hjálparsveit skáta, ísafirði. Bækur í FÓSTRI HJÁ JÓNASI Halldór E. Sigurðsson fyrrver- andi ráðherra rekur minningar sín- ar. Bókaútgáfan öm og örlygur hefur gefið út fyrra bindi endur- minninga Halldórs E. Sigurðssonar fyrrverandi ráðherra. Halldór er löngu þjóðkunnur áhrifamaður í íslensku stjómmálalífi á hinu um- brotamikla tímabili áratuganna eftir styrjöldina. I þessu fyrra bindi æviminninga sinna lýsir Halldór fyrst uppvexti sínum á Snæfellsnesi og síðan skólavist í Reykholti, en þar er að finna einhverja gleggstu lýsingu sem rituð hefur verið af heimavist- arlífinu í héraðsskólunum eins og það var á fyrstu árum þeirra. Forvitnilegasti kafli bókarinnar er þó líklega frásögn Halldórs af Vinningar í H.H.Í. 1986: 9 ákr. 2.000.000; 108 ákr. 1.000.000; 216 á kr. 100.000; 2.160 á kr. 20.000; 10.071 ákr. 10.000; 122.202ákr. 5.000; 234aukavinningará kr. 20.000. Samtals 135.000 vinningar á kr. 907.200.000. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings Skipaskoðunarvörur í allar stærðir skipa Frá PAINS WESSEX m.a. Línubyssur — Flot- hausar — Handblys — Svifblys — Bjarghringsljós — Manover-board. Slysavarnafélag íslands notar eingöngu þ.h. vörur frá PainsWessex. Björgunarvesti — Björgunar- hringir — Slökkvitæki — Dælur alls konar — Brunaslöngur og tengi — Siglingaljós — Radar- speglar — Þokulúörar — Akk- eriskeðjur — Öryggishjálmar o.m.fl. BARCO NORDIS öryggisleiöari þurrbjörgunar- búningar Björgunarnetiö MARKUS Ánanaustum, Grandagarði 2, sími 28855. REKSTRARVÖRUR FYRIR ÚTGERÐ OG FISKVINNSLU. VINNU- OG SJÓFATNAÐUR — VERKFÆRAÚRVAL — MÁLNING Á ALLA FLETIÚTIJAFNTSEM INNI. fóstrinu sem hann naut hjá Jónasi frá Hriflu rúmt missiri um tvítugs- aldurinn, þegar hann var í eins konar verknámi hjá Jónasi, og í matarvist hjá ýmsum Framsóknar- höfðingjum til skiptis. Lýsing Halldórs á Jónasi og fjölskyldu hans á árinu 1936 og kynnum við hann þá og síðar er mikilvægt framlag til skilnings og skilgrein- ingar á gerð og lífsstarfi þess merkilega manns, og hæfir vel að það komi fram á aldarafmæli hans. Þá segir Halldór eftirminnilega frá búskap sínum á Staðarfelli, og er ekki síst fróðleg frásögn hans af nýtingu hlunnindanna í eyjum á Hvammsfirði. og hann hefur ýmis- legt að segja frá samskiptum sínum við Dalamenn í félagslífi og sam- býli. Saga Húsmæðraskólans á Staðarfelli er líka rakin að nokkru. Fyrst og síðast er það þó hin ó- trúlega mikli fjöldi fólks, sem Halldór hefur kynnst, er verður honum frásagnarefni í þessari bók. 1 fóstri hjá Jónasi er sett og prentuð í Prentstofu G.Benedikt- sonar en bundin hjá Amarfelli. Kápu hannaði Sigurþór Jakobsson. Jóhann S. Hannesson TIUNDIR KVÆÐI TÍUNDIR Kvæði eftir Jóhann S. Hannesson. Bókaútgáfan öm og örlygur hefur gefið út Ijóðabók eftir Jó- hann S. Hannesson sem nefnist Tí- undir. Jóhann andaðist 9. nóvember 1983. Hann lét eftir sig í handritum ljóð þau, frumkveðin og þýdd, sem nú koma út. Langflest ljóðin orti Jóhann síðustu þrjú árin, sem hann lifði og ekkert þeirra hefur áður komið út í bók. Skáldskapur Jóhanns S. Hann- essonar er í heild sérkennilegt og merkilegt framlag til íslenskrar ljóðagerðar á okkar tímum. I kvæðum hans fara einatt saman skörp hugsun, vitsmunaleg dýpt og rík tilfinning. En fyndni hans og formlist njóta sín víða sérstaklega vel í þessari bók, til dæmis í þýð- ingum hans á Robert Herrick og ekki síður í því formi, sem hann nefndi „spöku”, fjögurra lína er- indi af sömu gerð og Rubáyát. Kristján Karlsson hefur séð um útgáfu kvæðanna og skrifað inn- gang um skáldskap Jóhanns. Tíundir er sett og prentuð í Prentstofu G.Benediktssonar en bundin í Amarfelli. Sigurþór Jakobsson gerði kápu.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.