Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 17.12.1985, Blaðsíða 48

Vestfirska fréttablaðið - 17.12.1985, Blaðsíða 48
48 m vestfirska TTABLASID um á aðventu 1985 Hildigunnur Högnadóttir ísafirði: Það er oft erfitt að taka eitt fram yfir annað þegar minnast skal ársins sem nú kveður. I mínum huga er þó ganga Reynis Péturs umhverfis landið afar minnisstæður atburður. Kjarkur hans og dugnaður á- samt óbilandi trú á náunga- kærleikann ætti að vera okkur öllum til eftirbreytni. Enda fór það svo að næstum hver lands- maður fylgdist með af miklum áhuga og studdi Reyni Pétur með ráðum og dáð. Reynir fór það sem hann ætlaði sér og færði heim til Sólheima ómet- anlegan stuðning frá lands- mönnum til byggingar sund- laugar í Sólheimum. Vissulega voru það mér vonbrigði að Reynir skyldi ekki ganga um Vestfirði. Það hefði verið mikil íslandsvinir íslandsvinir eru landssamtök á- hugafólks um velferð fslands. Þeir hafa það að markmiði sinu meðal annars að vekja landsmenn til vit- undar um gildi þess að kaupa ís- lenskar vörur, og hyggjast gera það með áróðri f fjölmiðlum. Við sniðgöngum oft innlenda framleiðslu — bara vegna þess að við vitum að hún er íslensk á með- an skortir íslensk iðnfyrirtæki fé til þess að geta haldið í við þau er- lendu. Átakið sem þarf og það eina sem dugar gegn þessu öllu er átak Hljómplötur ÉG HELD GLAÐUR JÓL Kristinn Sigmundsson og Mótettu- kór Hallgrímskirkju syngja jólalög. Stjómandi: Hörður Áskellsson. Einleikarar: Ásgeir Steingrímsson, trompet, Marteinn H. Friðriksson, orgel, Szymon Kuran, konsert- meistari. Bókaútgáfan öm og örlygur hefur gefið út hljómplötu Kristins Sigmundssonar og Mótettukórs Hallgrímskirkju. Hljóðritunin er stafræn (digital) og fór fram í Hallgrímskirkju og Kristskirkju s.l. sumar. Upptökur annaðist Halldór Víkingsson. Lögin á plötunni eru: Fögur er foldin, Nóttin var sú ágæt ein, Syngi guði himnahjörð, Það aldin út er sprungið, Engill blíður boðskap tér, Jólasöngur frá Cov- entry, Wacht auf, wacht auf, Guðs kristni í heimi, Sjá himins opnast hlið, Oss bam er fætt í Betlehem, Engill fór í fátækt hús, Einu sinni í ættborg Davíðs og Grosser Herr, o starker König. ÉG LÍT í ANDA LIÐNA TfÐ Ólafur Magnússon frá Mosfelli syngur, Jónas Ingimundarson leik- ur með á píanó. Bókaútgáfan öm og örlygur hefur gefið út hljómplötu með ein- Églítíanda \ liónatíð Olahir Magnússon frá Mosfelll syngtir lonas Ingimundarson Wkur rweð á pfanó 1 d H uppörvun fyrir okkur sem leggjum málefnum fatlaðra lið hér á Vestfjörðum og kannski minnt okkur öll á, að við eigum líka okkar „Sólheima” sem er Bræðratunga, nýstofnað heimili fatlaðra á Vestfjörðum. Það er bæði ljúft og skylt að þakka þann stuðning og velvild sem þar hefur verið sýndur, en jafn- framt skyldi haft í huga að að því heimili ber okkur Vestfirð- ingum að hlúa. Allar okkar stofnanir hvort sem þær eru menntunar- eða menningarlega aukandi eiga rétt á sér í velferðarþjóðfélagi, en bágt er það ef við heyrum illa eða alls ekki, raddir þeirra sem minnst mega sín og geta sjaldn- ast talað sínu máli sjálfir. Annað er það sem ánægjulegt er að minnast en það er, að þann 19. júní s.l. voru liðin 70 ár frá því að íslenkar konur fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis og minntust konur þess víðsvegar um landið. I framhaldi af því er mér ofarlega í huga að í ár er lokaár Kvennaáratugar Sameinuðu þjóðanna sem hófst 1976. Það verður mörgum (manninum) á að spyrja hvers vegna kvennaár og kvennaáratugur? í þessum fáu línum verður ekki gerð til- raun til að svara þeirri spum- ingu, nema að örlitlu leyti. Alþjóðlegt kvennaár 1975 og kvennaáratugurinn í kjölfar þess eru sprottin af starfsemi S.Þ. fyrir auknum mannrétt- indum. Enda þótt engum loka- áfanga sé náð varðandi jafnrétti kynjanna, held ég að við hljótum að geta verið sam- mála um að þjóðfélögin hafa ekki efni á að sniðganga konur. Atvinnuþáttaka kvenna hefur aukist gífurlega á kvennaára- tugnum en launin era ekki í samræmi við vinnuframlag og verður að bæta. Þegar á heildina er litið held ég að árið 1985 hafi farið ágæt- um höndum um landsmenn. Gott er að minnast góðs vetrar framan af árinu, á meðan frændur okkar á hinum Norð- urlöndunum börðust við fimbulvetur og urðu jafnvel hörmuleg mannslát sökum kulda. Héðan frá fsafirði er gaman að minnast á frábæran árangur Sunddeildar Vestra, og ljóst að þar fara efnileg ungmenni sem eiga stuðning okkar skilið. Að síðustu vil ég lýsa yfir á- nægju minni með það fram- faraspor að strætisvagnaakstri hefur nú verið komið á, íbúun- um til hagsbóta og síðast en ekki síst það mikla öryggisatriði að nú skuli loks vera komin lýsing á alla Skutulsfjarðar- braut sem eykur mjög öryggi vegfarenda hvort sem er gang- andi eða akandi. landsmanna allra. Það er fólgið í hugarfarsbreytingu og breyttum neysluvenjum. Félagsgjaldið er nákvæmlega þetta: kostnaður við flutning eftir- farandi auglýsingar í útvarpi Rás l einu sinni: Kaupum íslenskt — fs- landsvinir. Þín kvittun fyrir félagsgjaldi 1985 er þannig kvittun útvarpsins þegar þú staðgreiðir fyrir flutning auglýsingarinnar. Ef þú ert með aðsetur úti á landi getur þú greitt í gegnum símstöðina á staðnum. Náum saman um land allt. söng Ólafs Magnússonar frá Mos- felli og píanóundirleik Jónasar Ingimundarsonar. Platan er gefin út í tilefni 75 ára afmælis Ólafs fyrr á þessu ári og er hér um nýjar upp- tökur að ræða sem allar fóru fram í Hlégarði s.l. sumar. Lögin sem Ólafur syngur eru: Suðumesja- menn, Kom ég upp í Kvíslarskarð, Horfinn dagur, Nótt, í dalnum, Þei, þei, og ró, ró, Ég lít í anda liðna tíð, Vorvindur, Ásareiðin, Plágan, Nirfillinn, Fyrir átta árum, Berg- ljót, Vor, Til Unu, Góða veislu gjöra skal, Helgum frá döggvum himnabrunns, Kveðja, Sunnudag- ur selstúlkunnar, Litla skáld, Al- einn reika ég um dimman stíg, Rauði sarafaninn, Vögguljóð. Þorsteinn Hannesson ritar nokk- ur orð um söng Ólafs á umslag plötunnar og segir m.a.: „Þess á eftir að verða getið í annálum að maður á þessum aldri skuli syngja inn á hljómplötu. Það á eftir að verða sífellt undrunarefni að rödd hans skuli þar hljóma með allt að því æskublæ. Maður hlustar- og dettur ekki aldur í hug.” Upptökur eru stafrænar (digital) og fóru eins og áður segir fram í Hlégarði. Upptökumar annaðist Halldór Víkingsson. Gott er að hafa mikinn mat og marga helgidaga, segir máltækið Það á ágætlega við nú, er jólin nálgast og af því tilefni bjóðum við Svínalæri heil 369,00 Svínalæri úrbeinað 616,00 Svínakambur úrbeinaður 489,00 Svínabógur hringskorinn 405,00 Svínakambur úrbeinaður reyktur 478,00 Svínahamborgarhryggur 498,00 Lambalæri úrbeinað með eða án fyllingar..................387,00 Hraunbergssteikur 437,00 Hangikjötslæri heilt 327,00 Hangikjötsframpartur heill 199,00 Hangikjötslæri úrbeinað 457,00 Hangikjötsframpartur úrbeinaður 338,00 Kjúklingar 225,00 Rjúpur 150,00 Lítíð inn, það borgar sig ATHUGIÐ — ATHUGIÐ Við tökum við greiðslukortum Eurocard og Visa M SUIMDSTR/ETI34'»4013

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.