Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 17.12.1985, Blaðsíða 27

Vestfirska fréttablaðið - 17.12.1985, Blaðsíða 27
vestfirska r ntETTABLAÐID 27 Jólasíða yngstu lesendanna í umsjón Æskulýðssambands vestfirskra safnaða_ Jesús kom af himni ofan Veist þú hvenær líf þitt hófst? Já, það hófst þegar þú fæddist. Á hverju ári átt þú afmæli og þá hugsar þú um daginn sem þú fæddist. Mæður muna þann dag mjög vel. Þá varstu pínulítið bam, mjög dýrmætt, lítið barn. Þegar Jesús fæddist var hann líka pínulítið bam. En líf Jesú hófst ekki þegar hann fæddist. Það hófst löngu, löngu fyrir þann tíma. Jesús er Guð og Guð hefur aiitafverið til. Jesús, Guðs sonur, lifði á himnum, með Guði föður og Guði heilögum anda, löngu, löngu áður en jörðin var sköpuð. Þú manst að jörðin var góð og faUeg í fyrstu. Adam og Eva vom yndisleg, þau vom sköpuð í Guðs mynd. En syndin kom og eyðilagði allt. Guð var hryggur vegna þeirrar sorgar og erfiðleika sem komu eftir það. Og Guð sagði: „Við munum senda frelsara." Jesús sagði: „Ég er fús að fara til jarðar og vera frelsarinn." Heilagur andi gjörði hkama fyrir Jesú. Og Jesús fæddist sem lítið barn. Hann fæddist í Betlehem. Ó, Hvflíkur söngur hjá englunum þetta kvöld — herskörum engla! Þeir vom svo glaðir að Jesú hafði farið niður til jarðar. Þeir vom svo glaðir, vegna þess að hann fór til þess að verða frelsarí okkar. HvQík breyting fyrir Jesú að koma niður til jarðar frá himni. Himnaríki er fullt af dýrð. Þar em engir sjúkdómar, sorg eða synd. En Jesú yfirgaf sín fögm heimkynni, föður sinn og hina dýrlegu engla, til þess að koma niður til okkar syndugu jarðar. Jesús var ríkur á himni, allt var hans. Þegar hann kom til jarðar, var hann fátækur. Hann skildi eftir allan ríkdóm sinn og dýrð sína. Það var ékki einu sinni hús tilbúið fyrir hann hér á jörðu. Hann fædd- ist í fjárhúsi. Og hann átti ekkert rúm. Móðir hans, María, lagði hann í jötu. Jesús var almáttugur á himni. Hann var Drottinn himins og jarðar og Drottinn englanna. Þegar hann gjörðist ungbarn, gat hann alls ekkert gjört! Ung- böm þarfnast móður til þess að sjá um sig. Jesús var ósjálfbjarga eins og öll önnur komaböm. Jesús varð alveg eins og við, nema hann hafði enga synd í hjarta sínu, eins og við, þegar við fæddumst. Frásagan um fæðingu Jesú er undursamlegasta frásagan í Biblíunni. Hún er undursamlegasta frá- sagan í öllum heiminum og undursamlegasta frá- sagan á himnum. Hugsaðu bara út í þetta—Jesús, Guðs sonur, gjörðist ungbam! Hann gjörðist maður til þess að verða frelsari okkar, vegna þess að Guð elskar okkur svo mikið og vildi frelsa okkur. Mynd til að lita Bjöllustrengur Efni: Rautt filt, 45X35 cm., gyllt band til að sauma með, 1 gyllt bjalla og 1 hringur. IQippið 12 stykki samkv. teikningu, en skiljið eftir 2 stök stykki. Þessi 5 stykki sem saumuð voru saman eru síðan tengd saman á hliðunum, þá er þetta samhangandi lengja. Síðast er þessum tveim stykkjum bætt við sinn hvom endann og saumuð við á hliðunum. Bjallan saumuð á annan endann, en hringurinn saum- aður á hinn endann. Einnig má gera klukkustrenginn úr fallega litum pappír og em þá stykkin límd saman á þeim stöðum sem merkt er við og festa síðan bjöllu og hring á strenginn. Gangi ykkur vel. Atriði til að ræða um Hvað var Jesús áður en hann varð ungbam? Hvers vegna kom Jesús til jarðar? Hvað skildi hann eftir á himnum? Við ættum að læra þetta Biblíu- vers um Jesú utan- að: „Þér þekkið náð Drott- ins vors Jesú Krists. Hann gjörðist fátækur yðar vegna, þótt ríkur væri, til þess að þér auðguðust af fátækt hans.“ 2. Kórintubréf 8.9 Ritningar- lestur: Jóhannesarguðspjall kafli 3, vers 16 og 17. (Skammstafað: Jóh. 3.16 — 17). Athugaðu hvort þú finnur þetta. Sálmur Jesús, þú ert vort jóla- ljós, um jólin ljómar þín stjama. Þér englamir kveða himneskt hrós, það hljómar og raust Guðs bama. Skammdegismyrkrið skyggir svart, ei skugga sjáum þó tóma. Þú ljósið af hæðum, blítt og bjart, þú ber oss svo fagran ljóma. V. Briem. Bæn: Kæri faðir, hve undur- samlegur hann var, dagurinn sem Jesús fæddist. Við þökkum þér Jesús fyrir að koma sem lítið barn til þess að verða frelsari okkar. Hjálpa okkur heilagur andi til þess að elska Jesú meira og meira. Amen.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.