Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 17.12.1985, Blaðsíða 32

Vestfirska fréttablaðið - 17.12.1985, Blaðsíða 32
vestfirska r 32 FRGTTABLASID Hvað vissu þau? Gunnar Olsen hittum við í bókabúð i miðborginni og fannst hann af einhverjum ástæðum líklegur tii að vita svarið. En hann kom ekki heldur fyrir sig nafni vinabæjarins, fannst hann þó endilega hafa lesið það í blöðunum. Þegar við höfðum sagt honum það varð honum að orði: „Nú veit ég það og gleymi því aidrei.“ Inger Adamsen seldi dýrindis osta. Henni fannst mikil synd að vita ekki hvað vinabærinn á íslandi hét. Og þar með gáfumst við upp á að leita Hróarskeldinga sem ekki kærðu sig kollótta um vinabæjar- samstarf við ísfirðinga. Víkingasafnið í geymir eina knörrinn sem Jólatré Okkar árlega sala á jólatrjám hefst sunnudaginn 15. desember kl. 14.00 — 18.00 við Sigurðarbúð. Nánari upplýsingar í götuauglýsingum BJÖRGUNARSVEITIN SKUTULL fundist hefur VÍKINGASAFNIÐ Hróarskelda státar af einu merkasta safni Evrópu. Það er Víkingasafnið svokallaða, en þar hefur verið komið fyrir fimm víkingaskipum sem fund- ust á botni Hróarskeldufjarðar á 6. áratugi aldarinnar. Safnið stendur við botn fjarðarins og lætur ekki mikið yfir sér. Þegar okkur bar að mátti sjá eftirlík- ingu af einu skipanna í safninu sigla þöndu segli úti á pollinum. Seinna var okkur sagt að leitast hefði verið við að hafa skipið sem allra líkast fyrirmyndinni. Til að mynda var allur viður í það höggvinn til á sama hátt og talið er að gert hafi verið forð- um og seglið var ofið úr ull af fjárstofni í Norður-Noregi. Sá sem fræddi okkur um þetta og margt fleira er við- kemur sögu safnsins og skip- anna heitir Erhard Grimstad og er forstöðumaður safnsins. Hann er maður á sextugsaldri, léttur og lifandi og fjarskalega hlýr í viðmóti. Hann tók okkur opnum örmum í orðsins fyllstu merkingu og það kom fljótt í ljós hversu góður sögumaður hann er. UPPGRÚFTURINN Erhard byrjar á að segja okk- ur hvað það hafi verið aldeihs gaman á vinabæjamótinu síðasta sumar, það hafi verið svo mikið af skemmtilegu fólki. Hann ljómar allur af ánægju þegar hann segir frá þessu. En svo víkur hann talinu að safn- inu og vill byrja á því að sýna okkur kvikmynd um uppgröft skipanna. Hann hefur þó þann formála að uppgröftur neðan- sjávar hafi verið og sé enn alveg nýtt fyrirbæri. Þess vegna hafi þeir sjálfir orðið að finna út hvernig þeir ættu að bera sig að. Síðan glápum við á myndina og sjáum m.a. hvemig þeir fornleifafræðingarnir ráku nið- ur stálþil í kringum flökin og pumpuðu síðan sjónum úr, þannig að myndaðist nokkurs konar eyja þama undir sjávar- máli í firðinum miðjum. Það skal tekið fram að flökin lágu aðeins á tæplega tveggja metra dýpi. Og þama var unnið hörð- um höndum í heilt sumar við að bjarga hinum merku fomminj- um frá eyðingaröflunum. En hvað voru þessi fimm skip að vilja þama þversum í firðinum? — Ef þú lest áfram færðu svar- ið. SÖKKT MEÐ GRJÚTI Erhard segir: „Frá Hróars- keldu hggur alllangur fjörður út á rúmsjó. Þessi fjörður er grunnur og aðeins hægt að sigla eftir ákveðnum rennum. Á vík- ingatímanum var ekki um margar samgönguleiðir að velja þar sem land var allt skógi vaxið og því notuðu menn skip til að fara á milli bæja. Ef fjendur bæri að hlytu þeir að koma siglandi inn fjörðinn, um aðrar leiðir væri ekki að ræða. Og þar koma skipin okkar til sögunnar. Forfeður okkar Hróarskeldinga tóku fimm gömul og úr sér gengin skip, sigldu þeim 20 km út fjörðinn og sökktu þeim með steinum í siglingarennunni. Þannig var hægt að stöðva ó- vininn í 20 km fjarlægð. Svo höfðu þeir varðtuma á vissum hæðum og ef eitthvað var að sendu þeir bálmerki inn til að vara við.“ Og nú brosir Erhard, hrifinn af ráðsnilld forfeðra sinna. NET FISKIMANNA RIFNUÐU „Það hafði lengi verið vitað

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.