Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 17.12.1985, Blaðsíða 38

Vestfirska fréttablaðið - 17.12.1985, Blaðsíða 38
vestfirska rRETTABLADID Einar K. Guðfinnsson gagnrýnir fiskveiðistefnuna: Kvótakerfið hefur mun fleiri galla en kosti INNKAUPADEILD býður veiðarfœri til: ★ Togveiða ★ Nótaveiða ★ Netaveiða ★ Línuveiða Leitið upplýsinga mtwwao H»ÍH<JIHVC)UV®TlriCO#COTUPQ9CK8«REr>aOCTa.29500CAa£SVKSELCXW«SmEXX*3VESSafi Eins og flestir vita byggja íslendingar lífs- afkomu sína á fiskveiðum. Veiðunum hefur undanfarin ár verið stjómað með kvótakerfi og hefir hverjum sýnst sitt um ágæti þess. í haust sem leið lagði Halldór Ásgrímsson fram fmmvarp um stjómun fiskveiða. í því em fólgnar nokkrar breytingar á núverandi fyrirkomulagi og er sú helst að lagt er til að heildaraflamagn verði ákvarðað til þriggja ára í senn í stað eins árs eins og nú er gert. Einar K. Guðfinnsson sem er varaþingmað- ur Sjálfstæðismanna á Vestfjörðum hélt ræðu á Alþingi í haust þar sem hann setti fram harða gagnrýni á þetta fmmvarp sjávarút- vegsráðherra. Einar er gagnkunnugur mál- efnum sjávarútvegsins, og því birtum við hér hluta af ræðu hans. í fyrsta hluta ræðunnar rifjar Einar upp forsögu málsins og fjallar nokkuð um skrapdragakerfið sem beitt var við stjómun fiskveiða áður en kvótakerfið var sett á. Þar segir Einar: ÞRÍR RÁÐHERRAR ÚR ÓLÍKUM FLOKKUM „Ég vil í fyrsta lagi minna á að lögin um fiskveiðar í land- helgi Islands frá maí 1981 voru sett að frumkvæði og undir for- ystu Matthíasar Bjamasonar sem þá var sjávarútvegsráð- herra. Þeim var enn fylgt af eft- irmanni hans Kjartani Jó- hannssyni og loks af núverandi forsætisráðherra Steingrími Hermannssyni, sem þá var sjávarútvegsráðherra. Ég held að það sé mjög mikilvægt að við höfum þetta í huga þegar við erum að tala um kvótaskiptingu á afla að það er ekki langt síðan hér var framkvæmt allt önnur veiðistjómun í sæmilegum friði af mönnum með svo gjörólíkar stjórnmálaskoðanir sem ég hef rakið hér. En nú er rétt að snúa sér að sjálfu frumvarpinu og líta á einstakar efnisgreinar þess. Ég vil þá byrja á því að skoða nokkuð 1. efnisgrein frum- varpsins sem hljóðar svo: ÓHEPPILEG AÐFERÐ „Fyrir 1. nóvember ár hvert skal sjávarútvegsráðherra að fengnum tillögum Hafrann- sóknarstofnunar ákveða með reglugerð þann afla sem veiða má úr helstu botnfisktegundum

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.