Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 17.12.1985, Blaðsíða 45

Vestfirska fréttablaðið - 17.12.1985, Blaðsíða 45
vestfirska "RETTABLADID 45 Litið um öxl á aðventu 1985 Hugleiðingar nokkurra Vestfirðinga um árið sem er að líða Ljósmyndir: Mats Wibe Lund Pétur Þorsteinsson, Tálknafirði: Vegna þess að Tálknafjörður hefur ekki verið oft nefndur í blaðinu, kemur fyrst örstutt upprifjun frá eldri tíð. Tálknafjörður er yngsta þorp á Vestfjörðum. Árið 1956 voru hér, þar sem þorpið stendur nú aðeins þrír sveitabæir og fimm önnur hús. Lítill bryggjustúfur fyrir litla báta og lítið frystihús. Nú er hér þorp með 380 íbúum. Allt hefur verið byggt upp frá grunni. Nýtt hraðfrystihús og tvær aðrar fiskverkunarstöðvar, nýr skóli, stór hafskipabryggja, þar sem stærstu skip flotans geta lagt að. Á þessu tímabili hafa Tálknfirðingar látið smíða átta ný fiskiskip, þar af tvo skuttogara, auk kaupa á eldri skipum. Hér er fullkomin Vél- smiðja þar starfa 6 — 8 manns. Trésmíðaverkstæði þar starfa 10 — 12 manns, Bílaverkstæði, Rafverkstæði auk annara smærri fyrirtækja. Þá eru tveir bankar Landsbankinn og Sam- vinnubankinn. Landsbankinn opinn alla daga. Samvinnu- bankinn þrisvar í viku. Flotinn skilar á land á þessu ári milli 5 og 6 þúsund tonnum. af fiski. Þá er ekki meðtalinn afli bv. Sölva Bjamasonar, sem leigður var til Bíldudals. MARKVERÐAST HÉÐAN Á ÁRINU Á þessu ári var lokið við að steypa plötu á nýja hafskipa- bryggju og er nú hægt með góðu móti að afgreiða t.d. þrjá skut- togara í einu ef með þyrfti. Þá hefur aðalgatan verið lögð bundnu slitlagi gegnum þorpið út að skóla og sundlaug alls ca. tveir km. Á s.l. sumri var lagt slitlag á veginn milli Patreks- fjarðar og Tálknafjarðar að mestu og er að því mikil sam- göngubót, en til Patreksfjarðar þurfum við að sækja til læknis og sýslumanns. Þó kemur sýslumaður til okkar þegar hann þarf að bjóða eitthvað upp. Hjá Hraðfrystihúsi Tálknafjarðar hf. standa yfir miklar framkvæmdir. í fyrstu lotu er verið að byggja nýjan frystiklefa 500 fermetra að stærð. I framhaldi af því fara fram breytingar á frystihúsinu á næstu tveim árum. Trésmiðjan Eik hér á staðnum hefur séð um þessa byggingu, en járnverk hefur annast Vélsmiðja Tálknafjarðar en rafmagns- vinnu fyrirtækið Rafröst. Ekki þarf að sækja iðnaðarmenn út úr þorpinu. Helstu fram- kvæmdir hjá hreppnum hafa verið í uppbyggingu hafnarinn- ar, eins og áður er sagt og er hafnaraðstaða nú orðin mjög góð hér. Á arinu var opnað hótel með sjö herbergjum. Hjónin Bjöm Sveinsson og Ólöf Ólafsdóttir eiga og reka hótelið, auk þess sem þau reka mjög góða matsölu hér. Gestir hó- telsins hafa verið mjög ánægðir með alla aðstöðu og þjónustu á staðnum. Á sumrinu var gengið frá góðri aðstöðu við heitavatns- potta, sem em rétt fyrir utan þorpið og er þar fjölsótt. Víða er hér heitt vatn í firðinum, sem auk heitu pottana er notað í sundlaug, sem hér er. Haldið var áfram að steypa upp íþrótta og félagsheimili (1200 ferm. að stærð) og áætlað að það komist í gagnið fyrir aldamót. Haldið var áfram uppbyggingu fisk- eldis, en möguleikar virðast mjög miklir, þar sem eins og áður er sagt, er heitt vatn víða í firðinum. Tvö fiskeldisfyrirtæki eru hér starfandi Lax hf. og Þórslax hf. að mestu í eigu sömu aðila. Þar hafa verið byggð sex 50 rúmmetra fiskeldisker tvö 300 rúmmetra ker eitt 750 rúm- metra ker og eitt 800 rúmmetra ker. Tvö hin síðastnefndu úr stáli. I stöðvunum eru nú 50 þúsund fiskar tveggja ára og 20 þúsund seiði regnbogasilungs. Auk þess eru 8000 fermetra tjamir í fjarðarbotninum, sem 2 til 3 þúsund fiskar eru í. Þar geta menn veitt á stöng allt upp í 13 punda fiska. Eigendur stöðv- anna segja mikinn skilning landsfeðra á fiskirækt, en það sé hinsvegar létt í vasa, þar sem lítil fyrirgreiðsla fáist í pening- um. Hafa þeir byggt upp fisk- eldið mest fyrir eigið fé. Engin óhöpp hafa orðið í rekstrinum og er áætlað að eftir tvö til þrjú ár verði hægt að slátra fiski fyrir 30 til 40 milljónir króna. Þegar hafa verið seld þrjú tonn til Bandaríkjanna og líkaði fiskur- inn vel og fengust kr. 350.- fyrir kg. Vondu fréttirnar úr at- vinnurekstrinum hér eru þær, að nú hafa Tálknfirðingar misst annan togara sinn. Bv. Sölvi Bjamason var boðinn upp ný- lega og keypti Fiskveiðisjóður skipið. Skipið hefur alla tíð fiskað vel og vel að útgerð þess staðið, en vegna óhagstæðra lána (dollaralána) var ekki nokkur leið að standa í skilum við fiskveiðisjóð og misstu því eigendur þess, sem voru tveir Tálknfirðingar, skipið og allt það sem þeir höfðu lagt í það. Nú stendur til að selja ein- hverjum öðrum skipið fyrir „slikk”. Nær hefði verið að nota pennastrikið hans Alberts strax, í stað þess að fara í kring um þessi mál eins og köttur í kring um heitan graut. Ég hefi í þessum greinastúf eingöngu haldið mig við heimaslóðir. Margt væri hægt fleira að tína til, en plássið í blaðinu leyfir það víst ekki. Af því sem gerst hefur ann- arsstaðar, eru það langmerk- ustu fréttir, að kvennaáratugur- inn er nú liðinn öllum til mikils léttis. Pétur Þorsteinsson, Tálknafirði. Allsherjarlausn að versla í Blómabúðinni

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.