Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 17.12.1985, Blaðsíða 24

Vestfirska fréttablaðið - 17.12.1985, Blaðsíða 24
vestfirska 24 r FRETTABLADID Pétur Bjarnason: Ein ferð af mörgum á stríðsárunum Það er vetur á Isafirði, og það hallar að jólum. Það er stríð í heiminum og þýskir kafbátar og flugvélar skjóta íslenska fiski- menn hvar sem til þeirra næst, jafnt við strendur landsins, sem á úthafinu. Richard hafði kom- ið úr söluferð um mánaðamótin nóvember og desember. Það hafði verið ógæftasamt undan- farið og lítið aflast. Fiskflutn- ingaskipin bæði innlend og er- lend höfðu hópast saman við bæjarbryggjuna og lágu þar í röðum hvert utan á öðru. Það var ekki gæfulegt útlit með að fá fisk til flutnings á næstunni, þar sem allir urðu að fara í röðina, hvort sem um var að ræða inn- lend skip eða erlend leiguskip frá hemumdu löndunum. Að- allega frá Noregi, Danmörku og Frakklandi. Sömu fréttir var að hafa frá öllum stærri verstöðv- unum. Um vorið höfðu þýskir kaf- bátar haft sig sérstaklega mikið í frammi um manndráp og skipaeyðingar á sighngaleiðinni milli íslands og Englands. Fyrst var ráðist á Fróða og drepnir 5 menn. Þeim sem eftir lifðu tókst að koma skipinu til hafnar í Vestmannaeyjum. Næst hvarf Reykjaborg stærsti togari íslendinga, í fyrstu með öllu, en síðar fundust 2 menn á fleka sem gátu skýrt frá atvik- um. Pétursey fór frá ísafirði 10. mars og sást síðast við St. Kilda og hafði þá stefnu í Irska kan- alinn og hélt eðlilegri ferð og allt virtist vera í lagi um borð. Þeir hafa því verið komnir langleiðina að ferðalokum þegar þeir mættu örlögum sín- um vegna árásar kafbáts eða flugvélar. Iágústmánuði fór Jarlinn frá Fleetwood áleiðis til ísafjarðar með 11 manna áhöfn og hefur aldrei til hans spurst síðan. Á Pétursey var stýrimaður Hallgrímur Pétursson frændi minn frá Flateyri, aðeins 24 ára gamall. Við vorum bræðrasynir og með okkur var góð vinátta og tók ég hann mér mikið til fyrir- myndar. Hann fór ungur til sjós á bátana hér heima og síðar á togarann Hafstein frá Flateyri og fylgdi honum suður, þegar hann var seldur. Nú hafði hann lokið stýrimannaskóla og var kominn til baka og orðinn stýrimaður á Pétursey. Á vetrarvertíð næst á eftir fannst hluti úr stýrishúsþaki suður á Reykjanesmiðum gegnumborað af vélbyssukúl- um og þekktist þar þak af stýr- ishúsi Péturseyjar, og voru þá þeirra örlög skýrð. Um vorið þegar skipatöpin voru sem mest höfðu siglingar stöðvast og legið niðri um tíma, meðan verið var að koma skipulagi á þær ef menn fengj- ust til þess að hefja þær aftur, sem varð að gerast því allt at- vinnulíf hafði hreinlega stöð- vast og allir flutningar að og frá landinu lágu niðri. Loks var tekinn upp sá háttur að togarar skyldu sigla í samfloti 2 og 2, en smærri flutningaskipin ráða sínum ferðum svo sem verið hafði. Richard var fyrsta skipið sem sigldi eftir stoppið og að lokinni þeirri ferð fór skriðan af stað aftur. Við fengum uppgefnar stefn- ur og vegalengdir sem við áttum að fylgja í alls konar krókaleið- um, sem hefðu lengt siglinguna til muna og aukið hættuna á að skemma fiskinn. Þeim fyrir- mælum var því lítið fylgt, en stefnan sett frá nesi til ness og síðan látið arka að auðnu. Þegar svo var ástatt, sem í þetta skipti, þá fóru minni skipin stundum á það sem þá var kallað að fara á skrap. Það er að segja, fara á smærri út- gerðarstaðina, sem stærri skipin gátu ekki sinnt vegna hafnleysis og fá sitt lítið á hverjum stað uns farmi var náð. Það þóttu erfiðir og oft leiðinlegir túrar og þar sem leið að jólum tóku fjöl- skyldumenn sér frí. Skipstjórinn Eyþór Hallsson og stýrimaðurinn Pétur Þor- steinsson fóru báðir í frí til Siglufjarðar og í stað þeirra komu Lárus Þ. Blöndal fyrrum skipstjóri hjá Eimskip og víðar og Markús Sigurjónsson frá Reykjavík. Ýmsir fleiri fóru einnig í frí. Vélstjórar í þessari ferð voru Bjamleifur Hjálmars- son og Snorri Halldórsson, kokkur var Pétur Friðsteinsson frá Reykjavík og hásetar voru undirritaður, Halldór G. Hall- dórsson frá Bolungarvík og Siglfirðingur, Gunnar frá Vatni fyrrum skipstjóri þar. Við fórum frá ísafirði eftir miðjan desember og héldum fyrir Hom og inn á Húnaflóa áleiðis að Gjögri. Það er óhrein leið að fara og engin glæsisigl- ing í skammdegis myrkri og byl, með áttavitann og vegmæhnn ...Ég fór yfir 30 ferðir með fisk til Englands á stríðsárunum bæði á togurum og flutningaskipum, og stundum var umhverfið ömurlegt þegar farið var um svæði, þar sem skip höfðu verið skotin niður og allt var flóandi í rekaldi og hörð fyrirmæli frá herstjóminni að skipta sér sem minnst af... Isaijarðarkaupstaður ísafj arðarkaupstaður óskar öllum þegnum sínum gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs og þakkar þeim fyrir árið, sem er að líða. Bæjarstjórinn á ísafirði

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.