Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 17.12.1985, Blaðsíða 15

Vestfirska fréttablaðið - 17.12.1985, Blaðsíða 15
vestíírska 1 rRETTABLADID 15 Smári Haraldsson er kennari við Menntaskólann, hann er umsjónarmaður öldungadeildar og hefur talsvert kennt þeim öldungum sem nú eru að út- skrifast. Við slógum á þráðinn til hans og báðum hann að segja okkur eitthvað um starfsemi deildarinnar. „Þetta er níunda önnin þeirra, það var tæplega þrjátíu nemenda hópur sem hóf nám. Nú, menn hafa heltst úr lestinni og þeim hefur seinkað af ýms- um ástæðum. En þessi kjami hefur haldið þetta ansi vel út. Það hefur verið mjög gaman að vinna með þessu fólki, þetta eru alveg einstaklega duglegir nemendur og mér finnst það mjög jákvætt fyrir staðinn og fyrir bæjarfélagið að geta boðið upp á þessa möguleika. Mér hefur nú ekki fundist mikill munur í rauninni á því að kenna þessum öldungum eða krökkum í dagskólanum. En eflaust er það misjafnt eftir greinum. Eg hef eingöngu kennt raungreinar. Það kom mér nokkuð á óvart að ekki skyldi vera meiri munur, en þetta er eldra fólk og reynslu- meira. Það hefur verið mjög gaman að þessum hópi, þau hafa staðið geysilega vel saman og verið kát og léttlynd, sem hefur gert þetta allt mjög skemmtilegt. Þau hafa verið mjög ákveðin í því sem lýtur að þeirra málum innan skólans og staðið þar fast á sín- um rétti, enda yfirleitt sett fram mjög sanngjamar kröfur. Það er svo miklu auðveldara að kenna bekk sem er samstilltur heldur en ef fólkið er ósamstætt. Þannig að það er með nokk- urri eftirsjá sem ég kveð þennan skemmtilega hóp, en þetta var markmiðið með öllu þessu streði. Ég hef stundum líkt við- horfi kennarans til stúdenta sem þeir útskrifa, við tilfinn- ingar bóndans í garð lambanna sem fara í sláturhúsið á haustin. Auðvitað þykir manni kannski vænt um þau öll, en þetta var jú alltaf tilgangurinn. Anna Lóa Guðmunds- dóttir, Svava Oddný Ásgeirs- dóttir, Agnes Karlsdóttir, Guðrún Stef- ánsdóttir, Guð- laug Elíasdóttir, Kristín Gunn- arsdóttir og Sig- ríður Símonar- dóttir. Mennt er máttur, segir algengt máltæki. Flestir sitja lögum samkvæmt á skólabekk frá bamæsku fram á unglingsár. Margir hugsa eflaust einhvem tíma um að taka upp þráðinn að nýju einhvern tíma seinna, en fólki vex gjaman í augum tíminn sem fer í þetta og fleiri félagslegir þættir sem gera fólki erfitt fyrir. Full- orðinsfræðsla hefur þó farið mjög vaxandi á undan- fömum ámm, með tilkomu öldungadeilda sem settar hafa verið á laggimar við marga menntaskóla. Ein slík er við Menntaskólann á ísafirði og hófst starfsemi hennar haustið 1981. Síðan er mikið vatn mnnið til sjávar og einhverjir af þeim sem settust á skólabekk þá um haustið hafa heltst úr lestinni og aðrir hafa farið sér hægar eins og gengur. En það em sjö nemendur sem útskrifast núna fyrir jólin og em það þeir fyrstu sem öldungadeildin útskrifar. Það þarf áræði og gott úthald til þess að setjast á skólabekk að nýju eftir mismunandi langt hlé. Margt hefur breyst frá því í gamla daga, og maður hefur sjálfur þroskast og vitk- ast að minnsta kosti að manns eigin áliti. Oft þarf maður að byrja á því að læra að læra. En námið kennir manni að meta hluti sem maður ekki þekkti áður og eykur skilning nemenda á nýjum viðfangsefnum og eykur víðsýni þeirra. Það em eingöngu fulltrúar hins fagra kyns sem út- skrifast að þessu sinni. Við settumst niður í reykher- bergi M.í. og ræddum við þær um skólavistina og námið og margt fleira. Þær vom viðstaddar allar sjö. Þær heita Anna Lóa Guðmundsdóttir, Svava Oddný Ásgeirsdóttir, Agnes Karlsdóttir, Guðrún Stefánsdótt- ir, Guðlaug Elíasdóttir, Kristín Gunnarsdóttir og Sig- ríður Símonardóttir. Blaðamaður V.f. sat fyrir þessum sjö stelpum sem em að útskrifast núna í haust, þegar þær vom að koma úr síðasta tíma snemma á aðventunni. Björn Teitsson er skóla- meistarí við Menntaskólann á ísafirði, við báðum hann að segja nokkur orð í tilefni þess að skólinn útskrifar nú fyrstu nem- enduma úr öldungadeild. „Þetta er hópur níu nem- enda, má segja, það eru sjö sem útskrifast núna og 2 í vor. Þetta er sá hópur sem hefur haldið þetta út öll árin. Þau hafa staðið sig mjög vel og verið afskaplega samstilltur hópur. Það er aðdá- unarvert hvemig þessir nem- endur hafa stundað námið af kappi og atorku og fellt það að heimilisstörfum og annarri vinnu. Það er hins vegar nokkurt á- hyggjuefni að aðsókn að öld- ungadeildinni síðan hefur ekki reynst vera neitt afskaplega mikil. Við fómm af stað með annan hóp fyrir rúmu ári, og það hafa þegar verið talsverð afföll úr honum. Við tókum upp þá nýbreytni að bjóða fólki uppá skemmra nám, það á nú kost á því að útskrifast af við- skiptabraut eftir tveggja ára nám. Það gæti hugsanlega orðið ofaná í framtíðinni að boðið verði uppá skemmra nám. Ég held nú reyndar að þessi dræma aðsókn stafi mikið af því hvað fólk vinnur mikið hér um slóðir.“ Fjölskyldurnar ættu skilið að VIÐ LÆRUM SAMA NÁMSEFNI OG HINIR Á HELMINGI FÆRRI KENNSLUSTUNDUM „Þetta hefur auðvitað verið býsna strembið. Við lærum ná- kvæmlega það sama og krakk- amir í dagskólanum, en við fá- um til þess helmingi færri kennslutíma. Kennararnir eru auðvitað með sitt námsefni frá dagskól- anum og því verður ekkert breytt. Þetta hefur komið illa niður á okkur í þyngri fögum eins og t.d. líffræði og þjóðhag- fræði, þar höfum við varla undan að skrifa hjá okkur og njótum því ekki kennslunnar sem skyldi. — Hafið þið allar unnið með náminu þessa fjóra vetur? „Já, við höfum allar unnið ýmist heilt eða hálft starf, fyrir utan heimilisstörf auðvitað. Framhald á bls. 17. medaliu

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.