Sagnir - 01.06.2013, Page 4
5
Kæri lesandi.
til hamingju með að hafa undir höndum fyrsta tölublað Sagna í þrjú ár. Það er miður hve lengi hefur dregist að gefa út þetta tölublað. að einhverju leyti má rekja töfina til þess fyrirkomulags sem hefur verið á útgáfu blaðsins frá
aldamótum þegar hún varð sjálfstæð og í höndum sitjandi ritstjórnar og Fróði, félag
sagnfræðinema, kom ekki lengur að útgáfunni. Fyrirkomulagið gafst vel í langan
tíma en ókostir þess hafa hins vegar komið berlega í ljós síðan síðasta tölublað
kom út. Þá tóku þrír metnaðarfullir einstaklingar við keflinu og útgáfudagur var
negldur niður í nóvember 2010. til að gera langa sögu stutta varð ekkert úr útgáfu
sökum skorts á aðsendum greinum. ritstjórnin sat áfram með umboðið og hafði
enn hug á að gefa blaðið út fyrir lok skólaársins 2010-2011. Ekkert varð af því,
ritstjórnarmeðlimir hurfu hverjir í sína átt og útgáfa blaðsins var því í lausu lofti.
Í upphafi nýliðins vetrar var auglýst eftir fólki til að sjá um útgáfu Sagna og fundur
haldinn til að ræða málefni þess. Á fundinn mættum við, nokkrir einstaklingar
sem á endanum mynduðu ritstjórnina. nína salvarar tók síðan að sér umsjón
markaðsmála Sagna. Þannig má í raun segja að við höfum rænt umboðinu en það
þurfti til að blaðið mætti koma út. Því má jafnframt fullyrða að ritstjórnin hafi
verið svolítið anarkísk enda eiginleg ritstjórnarstefna ekki fyrir hendi heldur var
lagt kapp á að blaðinu skyldi komið út og óheillaþróun síðustu ára snúið við. Það
er því von ritstjórnar að greinarnar í blaðinu endurspegli að einhverju leyti áhuga
sagnfræðinema við Háskóla Íslands.
Ferli þetta er búið að vera langt og strangt en að sama skapi mjög lærdómsríkt.
óhætt er að segja að við séum að einhverju leyti að finna upp hjólið enda enginn
til að miðla reynslu til okkar. Við höfum einnig notið krafta tveggja doktorsnema,
Vilhelms Vilhelmssonar og ólafs arnars sveinssonar, við yfirlestur greina til að
tryggja enn frekar gæði ritsins. Við höfum tekið fyrri blöð til fyrirmyndar en að sama
skapi bryddað upp á ýmsum nýjungum, s.s. að minnka umbrotið. Líkt og síðustu ár
er megnið af efni Sagna byggt á Ba-ritgerðum höfunda en einstaka greinar eru þó
byggðar á námskeiðaritgerðum. Efni þeirra er fjölbreytt. Kvenna- og kynjasaga er
áberandi í blaðinu og er það einlæg von ritstjórnar að það bæti fyrir kynjaskekkju
á meðal ritstjórnarmeðlima. Kvenímyndir eru þar einkum og sér í lagi áberandi.
Því þótti við hæfi að velja á forsíðuna mynd af róttækri móður að mótmæla en
myndin er fengin úr safni Leifs Þorsteinssonar sem hefur séð okkur fyrir mörgum
ljósmyndum. auk þessa eru í ritinu greinar sem fást við menningarsögu, þjóðerni
og listasögu. Þá höfum við einnig ákveðið að birta bókadóma, viðtöl, ljósmyndaþátt
og umfjöllun í tilefni 150 ára afmæli Þjóðminjasafnsins svo eitthvað sé nefnt.
allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi í Sögnum að þessu sinni. Megir þú
njóta blaðsins, lesandi góður, sem og framtíðar-Sagna en næsta ritstjórn hlýtur að
sjálfsögðu að vilja gera enn betur.
ritstjórn Sagna
ritstjórnarpistill
Vor2013-A5-288+4bls-BN.indd 5 6/5/2013 5:18:08 PM