Sagnir - 01.06.2013, Síða 12
13
öðru lagi eiga sagnfræðingar beinlínis að
vera gagnrýnir og efins um hvers kyns
alhæfingar. Þeir eiga að hafa kynnt sér
stað reyndir og mögulegar túlkanir betur
en þeir sem tjá sig út frá minni þekkingu
og blanda hana þá jafnvel óskhyggju,
popúlisma og pólitískum hagsmunum.
En er það kannski ekki í verkahring
þjóð höfðingja og ráðamanna að efast
og gagn rýna? Í einni af fjölmörgum
ræð um sínum um Ísland sem land tæki-
færanna að fornu og nýju vakti ólafur
ragnar grímsson máls á því að það
væri í raun „embættis skylda for setans
að vera bjart sýnn“.4 Ég held að við
aka demísku sagn fræðingarnir megum
ekki bara snið ganga þessa skoðun og
reyndar kemur manni þá í hug ágætis
athuga semd auðar styrkársdóttur
stjórn mála fræðings um hina goðsagna-
kenndu Íslands sögu sem jón j. aðils og
jónas frá Hriflu bjuggu til ásamt öðrum:
„Verður ekki lítil þjóð á brauð fótum að
finna leiðir til að stappa stálinu í sjálfa
sig, ein blína á heiðan himinn og teikna
þar upp skýja borgir til að lifa af ? Verða
ekki allar þjóðir að gera slíkt? Er hægt að
nefna hóp af fólki þjóð ef hann hefur
ekki ein hverja vitund um sjálfan sig,
upp runa sinn og markmið? auðvitað er
ekkert að þessum boðskap.“5
annað atriði mætti einnig rifja upp,
ekki eins fræðilegt en allt eins lýsandi:
Fyrir um áratug þurftum við í sagn fræð-
inga félaginu að fresta áformuðum fundi
um „enda lok þjóðernis hyggju“ eða eitt-
hvað slíkt vegna þess að sama kvöld
voru „strákar nir okkar“ að leika mikil-
vægan leik á einhverju alþjóðamótinu.
Þjóð ernis hyggja verður ekki afgreidd
með ein hverjum fræði legum frösum
um tíma skekk ju, blindu lýðsins og
popú lisma vald hafanna. Er hún ekki
bara eðlis læg þörf manneskjunnar til að
heyra undir hóp, einhvers konar frum-
tilfinning eins og ást og kynhvöt eða
hungur og ótti?
Þjóðernishyggja og bjartsýni mega
samt ekki ganga út í öfgar. sé það hlut-
verk ráða manna að vera bjartsýnir og
lofa afrek liðinnar tíðar er það hik laust
í verka hring okkar sagn fræð inganna að
hringja viðvörunar bjöllum þegar okkur
finnst þeir ganga of langt. Veitum við
ekki að hald gætu vald hafarnir freistast
til að ganga enn lengra í lofinu um hina
frá bæru Íslendinga en dæmin sanna nú
þegar.
Tilvísanir
1. „Hafa kraft sem Danir hafa ekki“, http://
www.dv.is/folk/2012/2/21/hafa-kraft-sem-danir-
hafa-ekki/, 21. febr. 2012. Fyrri athugasemdin frá
ara Viðari jóhannessyni á fésbók hans sama dag, hin
við fréttina sjálfa, frá Ágústu sigríði Þórðardóttur.
2. sjá t.d. sigmundur Davíð gunnlaugsson
(2011). Prófessorsstaða tengd nafni jóns sigurðssonar
forseta, síðari umr. 15. júní 2011. 891. mál, þskj.
1787. Vefútgáfa alþingistíðinda, http://www.
althingi.is/altext/raeda/139/rad20110615t112303.
html. sjá einnig „Yfirlitsræða sigmundar Davíðs
gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins,
á 32. flokksþingi framsóknarmanna“, http://
www.framsokn.is/Flokkurinn/Fyrir_fjolmidla/
Frettir/?b=1,6722,news_view.html, 8. febr. 2013.
3. athugasemd Bergsteins sigurðssonar á
fésbók gunnars smára Egilssonar, 15. febr. 2013.
4. „Forsetinn: Ísland land tækifæranna“,
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/02/17/
forsetinn_island_land_taekifaeranna/, 17. febr. 2012.
5. auður styrkársdóttir „sigríður Matthíasdóttir,
Hinn sanni Íslendingur. …“ (ritdómur), Saga
43/1 (2005), bls. 235–239, hér bls. 236.
Vor2013-A5-288+4bls-BN.indd 13 6/5/2013 5:18:11 PM