Sagnir - 01.06.2013, Page 13
14
fyrir sjálfumgleðina og blekkinguna og
vonaði að við tæki nýr tími þar sem
við gætum litið á okkur sem jafningja
annarra þjóða þar sem við værum
hvorki verri né betri en aðrir. Hvorki
sögu lega séð né í samtímanum. En
hugmyndir um sérstöðu og sérstakt
eðli hafa ekki horfið með öllu og eru
nú nærðar í vaxandi þjóðernisorðræðu
ýmissa stjórnmálaafla.
Með nokkurri einföldun má segja að
tekist sé á um söguskoðun Íslendinga á
tveimur sviðum sem þó skarast. annars
vegar eru það tilraunir stjórnmálamanna,
bæði nú verandi og fyrrverandi, til þess
að endur skrifa nýliðna fortíð í eigin þágu.
Þetta sést í ritstjórnar stefnu Morgun
blaðs ins en einnig í orð ræðu og átökum
stjórn mála nna þar sem stjórnmálamenn
allra flokka þykjast vita best hvað
„raun veru lega“ gerðist. Einnig taka
þátt nokk rir karl menn úr hópi fyrrum
útrásar víkinga, stjórnmála fræðingar,
sam félags rýnar og fáeinir sagn fræðingar.
Þetta fólk tekst á um nýliðna atburði og
túlkar út frá mis mun andi fræðilegum
kenn ingum og rann sóknum, eigin hags-
mun um eða flokks pólitík.
Varla er hægt að fullyrða hver sögu skoðun Íslendinga er almennt séð heldur er fremur
um að ræða orð ræður sem haldið er
á lofti af t.d. stjórn mála flokkunum,
forseta Íslands, fyrir tækjum, félaga-
samtökum eða öðrum sem hafa hag af
því að halda ákveðnum hug mynd um og
ímynd um að fólki. sögu skoð un er alltaf
öðrum þræði þáttur í sjálfsmynd þjóðar,
ein stak linga eða hópa og getur því
verið mis munandi eftir t.d. stjórnmála-
skoð unum, þjóð félags stöðu eða kyni.
nýjustu rann sóknar niður stöður sagn-
fræð inga ráða minnstu um rík jandi
sögu skoðun hverju sinni.
ríkjandi orðræða fyrir hrun lagði
áherslu á sérstakt eðli Íslendinga og hina
djörfu afkomendur víkinga sem lögðust
í nútíma legan víking. Þessar hug myndir
voru sóttar í gamaldags sögu skoðun
alda móta áranna 1900 og sjálfstæðis-
barátt una. Þetta þjónaði hug mynd um
og hags munum þeirra sem tóku þátt í
eða töluðu fyrir út rásinni, bæði stjórn-
valda og annarra. Hápunkturinn var
ímyndar skýrsla for sætis ráðu neytisins
sem kom út árið 2008, sama ár og
efnahags kerfið og ímyndin hrundi,1 og
var ekki í nokkru samræmi við sagn-
fræði rann sóknir síðustu áratuga. Enda
gerði sagn fræðinga félag Íslands opin-
berlega athuga semdir við skýrsluna2 og
auður ava ólafs dóttir list fræðingur tók
hana eftir minni lega í baka ríið í grein í
Sögu haustið 2008.3
Við hrunið virtist verða breyting;
fólk dró í land og skammaðist sín örlítið
ErLa HULDa
HaLLDórsDóttir
Ljósmynd/Ljósmyndaver Hörpu Hrundar
Vor2013-A5-288+4bls-BN.indd 14 6/5/2013 5:18:12 PM