Sagnir - 01.06.2013, Page 14
15
Hins vegar er þjóðernisorðræða sem
á sér dýpri sögu legri rætur og beinist
einkum gegn mögulegri inngöngu
Íslands í Evrópu sam bandið. Þjóðernis-
orð ræðan nærir hug myndir og viðhorf
þeirra sem telja mikil vægt að vernda
landið gegn utan að komandi áhrifum.
sögu legum rökum frá sjálf stæðis baráttu
Íslendinga er teflt fram sem vitnisburði
um að heill þjóðar innar sé undir því
kominn að Íslendingar ráði sínum
málum alfarið sjálfir því áhugi og afskipti
útlendinga hljóti að miða að því að þeir
komist yfir íslenskar auðlindir; fiskimið,
bú jarðir, vatns afl eða íslensk fyrirtæki,
nú eða íslenskar konur sem oft hafa
orðið víg völlur þjóðernisorðræðunnar.4
Upp í hugann kemur andsvar sagn-
fræðingsins og kvennaskóla frömuðar ins
Páls Melsteð sem árið 1873 blöskraði
þjóðremba ónefnds and stæð ings þess
að stofna kvenna skóla í reykjavík. sá
taldi Pál „óþjóðlegan“ af því kenna
ætti „útlenskt“ í kvenna skólanum, þ.e.
það sem ekki hæfði íslenskum veruleika
(íslenskum konum). auk þess var Þóra
Melsteð eiginkona Páls hálf-dönsk
og svoleiðis kona átti ekki að vasast í
menntun íslenskra stúlkna. En Páll spyr
sem sagt í svari sínu hvað sé þjóðlegt og
hvað óþjóð legt og bendir á að flest sem
komið hafi til Íslands hafi verið útlent
á einhverjum tímapunkti en í tímans
rás orðið inn lent og þar með þjóðlegt.5
sannar lega viðeigandi áminning í dag.
Minna mætti suma stjórnmálamenn
nú tímans á að ýmsar þær framfarir og
breytingar sem urðu á íslensku samfélagi
fyrri alda komu að utan. Með þessu er
ég ekki að tala fyrir því að Íslendingar
gangi er lendu valdi á hönd eða halda
því fram að allt útlent sé af hinu góða
heldur benda á að sögu skoðun getur
aldrei verið einföld. „sagan“, eða for-
tíðin sem við sagnfræðingar höfum
túlkað í verkum okkar, er nefnilega
ekki ein „rétt“ rödd eða sannleikur.
Hún er marg laga og einkennist oft af
mis vísandi frásögnum og hugmyndum,
eins og svo vel hefur komið fram í sagn-
fræði rannsóknum síðustu ára.
Þess vegna finnst mér ekki síður
vafa samt þegar fólk fer í hina áttina og
talar um eymd og volæði fyrri alda, um
dimma og skítuga torfbæi, illa lyktandi
fólk, kúg un valdhafa, bæði innlendra
og erlendra, ofbeldi og óhamingju6 sem
„sannleikann“ um fortíðina. Þetta eru
vissu lega viðbrögð við orðræðu þjóð-
ernis rómantíkurinnar, og er ein sögu-
skoðunin enn, en við eigum að varast
alhæfi ngar í hvora áttina sem er. Mínar
eigin rann sóknir hafa einkum snúist um
19. öld og fyrstu áratugi 20. aldar og þar
sé ég í senn eymd og volæði, ríkidæmi
og gleði, kúgun, frelsi, ofbeldi, ást. rétt
eins og gerðist í öðrum löndum.
Þær andstæðu söguskoðanir sem virðast
ríkjandi í samfélaginu eru ekki í samræmi
við rannsóknarniðurstöður síðustu ára
og ára tuga. Þar hafa sagnfræðingar m.a.
bent á að inn lend öfl og valdhafar hafi
mak að krók inn ótæpilega og stundum
stað ið gegn umbótatillögum danskra
yfir valda. Veruleiki fortíðar er því
flók nari en svo að honum verði skipt
upp í svart (útlent) og hvítt (íslenskt).
Og hvað varðar menntun kvenna og
kvenna skóla má benda á að þrátt fyrir
að margir Íslendingar legðu fé í sjóð til
styrk tar kvenna skóla upp úr 1870 mætti
skóla hug myndin tals verðri andstöðu og
komst ekki veru legur skriður á málin
fyrr en áhuga samir Danir lögðu sitt af
mörkum.
Í grein um hugmyndir um kvenleika
Vor2013-A5-288+4bls-BN.indd 15 6/5/2013 5:18:13 PM