Sagnir - 01.06.2013, Page 22
23
stofnun Háskóla Íslands árið 1911 á sér forsögu sem hefst á nítjándu öld. Mér þykir áhugavert að kanna
hvað hafi verið skrifað um háskólamálið
í blöð og tímarit á þeim tíma, sem og
hvað for mælendur háskóla höfðu að
segja á þingi og á opinberum vettvangi
um þetta hugðar efni sitt. Hvaða vonir
bærðust í brjósti þeirra sem harðast
börðust fyrir stofnun háskóla á Íslandi
og hverjar voru væntingar þeirra um
hlut verk hans? Ég hyggst gera grein fyrir
þessum vonum og væntingum baráttu-
manna fyrir stofnun háskóla á Íslandi
með því að rýna í dagblaða- og tímarita-
skrif frá miðri 19. öld til aldamótanna
1900 og um leið kanna hvar áherslurnar
lágu og hvers eðlis þær voru.
Jón Sigurðsson og bænarskrá um
þjóðskóla árið 1845
Í grein um skólamál á Íslandi í Nýjum
félags ritum árið 1842 lagði jón sigurðsson
til að gerðar yrðu þær umbætur á Lærða
skólanum „að hann geti gefið svo mikla
og marg breytta uppfræðingu í vísinda-
greinum þeim, sem embættis manna-
efni þurfa á að halda“.1 Þannig þyrfti
nám embættis manna ekki að vera háð
valdinu í Kaupmannahöfn við val á há-
skóla, nema hvað sérstaklega snerti sam-
bandið við Dani, þ.e. lögfræðinámið. Í
þessum skrifum nefnir jón ekki stofnun
há skóla en leggur þó til að losað verði
um tengslin við Hafnarháskóla og að
sjón deildar hringur íslenskra náms-
manna til náms erlendis verði víkkaður.
síðan segir hann:
Með tilliti til þjóðarinnar verður sá
til gángur skólans: að búa svo undir
hverja stétt, að hver þeirra í sinni röð
styðji að framför alls landsins, allrar
þjóðar innar, svo vér gætum smám-
saman komist þannig á fót, að vér
gætum fylgt með framförum enna
mentuðu þjóða á sérhverri öld, eptir
því sem kostur er á, og sigrað sem
flesta tálma sem verða þar á vegi
vorum …2
Hugmyndir jóns um bætta menntun
beindust einnig til annarra stétta en
þeirra sem fram að því höfðu sótt nám
sitt til há skólanna. síðar í sömu grein
telur hann upp námsgreinar sem aðrir
hafa, að hans sögn, bent á að skorti
kennslu í, s.s. læknisfræði, lögspeki, land-
megunar fræði, stjörnufræði, hugsunar-
fræði og sálarfræði.3 Enn fremur sagði
jón að það væri
„auðsært, að ef vænta skyldi
stöðugrar og góðrar kennslu í öllum
þessum vísinda greinum, þá mætti
skól inn vera á við háskóla, og þyrfti
bæði marga kennara og mörg söfn …
sem varla mund iauðið [sic] að koma
á fót nú sem stendur. En þareð mjög
væri óskanda að hann … smám saman
gæti orðið sem full komnastur og fjöl-
hæfastur“.4
Ekki skal fullyrt að þarna hafi birst
ósk eða krafa um háskóla á Íslandi. Þó
má segja að fræinu hafi verið sáð með
tillögu um fleiri námsgreinar í hag-
nýtum vísindum og tungumálum, að því
ó gleymdu að jón sigurðsson fór fram á
fram sæknari menntastefnu á Íslandi.
Árið 1845, eða í fyrsta sinn er endur-
reist alþingi kom saman, var lögð fram
bænar skrá undirrituð af 24 stúdentum
og kandí dötum í Kaupmannahöfn. Þar
fóru íslenskir stúdentar og kandídatar
fram á bætta menntun til handa
Íslendingum heima fyrir og kölluðu eftir
þjóð skóla. Bænarskráin hefst á þessum
orðum:
allstaðar meðal siðaðra þjóða er
mentun talin aðalstofn allra framfara,
and legra og líkamlegra, og reynslan
Vor2013-A5-288+4bls-BN.indd 23 6/5/2013 5:18:32 PM