Sagnir - 01.06.2013, Qupperneq 24
25
há skólann í Kaupmannahöfn væri
öll miðuð við danskan rétt.9 „[V]iti
[íslenskir kandí datar] því mjög svo lítið
í íslenzkum rétti, og leiðir aptur þar af,
að þegar þeir taka við embættum, sníða
þeir allt eptir dönskum lögum, og rísa
þar af mörg vand kvæði“.10
Þannig var læknaskorturinn og það
að laga nám Íslendinga væri ekki sniðið
að þörfum íslensks réttar höfuðatriði
bænar skrár innar. skortur á læknum var
höfundum hennar áhyggjuefni og það
að Latínu skólinn væri ekki í sama gæða-
flokki og skólar sömu tegundar í Dan-
mörku. Ekki vó síður þungt sú skoðun
að þjóð ernið biði tjón af embættis-
menntun sem fengin væri erlendis, þá
helst laga námið, en læknanámið var
sömu leiðis gagn rýnt vegna þess að
það byggi lækna ekki undir íslenskar
aðstæður.11
Ekki fékkst allt í þessum tillögum
sam þykkt en þrjú atriði fengu brautar-
gengi. Í fyrsta lagi skyldi bæta Latínu-
skólann, þar sem lögð yrði alúð við að
kenna „íslenska túngu og bókvísi og
íslenska og norræna bókvísi, að kennd
verði þjóðverska, enska og frakkneska;
sömu leiðis náttúruvísindi og stofnað
náttúru gripa-safn, … enn fremur, að
kennd verði saunglist, uppdráttar list og
íþróttir (gymnastik)“.12 Í öðru lagi ætti
að taka guðfræðikennslu úr Latínu-
skólanum og koma á fót prestaskóla með
einum föstum kennara ef ekki fengjust
tveir. Loks skyldu forspjallsvísindi
kennd, „þó eigi væri nema í ágripi,
handa þeim sem eigi fara til háskólans
í Kaup manna höfn“.13 Ákveðið var að
senda þessi þrjú atriði til konungs en
megin niður staðan varð sú að árið 1847
var stofnaður prestaskóli í reykjavík.
Eftir að biskup inn yfir Íslandi, Helgi
g. thorder sen, hafði lokið máli sínu
við fyrstu setningarathöfn skólans 2.
október það ár, hélt Pétur Pétursson,
for stöðu maður skólans, ræðu þar sem
hann sagði meðal annars: „Prestaskólinn
er sprottinn af vilja þjóðarinnar;
þessi vilji er borin fram á þjóðþíngi
voru, studdur af merkustu mönnum
landsins og honum allra mildi legast veitt
fullnusta af konúngi vorum”.14 Þjóðin
hafði talað að mati Péturs, rödd hennar
hafði hljómað og hennar „bestu menn“
höfðu borið vitni um vilja hennar.
Pétur ritaði einnig í Lanztíðindi 1849
sem rit stjóri:
jeg sé heldur ekki betur en að stjórnin
sjálf sje fyrir laungu búin að kannast
við nytsemi embættismanna skóla hjer
bæði með stofnun prestaskólans og
boði sínu um aðstoðarlækna og eins
mundi hún kannast við nytsemi inn-
lendrar laga kjennslu, ef vegur sæist til
að stofna hjer þvilíkann skóla. sama
skoðun lýsir sjer og í því lagaboði, að
einginn meigi fá hjer embætti, nema
hann kunni íslenzku, þvíað þar er
kannast við þá nauðsyn, sem er á, að
hver embættis maður sje þjóðlegur
og að hin al menna menntan sje ekki
einhlýt fyrir hann nema hún sje líka
þjóð leg …15
Krafan um að embættismenn þyrftu
að kunna íslensku til að hljóta embætti
var að mati Péturs óformleg viður-
kenning í lögum á íslenskri þjóðlegri
menntun fyrir embættismenn á Íslandi.
Þessi viður kenning á íslenskunni sem
embættis mannamáli gerði augljóst að
best færi á því að embættismenn lærðu
fræði sín á þjóð tungunni við íslenska
embættis manna skóla.
Vor2013-A5-288+4bls-BN.indd 25 6/5/2013 5:18:32 PM