Sagnir - 01.06.2013, Síða 25
26
Læknaskólinn 1876
Læknanám hófst á Íslandi árið 1860
undir handl eiðslu jóns Hjaltalín land-
læknis þó ekki væri búið að koma á
fót sér stökum skóla.16 jón hafði þegar
árið 1844 stungið upp á læknakennslu
á Íslandi og furðaði sig á af hverju
Íslendingar gætu ekki séð sjálfir um
kennslu til læknis ef þeir gætu sjálfir
annast kennslu presta, enda væri hag-
kvæmast að sjá um slíkt í hverju landi.17
Þessar vanga veltur tengdust ósk hans
um spítala og að stjórn læknamála
yrði flutt til landsins. jón sagði að „…
konúngurinn [muni] hafa séð þegar
hann veitti landi voru alþíng, að hann
gaf Íslendíngum þar hinn mesta dýrgrip,
ef þeir kynni svo með að fara sem hann
hefir til ætlað“.18
jón Hjaltalín varð konungskjörinn
þing maður árið 1859 og hófst strax
handa við að afla hugðarefnum sínum
brautar gengis. rituð var bænarskrá til
konungs en henni var hafnað. Baráttan
átti eftir að halda áfram og önnur
bænarskrá var send árið 1867, sem
einnig var hafnað. Loks árið 1875 bar
erfiðið árangur og Lækna skólinn var
stofnsettur 1876.19
Í grein í Útsynningi þann 1. desember
1876, sem ber yfirskriftina „Þjóðin og
þingið, 3“, var rætt um kostnað við
menntun embættismanna í Latínu-
skólanum og Prestaskólanum sem þótti
ærinn. Ekki kvaðst greinarhöfundur
vita hver kostnaðurinn væri af Lækna-
skólanum en
[þ]að er nú ekki svo að skilja, að vér
teljum fé þetta eptir, eða jafnvel ekki
álítum því vel varið, þegar vér fáum
þjóð holla og góða embættismenn
fyrir alla peningana, en svo mikið er
víst, að hver einstakur sem hér á hlut
að máli, hlýtur að finna skyldur sínar
gagn vart þjóðinni.20
samkvæmt þessu virðist greinilegt að
höfundi fannst þjóðhollusta embættis-
manna ekki of dýru verði keypt þegar
blóðið rynni til skyldunnar.
Benedikt Sveinsson –
Háskólafrumvörpin 1881 og 1883
Frumvarp til laga um stofnun háskóla
á Íslandi var flutt á alþingi 1881.
Þar sagði að stofna ætti háskóla fyrir
íslenska embættismenn, sem vera skyldi
í alþingis húsinu fyrst um sinn. inn í
há skólann fyrirhugaða myndu renna
Presta skólinn og Læknaskólinn en
með honum ætti auk þess að stofna
lagadeild. gert var ráð fyrir að kennsla
í heimspeki og öðrum vísinda greinum
yrði fest í lög síðar.21 Í nefnda ráliti með
frumvarpinu sagði m.a.:
Meiri hlutinn þykist sjá hina brýnustu
þörf á, ekki síður hjá oss en öðrum
menntuðum þjóðum, að styðja að
því kröptuglega, að þjóðleg vísindi og
menntun geti blómgazt á landi voru
og veitt sjálfsforræði því, sem þjóðin
hefur fengið með stjórnarskránni,
þá undir stöðu, sem er nauðsynlegt
skilyrði fyrir því, að stjórnfrelsið verði
landinu til blessunar.22
Þá var lögfræðimenntunin sérstaklega
nefnd, því sömu vandkvæði þóttu fyrir
hendi í þetta skiptið og þegar jón sig-
urðs son mælti fyrir bænarskránni árið
1845, að lög fræðingar landsins þekktu
ekki nógu vel til ís lenskrar lög gjafar og
réttar sögu. Á meðan svo væri háttað
stæði lög gjafar vald þjóðar innar á
ó traustum grunni. nefndar mönnum
þótti einnig hag kvæm sam eining þeirra
skóla sem fyrir voru og laga skólans.
tækja kostur, bóka safn og húsnæði fyrir
Vor2013-A5-288+4bls-BN.indd 26 6/5/2013 5:18:32 PM