Sagnir - 01.06.2013, Síða 26
27
einn skóla væri ó dýrara í rekstri en fyrir
þrjá skóla, hvern í sínu húsnæði.23
Benedikt sveinsson, flutningsmaður
frum varpsins, gerði grein fyrir afstöðu
sinni í neðri deild þingsins þann 18. júlí
1881. Hann benti þingmönnum m.a.
á að hann myndi gjarnan breyta nafni
fyrir hugaðrar menntastofnunar í Þjóð-
skóla eða Landskóla ef það greiddi fyrir
málinu. Því næst vék hann að sögu-
legum rökum; að þegar vísindi, framför
og frelsi hefði haldist í hendur hefðu
þjóðir vaxið og dafnað. Í fornöld hefðu
Íslendingar haft allt þrennt, en misst
það úr greipum sér, og þar með hefðu
fram farir og frægð verið utan seilingar.
nýliðin saga var Benedikt einnig
hugleikin:
Það var þannig ekki úr lausu lopti
gripið, er hið fyrsta endurreista alþingi
1845 bar hina innlendu þjóðmenntun
fram mála fyrst. Eins og orðið
«mamma» er hið fyrsta orð, sem vjer
heyrum af vörum barnsins, þannig
var orðið «þjóðskóli» hið fyrsta orð
alþingis 1845, fram borið í nafni og
um boði þjóðar innar af þeim manni,
þeirri frelsis hetju, sem nú er að vísa
látinn, en hin andlega og líkamlega
ímynd hans mænir á oss hjer í salnum,
og jeg vildi óska, að hún æ og ævinlega
hefði sem mest og bezt áhrif á oss
innan þessara helgu vébanda.24
Í framhaldinu spurði Benedikt loks
hvort sam þykki frumvarpsins væri því
ekki „sögu leg nauðsyn“.25 að mati
hans myndu sameinaðir skólarnir efla
sam vinnu milli kennara og nemenda í
deild unum sem yki andlegt afl, dirfsku
og sjálfs öryggi, ekki aðeins nemenda
og kenn ara, heldur allrar þjóðarinnar.
Þjóðin myndi einnig njóta aukinnar
virðingar annarra þjóða og ekki síst nyti
þjóð, sem hjálpaði sér sjálf, enn frekari
náðar drottins.
Þegar Benedikt ræddi um kostnaðinn
við stofnun laga deildar vísaði hann
til Árbókar Háskólans í Kaupmannahöfn
1875–77, en lýsing bókarinnar á árangri
íslenskra stúdenta við skólann þótti
fremur nötur leg lesning. aðeins 28 af
þeim 70 stúdentum sem hófu nám við
skólann frá 1849 höfðu lokið prófi og
aðeins 11 þeirra með besta vitnisburð.
Þetta mikla brottfall frá námi sagði
Bene dikt kostnaðar samara en allan
rekstur fyrir hugaðrar deildar á Íslandi,
sem hann taldi varla kosta meira en
sem næmi verði eins kaffibolla á hvert
manns barn í landinu. Um nauðsyn
íslenskrar laga deildar var ein faldast að
vísa í þá lítil fjörlegu kennslu sem stúd-
entar fengu í íslenskum lögum og rétti,
sem or sakaðist af kunnáttu leysi danskra
Benedikt Sveinsson
Vor2013-A5-288+4bls-BN.indd 27 6/5/2013 5:18:33 PM